nóvember 22, 2003

Fullt að ske í dag

Fyrsti snjórinn. Það bara líka töluverður snjór. Bendt og Anne bjuggu til snjókarl áðan, var reyndar ekkert sérstaklega stór. Ég komst ekkert að því að það væri byrjað að snjóa fyrr en ég kíkti á síðuna hans Bendts, opnaði þá gluggann og sá allt þakið snjó. Þar á meðal fötin sem ég setti út í þurrk. Þau voru flest öll þakin snjó og sum hver pikk frosin. Þannig ég henti þeim inn.

Svo fórum við til Sapporo með seminar hópnum mínum og tók ég fullt af myndum og þarf að henda þeim inn. Reyndi áðan, var búinn að setja helling af texta og allt, en allt fór í voll og myndirnar ekki ennþá komnar inn. Þarf að pikka þetta inn seinna, geri það ábyggilega á morgun. Mjög góður matur og á mjög sanngjörnu verði.

Svan

Svan skrifaði 22.11.03 19:47
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?