nóvember 28, 2003

Furðulegar staðreyndir

Bendt var í Labour Economics um daginn og þar var kennarinn að segja þeim frá ýmsum lýðfræðilegum staðreyndum hérna í Japan. Hann sagði að 40-60% af öllum getnaði færi í fóstureyðingar. Þessi tala hefði breyst úr 50-60% í 40-50% út af því að nú nýlega væru getnaðarvarnir leyfðar. Flestar þessara þungana eru meðal 17-20 ára kvenna.

Þetta eru fáránlega háar tölur. En þetta eru víst skjalfestar staðreyndir.

Önnur skondin staðreynd. Fæðingar utan hjónabands þekkjast varla. Þegar barn kemur í heiminn er hjúskaparstaða foreldranna skráð niður. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar öllum. Þekkt er að einstaklingur sem fæddist utan hjónabands sé hafnað inngöngu í skóla eða stöðu í vinnu vegna þessa.

Svan

Svan skrifaði 28.11.03 17:08
Comments

Sem sjálfskipaður sérfræðingur internetsins í fóstureyðingum þá get ég skýrt frá því að svipað er upp á teningnum í Rússlandi. Ástæðurnar þar eru fyrst og síðast (og voru sérstaklega) að það er

a) ódýrara að fara í fóstureyðingu þegar "slys" gerast en að kaupa alltaf getnaðarvarnir.

b) rússneskar getnaðarvarnir (og þá sérstaklega smokkar) halda svona álíka vel og rússneskir ryðdallar.

c) þar er (en þó sérstaklega var) ekki þessi helgislepja sem einkennir umræðuna í þeim löndum sem banna eða hafa mjög neikvætt viðhorf gagnvart fóstureyðingum.

Hinsvegar, það sem vekur miklu frekar athygli mína í þessum texta hjá þér er "Þessi tala hefði breyst úr 50-60% í 40-50% út af því að nú nýlega væru getnaðarvarnir leyfðar."

Neyðin kennir... o.s.frv.

Skv. nýjustu samburðartölum sem ég hef aðgengi að (fyrir árið 1999) fæddust 4100 börn, 19 voru andvana fædd og 945 fóstureyðingar voru framkvæmdar það árið. Þetta þýðir að hlutfall upp 18,66%. Hlutfallið árið áður var 17,7%.

Þar hefurðu það.

Posted by: Ágúst at 28.11.03 20:50

Jamm mér fannst þetta líka vera of háar tölur til að þær gætu verið sannar. En hinsvegar eru tölurnar sem þú ert að segja líka mjög háar. Er þetta skráð heima? Mig langar hálfpartinn að vita hvað þetta er mikið hlutfall heima.

Posted by: Svan at 29.11.03 16:51

Ég var að segja þér hverjar tölurnar eru heima! Veit þó ekki nákvæmlega hvernig þeir fá tölurnar út í Japan en ég geri ráð fyrir að það sé svona: fóstureyðingar/(fóstureyðingar+fædd börn).

Hátt? Já en á móti má spyrja hvað sé að því á meðan aðgerðirnar eru framkvæmdar af lækni á þar til gerðu klíniki? Áætlaðar tölur fyrir t.d. ólöglegar fóstureyðingar í Póllandi (þar sem þær eru með öllu bannaðar nema í slíkum undantekningartilfellum að það tekur því vart að nefna það) eru 18-35%! Hlutfall þeirra kvenna sem sýkjast í slíkum aðgerðum, hljóta örkuml eða varanlega ófrjósemi af þeim og í verstu tilfellum deyja í eða í kjölfar aðgerðarinnar er sorglega hátt. Bannið hefur líka ýmsar "aukaverkanir" á borð við það að fjöldi barna sem eru skilin eftir á sjúkrahúsum hefur þrefaldast!

(Þess má til gamans geta að 30% Pólverja notar engar getnaðarvarnir og einungis 20% notar smokkinn, á meðan t.d. 10% notar "dagatal tíðahringsins" sem sína einu getnaðarvörn.)

Með því að banna pilluna hafa Japanir líka myndað ákveðinn kúltúr, rétt einsog var í Austantjaldinu, þar sem konur fara einfaldlega frekar í fóstureyðingu, sem neyðarúrræði. Getnaðarvarnir eru heldur ekki ræddar opinskátt og mikið pukur í kringum þær. Í 3/4 hluta tilfella er smokkurinn notaður, skv. einni rannsókn.

Aðeins 56% jap. kvenna á barneignaaldri nota getnaðarvarnir að einhverjum toga skv. tölum frá Alþjóðabankanum. Margar láta karlinn hafa áhyggjur af þessu atriði. Enda kannski ekki furða í landi þar sem kynlíf er ekki bara taboo heldur er kynlífsfræðsla (sem fæst sannarlega ekki heima fyrir) svo góð sem engin í skólum landsins! Sæðis-, egg- og okfrumur eru nefndar á nafn en ekkert er minnst á verklega hlutann af frjóvgun mannsins eða áhættustjórnun þess hluta.

Pillan varð sumsé ekki lögleg í Japan fyrr en sumarið 1999!! (Þess má geta að Norður-Kórea er líklegast eina landið sem bannar hana.) Það tók 35 ár að fá hana samþykkta. Enda segir í fréttatilkynningu frá sama ári hjá Harvard School of Puplic Health um málið:

The availability of oral contraceptives could lead to expanded choice and greater control for women over their fertility, and a reduction in the high rates of unplanned pregnancies and abortions. The proportion of unplanned births in Japan has been reported at 52 percent compared with 19 percent in France and 30 percent in the United States.

Rannsóknir leiddu í ljós að fyrsta árið sem pillan var lögleg í Japan notuðu aðeins 1% kvenna hana. Óttuðust þær annars vegar aukaverkanir hennar og svo var það kostnaðurinn, $400, sem var ekki coveraður af heilbrigðiskerfinu.

Ástæðan fyrir því að pillan var bönnuð af stjórnvöldum í Japan þegar hún kom fram á 7. áratugnum var sú að hún var sögð "unhealthy" og auka stóðlífi. Stjórnvöld boðuðu þess í stað skírlífi. Þar er líklegast helsti vandinn. Japansk samfélag er kvenfjandlegt samfélag að mörgu leyti enn þann dag í dag. - Birtist einmitt athyglisverð grein um japanskar konur í nýjasta tbl. Foreign Policy (Japan’s Hybrid Women). - Það má ekki ræða málin, hvort sem það er heimilisofbeldi eða kynlíf.

Mori, sem var forsætisráðherra á undan Koizumi, orðaði þetta mjög skýrt nýlega þegar hann sagði:

The government takes care of women who have given birth to a lot of children as a way to thank them for their hard work. . . . It is wrong for women who haven’t had a single child to ask for taxpayer money when they get old, after having enjoyed their freedom and had fun.

Þessari skoðun deilir hann með mörgum karlmönnum í Japan.

Hlutverk konunnar ER að ala af sér afkvæmi. Þegar slík kvenfjandleg sjónarmið eru uppi og konur hafa lítil pólitísk völd þá er það nákvæmlega þetta sem að gerist. Það sorglega er að Japan er enn aftar á merinni en Bandaríkin í þessum málum.

Að lokum langar mig að minnast lítillega á kenningu sem er uppi meðal þeirra sem hafa skoðað fjölda fóstureyðinga og fæðingartíðni út frá social og gender stúdíunni. Hún hljómar einhvern veginn svona: Þegar staða kvenna er í ákveðnu millibilsástandi, þegar konur hafa öðlast aukin réttindi, bæði lagaleg og í samfélaginu, en mæta enn nokkurri andstöðu íhaldssamra afla í samfélaginu kemur oft sú staða upp að konur verða að velja á milli þess hvort þær ætla að verða "karrier kvinde" eða heimavinnandi. Þá velja að sjálfsögðu margar að mennta sig og skapa sér starfsframa og á móti eignast þá ekki börn eða fresta barneignum. Þar með er ekki sjálfgefið að þessar konur lifi klausturlífi og hækkar það fóstureyðingartíðni en að sama skapi hrynur fæðingartíðnin umtalsvert.

Ítalía og Spánn eru nefnd sem ein bestu dæmin um lönd sem er í þessum sporum enda fæðingartíðnin þar komin niður í 1,26 barn per konu. Aðeins nokkur Austur-Evrópuríki er með lægri fæðingartíðni en þar eru það efnahagsaðstæður sem spila mest inn í (Singapore er reyndar líka með lægri fæðingartíðni). Japan er litlu ofar á listanum með 1,38 börn per konu (tölur: World Fact Book).

Þessi þróun er sögð hafa átt sér stað í Bandaríkjunum (og mörgum V-Evrópulöndum) í kringum 1980. Eftir mörg mögur ár fór fæðingartíðnin aftur upp og fóstureyðingum fækkaði (reyndar spilar stóran þátt þar baráttan gegn fóstureyðingum í BNA).
Þegar konum er gert auðveldara að samþætta barneignir og vinnu á það að rétta úr þessari þróun. Það er að hluta til umdeilanlegt. Það er því spurning hvort þessi fóstureyðingartíðni segi ekki sína sögu um stöðu japanskra kvenna.

Að lokum bendi ég áhugasömum um frekara lesefni á þetta.

ps.
Flest hér að ofan er skrifað eftir minni, sé annað ekki tekið fram og skal taka allar staðreyndir með þeim fyrirvara.

Posted by: Ágúst at 29.11.03 18:38

B.t.w. er það með ráðum gert, Svan, að minnast alltaf á einhver atriði sem ég bókstaflega VERÐ að tjá mig um? :)

Posted by: Ágúst at 29.11.03 18:39

Ég næstum gleymdi.

Skv. skýrslu sem forsætisráðherra Japans lét gera 1999 um jafnrétti kynjanna segir að fóstureyðingatíðni (fóstureyðingar/[fóstureyðingar+fæðingar]) sé 22,1% árið 1997 (sem skv. þessu sem Bendt sagði hefði átt að vera 50-60%).

Sjá nánar hér.

Posted by: Ágúst at 29.11.03 18:46
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?