nóvember 29, 2003

Jólagjafainnkaup

Jæja, þá er ég búinn að kaupa tvær jólagjafir. Ég á reyndar erfiðustu gjöfina eftir, hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gefa mömmu. Býst við að redda restinni í næstu viku.

Fórum til Sapporo ég og Bendt. Ég held ég hafi eytt alltof miklu. Eiginlega meira en "held", ég eyddi alltof miklu. Kominn tími til að spara. Keypti mér föt, diska, dvd myndir og svo eina frekar dýra jólagjöf, samtals var þetta um 70.000 yen. Það er dáldið of mikið fyrir fátækann námsmann. Það lítur út fyrir að ég þurfi að lifa á núðlum út þennan mánuð, but I do that anyways þannig það reddast svo sem.

Svan

Svan skrifaði 29.11.03 13:47
Comments

Svan minn,
Ekki hafa áhyggjur af mér, mér þætti samt gaman að fá eitthvað japanskt, t.d. náttföt......
mamma :)

Posted by: Svala at 06.12.03 08:10
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?