Á mánudögum er leikfimi. Þetta eru án efa undarlegustu tímarnir í vikunni. Hópnum er skipt í þrennt, fyrsta lagi þeir sem eru í badmintoni, öðru lagi þeir sem eru í borðtennis og svo restin sem er í hinum ýmsu boltaleikjum. Ég og Bendt erum í badmintoni, eftir að Hemmi smitaði okkur (amk mig) í fyrrahaust.
Kennarinn okkar er minnsti kall í heimi, hann er vel undir einn og fimmtíu og er alltaf með níþröngu jogging buxurnar sínar ofan í sokkunum og girtar uppfyrir nafla. Eftir upphitun, sem ég btw verð að taka vídjó af einhverntíman því hún er alveg hilarious, þá lét hann okkur spila maður á mann fyrir framan alla tvö og tvö í einu. Hann flokkaði okkur niður svo niður eftir getu. Við erum alltaf í svona vestum með númerum á svo hann þurfi ekki að muna nöfnin okkar, en það vitlausa er að númerin eru random eftir tímum þannig ég næ ekki alveg pointinu. Anywho þá miðað við númerin þá sáum við að ég og Imke ættum að spila saman. Hún spurði mig hvort ég væri góður, og ég náttla hógværðin uppmáluð sagði "nah, I suck big time". Þetta fannst öllum voðalega fyndið í kringum okkur. Svo þegar það kom að leiknum þá gekk mér svo vel að ég vann 5-0 eftir rétt rúma mínútu og bjargaði öllum boltum og var bara að standa mig fáránlega vel, mikið betur heldur en ég er í raun og veru góður. Svo setti kennarinn mig í "beginners class", þar sem ég á í raun og veru að vera og öllum fannst þetta alveg svakalega hneykslanlegt sérstaklega miðað við hvernig mér gekk.
Bendt, Jason, André og Jessie voru settir í Middle class. Woo var settur í beginners þrátt f. að hann sé mjög góður.
Svo áttum við að spila innbyrðis leiki innan hópsins sem við vorum í. Stelpan sem ég spilaði fyrst á móti var langsamlega minnst af öllum í hópnum og var með genuine hræðslusvip að lenda á móti mér, þar sem mér gekk svo vel þegar ég var að spila fyrir framan alla. Hún rústaði mér. Illilega. Næsti leikur, spilaði á móti Woo, sem er án efa sé besti í beginners class, jú ég skíttapaði líka.
Dáldið fyndið. Allir að undrast á því að ég skyldi hafa verið settur í beginners class og svo skíttapaði ég báðum leikjunum mínum í dag :þ
Svan
Svan skrifaði 01.12.03 07:48Woo!
Posted by: bendt at 01.12.03 14:24Sumimasen, búinn að laga þetta :)
Posted by: Svan at 01.12.03 15:38Who's at third base? Woo! Who? Woo's at third base! Who?...
Posted by: Svan at 01.12.03 17:31Ray, you're never gonna solve it. It's not a riddle because Woo is on first base. That's a joke, Ray, it's comedy, but when you do it you're not funny. You're like the comedy of Abbott and Abbott.
Posted by: Charlie at 01.12.03 19:01