Þá er ég búinn að missa 7 kíló í heildina síðan ég kom hingað, og ég mældi það með hálfskílóa naflahringnum mínum sem ég fékk mér um daginn.
Ég er líka farinn að borða nánast ekki neitt. Mikið minni skammtar af mat, enda er maginn á mér orðinn frekar lítill.
Svan
Svan skrifaði 01.12.03 18:17Svona er að losna við kolvetnafíknina ;)
Vonandi samt að þín "týndu" kíló séu aðallega spik. Þegar ég missti öll mín kíló í sumar var stór hluti af því vöðvar. Ekki sniðugt. Breyttist úr myndarlegum (þykkum) karlmanni í grannan aumingja :þ
Posted by: Ágúst at 01.12.03 18:59Ég mæli eindregið með að þú skrifir bók um 'Japanska-megrunarkúrinn' og seljir hana í Ameríku og verðir milljónamæringur.
Posted by: Vera at 02.12.03 12:38Ég missti allan vöðvamassa fyrir löngu síðan. Vaknaði upp við það einn daginn að þessir svokölluðu magavöðvar sem ég var búnað safna með íþróttaiðkun voru orðnir að bjórvömb. Þannig ég hætti að drekka gos og drakk bara þeim mun meiri bjór í staðinn og voila, kílóin fjúka.
Posted by: Svan at 02.12.03 12:41Gos er verkfæri andskotans ;)
Búinn að vera "clean" í sex mánuði núna. Smá cold turkey í upphafi en trúið mér, þegar maður hættir að drekka kaffi um leið og maður köttar á sinn daglega 2 ltr. Pepsi Max skammt þá er alveg magnað að maður hættir að finna fyrir gosþorsta eftir 2-3 daga en kaffið... úff, höfuðverkur, magaverkur, pirringur, manni var heitt og kalt til skiptis og geðsveiflurnar... úff, það var erfið viku :) Fór að drekka kaffi eftir þá viku en hef minnkað magnið (en aukið gæðin). En gos býr í fortíðinni amma, líkt og skáldið orti.
Koffínfíknin er samt enn í góðu glensi, fæ bara skammtinn minn í gegnum kaffi, enda miklu hollara en allt þetta gos sem maður var að drekka, bara til að fá þetta smá koffin sem var í því. Svo er gos ekki einu sinni gott (nema sódavatn sem ég drekk mikið af).
Posted by: Ég heiti Ágúst og ég er koffínfíkill at 02.12.03 13:36