Blue grass. Neibb, ég er ekki að tala um tónlistarstefnuna. Ég er að tala um að í japönsku til forna var ekki gerður greinarmunur á bláum og grænum. Það er ekki fyrr en í seinni tíð að orðið "Midori" var búið til sem þýðir grænn. Japanir nota actually orðið "aoi" (sem þýðir "blár") yfir gras. Einnig yfir umferðaljós. Mér finnst þetta vera alveg magnað. Að fækka litunum um einn myndi ábyggilega gera litblindum auðveldara fyrir.
(ég varð að koma litblindubrandara inn í þetta. En af einskærra góðmennsku minni þá setti ég ekki hinn venjulega link sem er alltaf settur á litblindubrandara).
Svan
Svan skrifaði 02.12.03 12:26Vá en merkilegt. Kannski eru allir japanir bara 'litblindir' og sjá minni mun á grænum og bláum en við.
Eða þeir miða allt út frá frumlitunum en þá væru væntanlega ekki til litirnir fjólublár og appelsínugulur, svona í stíl við skortinn á græna litnum!?!
Ég var einmitt að pæla um daginn hvað það væri gaman ef einhver myndi allt í einu finna upp á NÝJUM litum :P mér líst ekkert á að fækka þeim samt ;)
Posted by: Rainbow-Vera at 02.12.03 12:36Fækkum draslinu. Rauður brúnn og grænn eiga vera einn og sami liturinn.
Strumpakveðjur :)
Posted by: Strumpurinn at 02.12.03 12:38Merkilegt hvað það er endalaust mikið til af litblindubröndurum.
Ætli það hafi einhver áhrif á litblindubrandaranotkun og tilbúning að þekkja Þóri?
Hmm. :þ
Posted by: Sibs at 04.12.03 16:14