desember 02, 2003

Ein smá spurning

Hver er að ykkar mati besti tónlistarmaður/hljómsveit síðasta áratugar (90-99)? Endilega svariði í commentakerfinu. Mitt atkvæði fer til Radiohead.

Svan

Svan skrifaði 02.12.03 15:49
Comments

Britney Spears:)

Posted by: hs at 02.12.03 16:41

engin spurning... radiohead

Posted by: Dussy at 02.12.03 17:36

Dr. Dre og Ace of Bace.

Djók!

Posted by: Ágúst at 02.12.03 17:54

Pearl Jam

Posted by: vjg at 02.12.03 18:49

augljóslega muse

Posted by: muse at 02.12.03 20:03

Haddaway... What is love er óneitanlega hápunktur tíunda áratugarins.

ætli það yrði nú samt ekki Radiohead.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 02.12.03 21:05

Íslendingar telja síðan held ég 91 - 00 þ.e. fyrsta ár síðasta áratugar 91... man fólk kannski eftir deilunum 1999/2000 og 2000/2001.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 02.12.03 21:07

Roxette. Ekki nokkur spurning. Leiðinlegt að vísu hvað dregið hefur úr kraftinum í útgáfu sveitarinnar í seinni tíð, en þó ágætis músík á nýjustu plötunni. Það er nú samt í öllu falli eitthvað annað en útbrunnið-og-löngu-hætt-að-vera-kúl band eins og Radiohead, sem átti allt í lagi early 90s works (lesist: Creep er fínt lag en þeir gerðu ekkert annað merkilegt á plötunum sínum '93 og '95), toppaði svo með OK Computer (1997) sem var auðvitað frábær plata (eina frábæra platan þeirra), og þeir fá alveg mörg stig fyrir hana, en hefur ekkert gefið út nema algjört sorp síðan þá. Það er ekki oft sem maður saknar megabæta sem fara í að downloada mp3 fælum en svona sleikjum-upp-smekk-smekklausra-gagnrýnenda músík er svo leiðinleg að ég mæli með því að eiga OKC á disk og sleppa svo bara hinu ruslinu. Allir góðir menn verða aftur á móti að eignast efni frá Roxette eins og t.d. snilldina á Joyride (1991) og Tourism (1992) svo tekið sé örlítið dæmi af frábærum tónsmíðum hinnar ofurgóðu hljómsveitar. Nokkurn veginn allt sem Roxette gefur út er gott.

Posted by: Anton at 03.12.03 01:15

norske VAMP.. einginn spurning.

Posted by: halla frænka at 03.12.03 06:14

Þar sem fólk virðist vera að segja hug sinn án nokkurra áhyggna um að verða síðar aðhlátursefni á götum úti, ætla ég að gera slíkt hið sama.

Freaky Realistic. Ekki bara tónlist, heldur lífsmáti líka :p

Posted by: Sibs at 03.12.03 10:01

Ég veit eiginlega ekki af hverju ég skrifaði 90-99, þar sem ég barðist einstaklega hart fyrir því að halda upp á áramótin 2000-2001 á sínum tíma. Já og Anton, það er nokkuð ljóst að þú hefur ekki hlustað á "The Bends" ef þú telur að Útvarpshaus hefur ekki gert neitt nema Creep og OK. Þrátt fyrir að ég tek lítið mark á topp listum þá er ég nokkðu sammála þessum að því leiti að Bends er 52 sætum ofar heldur en OK.

Posted by: Svan at 03.12.03 10:36

The Bends er eina góða pata Radiohead. Restin er einfaldlega til þess ætlað að ýta fólki fram af brún geðveiki og þunglyndis. Dave Matthews band er tvímælalaust besta band 10. áratugarins og eru ekki hættir.

Posted by: Jóhann at 03.12.03 13:56

Já. Það er alveg magnað hvað Svan getur verið svo metnaðarfullur í tónlistarsmekk sínum að hann lætur sér fátt um finnast þó hann verði aðhlátursefni á götum úti. Og sma innskot: þunglyndi og geðveiki þarf alls ekki að vera neikvæður partur af tónlist þó að auðvitað sé hægt að klúðra því eins og öllu öðru. En maður verður svosem að fyrirgefa þér þröngsýnina eins og venjulega Svan. Þú hefur sjálfsagt ekki hlustað mikið á öll þau frábæru lög sem Roxette hefur sent frá sér í gegnum tíðina. Við tökum kannski svona gott Roxette/Radiohead party einhvern tíma og hlustum á "The Bends" og "Joyride" til að bera þessa músík saman og stúdera.

Posted by: Anton at 03.12.03 14:07

Ég var ekki að gera lítið úr vali þínu á Roxette sem besta bandi áratugarins (þrátt fyrir að það megi svo sem alveg gera það þar sem þú ert klárlega heilum áratug of seinn með þetta val þitt). Ég var hinsvegar að skjóta á fáfræði þína með Radiohead, sem er augljóslega töluverð því ef þú segir að þeir hafi ekki gert rassgat f. utan OK og Creep þá hefurðu einfaldlega ekki hlustað á the Bends. Mér er sama hvort tónlistin höfði til þín eða ekki, þú hlýtur að viðurkenna þetta sem gæðatónlist.

Bends hefur einni elst töluvert betur heldur en OK.

Posted by: Svan at 03.12.03 17:04

Suede er tvímælalaust besta band tíunda áratugarins.

Posted by: Unnur at 04.12.03 14:18

Ég er sammála eiganda síðunnar um það að Radihead sé besta hljómsveit 10 áratugarins. Platan The Bends tel ég vera þeirra bestu plötu og hún kom einmitt út á þessum áratugi. Einnig tel ég að Ok Computer sé eitt það besta sem fram kom á þessum áratug. Lagið Creep sem einhver nefndi hér áðan verður seint talið eitt af þeirra bestu verkum og er greinilegt að viðkomandi hefur ekki mikið hlustað á verk þessa bands. Þeir sjálfir þola ekki þetta lag. Auk þess að semja góðar plötur þá er Radiohead besta tónleika grúppa sem ég hef séð. Var einmitt á tónleikum með þeim síðastliðin mánudag í Aberdeen og voru þeir hreint út sagt stórkoslegir. Ég hef bæði séð Muse og Foo Fighters og hvorugt þeirra banda, þó þau séu góða á tónleikum, kemst með tærnar þar sem Radiohead hefur hælana.
Ný diskur Radiohead er líka alger snilld, þó svo að hann komi að sjálfsögðu ekki inná mat mitt á bestu hljómsveit 10 áratugarins.

Posted by: Hólmar at 04.12.03 19:46
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?