Ég held að ég hafi overdose-að kanana af breskum húmor. Tengdi lappann minn við imbann inn í lounge-i og sýndi 2 þætti af annarri seríu af blackadder og færði mig svo í fjórðu seríu og sýndi fyrstu tvo. Þeim fannst þetta reyndar vera ótrúlega fyndið, en hlógu eiginlega alltaf á röngum moment-um. Buddy fann sér tvær pickup línur í þessum þáttum sem hann ætlar actually að nota, þar á meðal þessa sem ég setti í fyrirsögnina (allt nema endann).
Blackadder er viðbjóðslega fyndinn. Ég held ég bíði samt aðeins með að sýna Jeeves and Wooster.
Svan
Svan skrifaði 06.12.03 17:17Þú byrjaðir á kolvitlausum enda... átt að byrja á einhverju eins og Coupling sem er svona skyldara bandarískum húmor... svo vinnuru þig bara smám saman inn í hardcore blackadder.
Ekki byrja í djúplauginn... kananir drukna bara.
Strumpakveðjur :)
Posted by: Strumpurinn at 06.12.03 18:28Coupling skylt bandarískum húmor? Svo skylt að það þurfti að skrifa þættina upp á nýtt, algjörlega frá grunni þegar þeir voru færðir yfir í bandarískt sjónvarp. Aukinheldur þurfti að hreinsa út allt það fyndnasta í þáttunum (t.d. unflushables) og Jeff fær ekki að segja helminginn af því sem hann segir í bresku seríunni því Kanarnir fengju hland fyrir hjartað að heyra slíkan dónaskap.
Posted by: Ágúst at 06.12.03 18:34Hann er samt margfalt nær bandarískum húmor (augljós tengsl (ekki mikil) við friends, t.d.) heldur en Blackadder. Kananir gætu tengt sig á einhvern smá hátt við Coupling. En ættu ekkert í Blackadder.
Strumpakveðjur :)
Posted by: Strumpurinn at 06.12.03 18:36Já, ég ætlaði einmitt að koma inn á það að þegar ég skrifaði þetta áðan var King of Queens í sjónvarpinu, sem er víst sífellt að auka við sig vinsældir í Ameríkunni. Svo ef ég hefði skipt yfir á Stöð 2 hefði ég séð endursýningu á Friends, ó hve viðeigandi. Semi-froðukenndur og þægilega fyrirsjáanlegur húmor upp til hópa, sem krefst ekki of mikils af áhorfandanum.
Sem hrokafullur Evrópubúi ætla ég því að draga af því þá ályktun að þessum Könum sem ekki viðbjargandi og því sé þetta tímaeyðsla all together hjá Svan hinum unga að reyna að kenna þeim gott að meta :-þ
Jæja, best að fara að horfa á Woody Allen myndina sem ég tók úti á leigu*.
* Já, ég veit að W.A. er bandarískur en nei, hann er ekki með bandarískan húmor :-þ
Posted by: Ágúst at 06.12.03 19:25B.t.w. hvenær var það ákveðið að öll "rifrildi" okkar Þóris færu fram á síðunni hans Svans?
Posted by: Ágúst at 06.12.03 19:30Svan er svona Sviss bloggheimsins. Stórveldi netheima geta komið hér í kommentakerfið hjá Svan og gert út um deilur sínar á friðsamlegan hátt....
reyndar nær hann ekki alveg stöðu Sviss fyrr en www.jonsvan.com kemur upp, en það er víst einhver bið í það sökum leti og webcam sýki hjá Svan.
Strumpakveðjur :)
Posted by: Strumpurinn at 06.12.03 22:25Ég myndi nú frekar skrifa þetta á ástsýki heldur en webcam sýki. Ég þarf að fá minn daglega skammt af stelpunni minni, annars fúnkera ég ekkert yfir daginn. Plús allt annað sem ég hef að gera þá hef ég einfaldlega ekki haft tíma.
Posted by: Svan at 07.12.03 05:05Aftur að bloggfærslunni:
Hver er annars hin Pick-up línan?
Ég ætla að vona að það sé ekki önnur af þessum...
----------
Am I pleased to see you or did I just put a canoe in my pocket? Down, boy, down!
----------
This place smells worse than a pair of armored trousers after the hundred year war. Have you been eating dung again?