Var að láta millifæra á mig pening á japanska bankareikninginn minn frá reikningnum mínum heima. Var búnað gleyma því og svo fékk ég sent heim til mín svona blaðsnepil á japönsku að sjálfsögðu með tölunni 142.000 yen á, og ég hélt að það væri reikningur. Fékk frekar mikið sjokk. Þar sem ég venjulega skil ekki neitt hvað stendur í þessum reikningum því þeir eru jú á japönsku þá bara venjulega segi ég ekki neitt og borga bara brosandi (okei, segjum ekki brosandi...bit of an overstatement).
Svan
Svan skrifaði 06.12.03 17:26