Keypti mér snjóskó í Wing Bay í fyrradag á 3000 yen. Ég býst reyndar við því að þeir endist jafnlengi eins og að skór fyrir 3000 yen eiga að endast, kannski út mánuðinn. Sibbu fannst þetta vera hryllilega ljótir skór, en þeir eru með svona psuedo broddum undir þannig ég er ekki á rassgatinu þegar ég er að labba niður þessa djöskotans brekku sem ég bý í.
Mér finnst það dáldið magnað að göturnar hérna eru ekki ruddar. Leigubílar komast til dæmis ekki lengur heim til okkar, heldur reyna og reyna að komast upp og henda okkur svo út þegar þeir eru orðnir sáttir við upphæðina á mælinum. Svo var næstum keyrt yfir myndavélina mína í dag. Sem var áhugavert.
Svan
Svan skrifaði 07.12.03 14:43Japanir eru bara ruddar að vilja ekki ryðja göturnar. Ef þeir gerðu það þá þyrftirðu ekki að vera í svona ljótum skóm.
Posted by: Sibs at 07.12.03 19:20Hvernig væri svo að setja inn mynd af ljótu skónum ? :P
Posted by: Vera at 09.12.03 01:58Nooooooooooooooooowh! Það væri glæpur gegn mannkyninu (þeim hluta sem hefur vit á skóm það er).
:þ
Posted by: Sibs at 09.12.03 12:21