desember 13, 2003

Partýskipulagning

Ég og Bendt höfum verið að skipuleggja partý sem á að halda í kvöld undanfarna daga. Bjuggum til sangríu á miðvikudaginn og létum hana standa úti á svölum hjá mér í 3 daga áður en við blönduðum sódavatninu út í. Hún bragðaðist bara mjög vel. Svo leigðum við diskóljós og Bendt var að ljúka við að tape-a litaðan sellófan yfir ljósin (reyndar dáldið of ljós) í þann mund sem fólkið byrjaði að týnast inn.

Held að þetta eigi eftir að vera ágætis kvöld :)

Svan

Svan skrifaði 13.12.03 11:46
Comments

fyrirgefðu en hvað er sangría

Posted by: hemmis at 13.12.03 13:40

Rauðvín, vodki(eða romm eða koníak eða gin eða bara allt af þessu), tonn af ávöxtum og sódavatn. Fínasti mjöður.

Posted by: Svan at 13.12.03 13:53
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?