Fórum í keilu í gær. Borguðum 1500 yen fyrir fjóra leiki, kvöldmat, all you can drink (hvaða drykk sem er) og rútu til að keyra okkur á milli staða. Fínasti díll það. Ég, Park og einhver stelpa sem ég þekki ekki neitt lentum saman á braut. Fyrsti leikuinn var dáldið skrautlegur. Park fyrstur, svo ég og svo stelpan. Hún byrjaði í á því að fá feykju og skríkti einhver ósköp. Næsta umferð, fella. Næsta umferð, fella. Næsta umferð, fella. Næsta umferð, fella. Hún endaði á því að ná 7 fellum, 2 feykjum og einni níu minnir mig og fékk 225 stig. Ég hef aldrei séð jafn góðan keiluspilara. Fór svo að fá mér eitthvað að drekka úr einum sjálfsalanum og sé myndir af henni upp á vegg haldandi á bikurum. Veggurinn var eiginlega þakinn myndum af henni að taka á móti verðlaunum. Já hún var góð. Hún var virkilega fúl yfir því að fá 212 stig í seinni leiknum.
Woo var á næstu braut og var hann með tveimur gömlum konum á braut. Þær voru virkilega fyndnar. Köstuðu rosalega hægt með miklum snúning og voru mjög mjög góðar. Náðu svona um 170-190 stigum. Ég, Park og Woo vorum ekki nærri því eins góðir. Ég lenti samt í þriðja sæti yfir alla skiptinemana og fékk vekjaraklukku/reiknivél/worldclock í verðlaun og svona ferðakit (tannbursta, ljóta inniskó, greiðu, drasl til að spenna yfir augun og eitthvað þannig).
Fínasti dagur í gær.
Svan
Svan skrifaði 15.12.03 03:25