desember 15, 2003

And a very xmas to you too

Er að fara til Sapporo í dag með Anne til að klára jólagjafakaupin. Er orðinn dáldið seinn í því sérstaklega þar sem ég þarf að senda þetta þvert yfir hnöttinn.

Svan

Svan skrifaði 15.12.03 03:29
Comments

Ég held satt að segja að þú sért brunninn á tíma með sendinguna heim. Held að deadlinið h+éðan hafi verið 3 des.

sbr. http://www.islandspostur.is/haht/vefur/Frettir/Allt_um_jolin.html#1

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 15.12.03 17:38

Bendt sendi í gær og það á víst að koma heim eftir viku. Ég ætla að senda á morgun. Er með sérstakan gjafapakkara heima :) Það er ekki það að ég sé það latur að ég geti ekki pakkað gjöfunum mínum sjálfur, það er bara það að það er dáldið erfitt að finna jólagjafapappír þar sem þeir gefa almennt ekki gjafir.

Posted by: Svan at 15.12.03 18:25

Svo er alltaf FedEx hentugt þegar menn eru á allra síðustu stundu.

FedEx eru svolítið fyndnir að því leyti að þeir senda pakkann/umslagið manns til minimum 3ja heimsálfa áður en þeir koma honum á áfangastað (á réttum tíma samt).

Ég sendi tvisvar umslag til Mið-Austurlanda í vor og það fór að sjálfsögðu stystu leið:
1. Hafnarfjörður (skrifstofa FedEx)
2. Keflavíkurflugvöllur
3. Boston
4. New York
5. Memphis (höfuðstöðvar FedEx)
6. Boston
7. Mið-England (miðstöð FedEx)
8. London (miðstöð FedEx)
9. Cairo

Hvernig þeir fengu það út að stysta leiðin til Cairo frá Íslandi væri í gegnum Memphis veit ég ekki :)

Japan-Ísland gæti því mjög líklega litið svona út:
1. Sapparo
2. Tokyo
3. L.A.
4. Memphis
5. Boston
6. Mið-England
7. London
8. Kaupmannahöfn
9. Keflavík
10. Hafnarfjörður (FedEx, Íslandi)
11. [áfangastaður]

...nema auðvitað að þetta færi í gegnum Ástralíu, til að ná fjórðu heimsálfunni.

Miðað við öll þessi ferðalög þá er ekkert svo rosalega dýrt að senda með FedEx. Verst að maður fái enga flugpunkta.

Posted by: Ágúst at 15.12.03 18:45
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?