Jæja, í dag er ég búinn að vera hérna í þrjá mánuði. Þetta er síðasta vikan í skólanum fyrir vetrarfrí en svo eru um þrjár vikur í janúar og svo próf. Vorfríinu mínu ætla ég að eyða á klakanum. Svo er seinni önnin rétt tæpir fjórir mánuðir.
Overall þá er ég búinn að hafa það mjög fínt hérna. Það er ýmislegt heima sem ég sakna og á erfitt með að vera án, en spjara mig fínt :) Ég er reyndar mikið heimakærari en ég bjóst við, satt að segja þá kom það mér dáldið á óvart sjálfum.
Núna fara hinir og þessir vinir mínir að tygja sig heim eða eitthvert í nágrannalöndin til að geta eitt jólunum með fjölskyldum sínum, mökum eða vinum. Anne og André þar á meðal. Anne fer á fimmtudaginn og André á laugardaginn. Þau verða bæði í þrjár vikur. Það mun verða frekar furðulegt að hafa þau ekki, sérstaklega Anne. Svo ætlar einn kaninn actually að fara til Þýskalands í jólafríinu bara svona til að ferðast, fannst það vera voðalega lógískur staður til að fara til frá Japan.
Annars virðist fólkið fyrst núna eitthvað að fara að draga sig saman hérna :þ Dáldið seint finnst mér, sérstaklega þegar fólk er að fara að láta sig hverfa í einhvern tíma yfir jólafríið. Það verður spennandi að fylgjast með. Ég þakka að minnsta kosti guði fyrir það að veggirnir séu ekki svipaðir og þeir eru í six pökkunum á Bifröst því svo virðist sem að ég sé komin með pör sitthvoru megin við mig.
Svan
Svan skrifaði 16.12.03 16:20Uhh... er ekki einmitt Bendt við hliðina á þér með herbergi?.... me is legging tvo og tvo saman...
Strumpakveðjur :)
Posted by: Strumpurinn at 16.12.03 18:13neibb, hann er langt langt langt frá mér. Ég er 112 hann er 103.
Posted by: Svan at 16.12.03 18:41