Japanskt sjónvarp er fyndið. Mjög fyndið eiginlega. Ég sá þátt um daginn sem var þannig að pör fóru saman í þáttinn, en þá höfðu þáttastjórnendurnir verið að leggja gildrur fyrir karlinn til að testa hvort sambandið sé að fara standast. Sem sagt gullfallegar gellur að bjóða honum hitt og þetta og myndavélar að njósna um hvernig hann stendur sig. Svo eru myndbrot sýnd eitt og eitt og strákgreyið hefur svona takka fyrir framan sig sem hann getur ýtt á til að láta þá ekki sýna meira og þar með viðurkenna að hann hafi verið að halda framhjá.
Snilldar sjónvarpsefni.
Svo í hvert skipti sem einhver segir eitthvað fyndið þá er það skrifað stórum stöfum og sett neðst á skjáinn með fullt af upphrópunarmerkjum. Sem væri dáldið pirrandi ef maður skyldi tungumálið fullkomnlega, en þar sem ég skil það ekki þá er þetta fínt því þá fæ ég sjens á því að lesa og æfa mig :þ
Svan
Svan skrifaði 17.12.03 16:31