Þá erum við komin í jólafrí. Eða réttara sagt vetrarfrí. Vá hvað það er vont að splitta upp önninni svona hrikalega. Líklega á ég eftir að tapa öllu því sem ég er búnað læra í vetur á þessum þrem vikum, þarf að leggja heví mikið á mig til að ná því aftur upp í byrjun janúar, eingöngu til að falla á tíma hvað varðar þessar tvær ritgerðir mínar.
Stress og áhyggjur.
Svo er ég ekkert að fatta að það séu að koma jól. Bara alls ekki. Það er ekki haldið upp á jólin hérna almennilega og hvergi jólaskraut né jólatónlist spiluð. Við ætlum reyndar að halda þau hátíðleg skiptinemarnir hérna halda matarboð og svona, en samt ekkert í námunda við það sem er heima.
Ég áttaði mig eiginlega mest á því að það væri að koma jól þegar ég leigði dvd myndirnar um daginn því að það var viku skilafrestur og ég mátti hafa þær þangað til 23 desember. Þá poppaði það upp í hausinn á mér að það væri um vika í jól. Jamm, ég er í það miklu jólaskapi.
Svan
Svan skrifaði 18.12.03 20:17