Aftur á móti var mér boðið í afmæli á föstudaginn, grillveislu á föstudaginn, tvær grillveislur á laugardaginn og svo á humarhátíð í Höfn. Það verður sem sagt auðvelt að finna sér eitthvað að gera næstu helgi.
Að maður skuli vera með næstu helgi gersamlega planaða á mánudegi finnst mér alveg hrikalegt.
Svan
Það rættist ágætlega úr þessu kvöldi á laugardaginn. Ég var fyrsti strákurinn sem mætti á þetta reunion og það klukkutíma of seint, en flestar stelpurnar voru mættar. Það var mun minna af catching up heldur en ég bjóst við því að það höfðu allir meira og minna haldið sambandi við hvorn annan, nema ég :þ
Seinni part kvöldins þá var ég yfirheyrður af einni bekkjarsystur minni fyrir að hafa sagt við hana fyrir þremur árum(!) að hún væri "snobbuð og uppfull af sjálfri sér". Hún vildi fá að vita af hverju ég sagði þetta og vildi leiðrétta þennan misskilning. Ég náttla laug af mér rassgatið til að útskýra af hverju ég sagði þetta, en þessi yfirheyrsla tók samt næstum því klukkutíma og var mér ekki hleypt úr eldhúsinu allan tímann.
Svo var farið niðrí bæ og farið á Sólon/22/aftur á Sólon. Endaði á því að fara heim klukkan 8, sem passaði ágætlega því að ég var lyklalaus og foreldrar mínir nývaknaðir :)
Svan
...með því að pabbi, Ívar og Steini tala um hvernig "forgjafarsvindlari" vann eitthvert golfmótið um helgina.
Svan
Matarboð heima, snilldar humar, fajitast, bjór, vín og með því, snilldin ein! Svo er ég að fara til Gústa að horfa á fyrstu Black Adder seríuna (eða amk hluta af henni) á dvd með honum og Aha fan-inum. Svo er það mosfellbærinn í partý heim til Elvu gellu þar sem sjötti dé úr verzló ætlar að hittast (a.m.k. stór hluti hans).
Er búinn að vera að berjast við að redda mér fari í allan dag til og frá mosó og mér tókst það :) Yahoo!
Svan
Var að grúska í gegnum nærfataskápinn minn í gær, sá þar par sem ég hafði aldrei séð áður (s.s. væntanlega ákvað móðir mín að kaupa það) og ætlaði mér að fara í það, en hætti snögglega við. Utan á þessu var svona mynd af tveimur kanínum að kyssast með svona þrjú hjörtu fljótandi fyrir ofan þau, voða dúlló eitthvað og á hinni skálminni stendur "you are my valentine".
Til að toppa þetta endanlega stendur stórum stöfum efst á þeim "Funderwear". Varla ætlast hún til að ég gangi í þessu?????
Ég laumaði þessu í nærfataskúffuna hans pabba, dauðhlakka til að sjá svipinn á honum þegar hann skoðar þetta :)
Svan
...þegar ég er kallaður "Svanur".
Svan
Frænka mín frá Noregi, sem vinnur í banka, er í heimsókn og verður á landinu í 3 vikur. M&P eru búin að lána henni og familíu bílinn hennar Dússý (spurning hvort Dússý veit af því :p). Hún var að segja mér það að í hverju hádegi í vinnunni hjá sér þá prenti hún út nýjustu færslunar á blogginu mínu og þýði þær hana handa bankastjóranum og nokkrum vel völdum starfsmönnum. Svo lofaði hún að taka mynd af mér til að sýna öllum starfsmönnunum skrýtna frænda sinn frá Íslandi.
Ástæðan fyrir þessum áhuga er frá því að ég fellti gömlu konuna ofan í skúringavatnið þegar ég var að fara í skrifstofu alþingis þarna um árið og það fannst öllum það svo fyndið í bankanum.
Svan
Ef þetta er ekki einn flottasti kvenmaður sem ég hef séð á ævinni þá veit ég ekki hvað!
Svan
Núna hefur verið að ganga mynd af þessum gæja sem var böstaður með barnaklámið inn á tölvunni sinni og svo líka, nafn, heimilisfang og kennitala. Mér finnst þetta ekki vera eðlilegt. Hvað er fólk að fá út úr því að vita þetta? Kannski mögulega næstu nágrannar, en þar sem við búum ekki við sömu lög og eru sumstaðar í uppáhaldslögregluríkinu okkar, bandaríkjunum, þar sem menn sem hafa fengið dóm tengdan misnotkun á börnum þurfa að spyrja alla íbúana leyfis (eða a.m.k. að láta þá vita) áður en þeir geta flutt inn í hverfið þá finnst mér það óþarfi líka.
Fólk er svo endalaust miklir slúðurberar og ófarir annarra eru það skemmtilegasta sem margir vita. Ég er ekki búinn að fá þennan meil og vil það ekki, og ef ég fæ hann þá sendi ég hann ekki áfram, ekki sjens.
Svan
Það var frekar spúkí að horfa á leik Kamerúna og Kólumbíu þar sem að einn Kamerún mannanna hneig niður meðvitundarlaus í miðjum seinni hálfleik og vaknaði bara ekki aftur. Maður vissi ekki fyrr en í morgun að hann hefði dáið.
Frekar spúkí.
Svan
Fór á phone booth með Þóri í gær og á myndinni hittum við Völu og Birgittu.
Myndin var vægast sagt góð og mæli ég með henni. Þórir skammaði mig og Birgittu fyrir að hafa eyðilagt myndina með því að segja hver það væri sem léki vonda kallinn, en það var svo bloody obvious að það hálfa væri nóg, þannig ég vorkenni honum ekki neitt.
Svan
Það er stórhættulegt að lifa heilsusamlegu líferni, eins og þessi saga segir okkur :)
Svan
Fór í nýju apple búðina í dag og keypti mér mini útvarpssendi sem ég get fest á iPodinn minn og stillt á e-a bylgjulengd og stillt svo útvarpið í bílnum mínum á sömu bylgjulengd og spilað iPodinn minn í bílgræjunum :)
Jei!
Svan
Er eftirfarandi merki um að maður hefur farið óþarflega oft á einhvern veitingastað:
1. Þegar þú kemur inn, þá vinkar eigandinn þér og blikkar öðru auganu.
2. Yfirþjónninn gerir sér sérstaka ferð þvert yfir matsalinn til þess eins að bjóða þér góðan daginn.
3. Afgreiðslufólkið heilsar manni með: "Velkominn aftur"
Svan
Ég og Bendt erum núna að reyna að komast að því hvenær við eigum að fara út, en við vitum að við eigum að vera mættir þann 17. september í eitthvað námskeið/ferðalag. Við erum að spá í að reyna að fara út þann 14. eða 15. en þar sem það eru endalaust margar leiðir til að gera einfalt mál flókið þá er ekki bókað að við ferðumst saman einu sinni.
Málið er það að við tveir erum að deila á milli okkar einum styrk og hentugasta leiðin fyrir okkur til að gera það er að annar okkar sé styrkhafi og láti svo bara hinn fá helminginn, og fékk Bendt styrkinn. Þeir sem veita styrkinn ætla að sjá um að bóka flugfarið fyrir hann og allt það, en hann fær að vita hvenær hann fer í flugið viku fyrir brottför(!) og þá er náttla allt of seint fyrir mig til að bóka flug. Við erum að reyna að redda upplýsingum um flugið eitthvað fyrr og er þetta að möndla í kerfinu...
Svan
Ég sé fram á að fara í þrjár útilegur núna í júlí :) Fyrst þá fer ég fyrstu helgina í júlí í Þórsmörk með nokkrum félögum mínum á vegum hársveinafélagsins. Það er reyndar enn verið að möndla ferðina því óvíst er að farið verður á annað borð því það var svo léleg mæting í fyrra. Ástæðan fyrir þessari lélegu mætingu var sú að Ingó var ekki á landinu í fyrra og því var okkur (s.s. mér og mínum vinahóp) ekki boðið, en við vorum þrír fjórðu af ferðinni í hittífyrra.
Svo er það útilegan á vegum skólafélagsins á Bifröst sem verður 11-13 júlí. Miðað við þá sem ég hef talað við þá er ágætis stemming fyrir útilegunni. Þriðju helgina í júlí er það svo þriggja daga rafting niður Austari Jökulsá, en það er reyndar eitthvað vinnubögg því ég og Geiri vinnufélagi verðum einir í forvinnslunni hérna þá vikuna og ég held að það sé ekkert voðalega vinsælt ef við förum báðir skömmu eftir hádegi á föstudegi.
Svo veit maður ekki með Verzlunarmannahelgina, á maður að fara til Eyja eða ekki?
Svan
Mest nice í heimi. Lagði mig klukkan að verða 9 vaknaði klukkan tæplega 8 í morgun. Líður reyndar eins og ég hafi misst af öllum gærdeginum, en what the fuck :)
Svan
Það er svo gaman að heyra samstarfsfélaga mína vera að tala í síma við viðskiptavini sem kunna gersamlega ekki neitt á tölvur og fara í gegnum svona basic stöff með þeim. Sérstaklega þar sem þeir sem vinna hér eru allir makka menn á meðan að mikill meirihluti (eiginlega allir) tölvufötluðu einstaklingarnir eru PC fólk þannig að samskiptin eru oft frekar stirð.
Skemmtilegast er þegar að sá sem er að tutor-a er alveg að fara að missa þolinmæðina en er að reyna að rembast við að halda skapinu niðri. Mér finnst þetta actually gaman þegar einhver svona hringir með eitthvað imba vandamál, ég á oft erfitt með að hlæja ekki að viðkomandi. Um daginn þá talaði ég við mannesku sem vildi fá senda mynd í gegnum e-mail og ég spurði hana í hvernig gæðum hún vildi fá hana og hún sagði sem mestum. Ég bjó til skjal sem var í kringum 12mb hi-res mynd og spurði hvort e-mailið hennar réði ekki örugglega við 12mb skjal og jújú, það væri ekkert mál. Ég sendi þetta og fékk svo hringingu nokkru seinna þar sem konan var að furða sig á því af hverju tölvan hennar lægi nánast niðri þegar hún væri að taka á móti þessum pósti. Ég spurði hvort hún væri ekki örugglega með góða nettenginu, og hún sagðist vera með mjög fína tenginu en spurði svo hvort að 56k módem væri ekki með því betra í dag...
Ég þurfti svo að vanda mig að hlæja ekki beint upp í opið geðið á henni :þ
Svan
Ég myndi bera virðingu fyrir Ameríkana sem myndi ganga í svona bol.
(Link stolið frá Scaryduck)
Svan
...ég kemst ekki á tónleikana! Ég er ekkert voðalega sáttur við það. Þeir halda tónleikana þann 26. ágúst í höllinnni en þá verð ég út í Leeds. Reyndar á tónlistarhátíð, en ég hefði ekki neitt haft neitt mikið á móti því að sjá þá í höllinni...
Svan
Ég ætlaði mér á No Smoking band tónleikana sem áttu að vera í dag. Í fyrsta lagi þá var tónleikunum frestar til fimmtudags (fyrst frestað til miðvikudags og svo til fimmtudags). Svo er pabbi hættur við að fara og Palli frændi reddaði okkur ekki miðum þannig ég verð að kaupa miða eins og sótsvartur almúginn. Í þriðja lagi þá er No Smoking band ekkert að koma til landsins heldur eitthvert annað balkneskt sígunaband (sem er svo sem ekkert verra).
Hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem er tilbúin/n til að fara með mér á tónleikana á fimmtudaginn :)
Svan
Félagi minn á msn-inu hefur verið með þetta url: http://psqotd.blogspot.com í nick-inu sínu. Ég var ekkert að fatta hvað þetta var þangað til að ég skoðaði síðuna betur og þá stendur neðst fyrir hvað þessi skammstöfun (p.s.q.o.t.d.) stendur fyrir. Það er ágætlega gaman að skoða archive-ið, það söngluðu a.m.k. endalaust mörg lög í hausnum á mér :)
Svan
Þær eru reyndar tvær í þetta skiptið því það er svo fáránlega ótrúlegt að þessar setningar hafi komið úr sama kjafti á innan við fimm mínútum:
"...já ég er alveg sammála, bandarískur húmor og þá sérstaklega í gamanmyndum er rosalega barnalegur og er eiginlega bara mjög vondur."
"...uppáhalds leikarinn minn? Enginn spurning, Adam Sandler!"
ummmmmm... what???
Svan
Anna vinnufélagi minn fór til Grikklands núna um daginn og keypti helling af einhverjum spilum með myndum af forngrikkjum í hinum og þessum kynlífsstellingum til að gefa vinum sínum (s.s. teiknuðum myndum eins og maður getur ímyndað sér að hafi verið teiknaðar á vasa).
Flestar myndirnar eru voðalega basic, maður getur alveg vel séð hvað fólkið er að gera á þessum myndum nema helvítis laufaásinn. Ég get ekki fyrir mitt litla líf fattað hvað fólkið er að gera á þessu spili. Ég er að spá í að skanna þetta inn á morgun linka á myndina (ef Gústi kennir mér á það) og leyfa fólki að giska.
Svan
Jæja, "loksins" er þetta bekkjarpartý að fara að gera sig. Undanfarið ár hef ég endalaust verið að hitta gömlu bekkjarfélaga mína úr VÍ á djamminu og alltaf hefur þetta blessaða bekkjarpartý borið á góma. Að sjálfsögðu datt engum í hug að fyrra bragði að halda það, þangað til núna. Ég var að spá í að láta undan pressunni, en þá kom Elva skvís til bjargar og ætlar að halda það næsta laugardag. Mér var sagt að það ætti að vera löngu búið að hringja í mig til að boða mig í partýið, en ég er annað hvort ekki nógu skemmtilegur eða þá að Ari hefur gleymt mér :)
Ætli maður láti ekki bara sjá sig á laugardaginn? Þetta er reyndar í mosfellsbænum þannig það verður nett vesen að koma sér til og frá partýinu, en það er nú seinni tíma vandamál.
Svan
Anton tók upp á því að lýsa þeim sem eru á tenglalistanum hans. Lýsingin á mér er eftirfarandi:
"Maðurinn sem étur helst ekkert nema bragðlaust snakk. Og ekki má það vera hvaða bragðlausa snakk sem er, nei, það þarf að vera "gott" bragðlaust snakk. Helsta persónueinkenni hans er þröngsýnn smekkur á hvers kyns listsköpun og spaklegar vangaveltur þar að lútandi. Hann er höfundur kenningarinnar um að list sé betri eftir því sem færri fíla hana og er hann þar á mun hærra plani en við hin sem skiljum ekki svona vísindi. Kenning er á lofti um að Svan komi reglulega fram í útvarpi undir dulnefni sem þáttastjórnandi Rokkalands. Kenningin byggir á því að dúdinn þar er með sömu rödd, sama talsmáta og hefur líka óeðlilega miklar skoðanir á tónlist."
Þetta er nú flest allt satt og rétt (kannski fyrir utan rokklandspælinnguna). Hann lýsir líka Aha fan íslands númeró uno, Njallanum og fleirum þarna.
Svan
Keypti mér Bone Machine með Tom Waits í gær. Þvílík gargandi snilld :)
Samt, þunglyndasti diskur í heimi.
Svan
Ég átti þessar samræður í gærnótt:
Fulli einstaklingur:"...Ja ég aldist sko upp í sveit og var afbragðsnemdandi þegar ég var krakki. Ég og Ólafur Ragnar Grímsson vorum úrvalsnemendur í skólanum okkar"
Ég:"Magnað, í hvaða sveit varstu?"
F.E.:"Stokkseyri"
Ég:"og hvað kom til að hann varð forseti en ekki þú?"
F.E.:"En á þessum árum þá var ég ekki með bílpróf, heldur þurfti að taka strætó út um allt."
Ég:"Gengur strætóar á Stokkseyri á þessum tíma?"
F.E.:"Neibb, það var á Seltjarnarnesi sem er hin sveitin mín"
Ég:"Myndirðu telja Seltjarnarnes "sveit"?"
F.E.:"Ég fékk ekki bílprófið fyrr en ég fór í röntgenmyndatökuna mína skammt eftir fermingu"
Ég:"ummm... fékkstu bílprófið skammt eftir fermingu og hvað kemur röntgenmyndataka bílprófinu við?"
F.E.:"En þar sem ég var alinn upp í sveit þá fékk ég ekki armbandsúr í fermingagjöf eins og venjan var, því það komst enginn í Reykjavíkina."
Ég:"Frá Seltjarnarnesi þá...?"
F.E.:"Nei, frá Húsavík..."
F.E.:"...en þú verður að lofa mér að koma ekki með eina japanska með þér þegar þú kemur heim næsta sumar..."
Þessar samræður gengu áfram á þessum nótum alveg heilmikið áfram. Alveg magnað hvernig áfengi fer með suma.
Svan
Ég held bara að það sé pizza Y á eldsmiðjunni á eftir :) Getur ekki klikkað.
Svan
"Hvað segirðu, varstu að baða þig upp úr kandíflosi áðan? Má ég að hjálpa þér að ná því af þér?" (viðkomandi sleikti svo út um)
Þess má geta að línan virkaði ekki. Helsta ástæðan fyrir því eru sú að sá sem sagði þetta var einum 50 árum eldri heldur en fórnarlambið.
Svan
Var að fá mér nýtt kreditkort og þeir sem eiga svoleiðis vita að þau eru eitt af verkum djöfulsins. Ég þurfti að fá mér svoleiðis til að bóka ferðina á Leeds festival sem ég og Andri Þór förum á í lok ágúst. Rétt rúmur 70.000 kall farinn af kortinu mínu og ég varla búinn að eiga það í sólarhring :s
Við förum út þann 21. ágúst og komum heim 28. sama mánaðar. Festivalið sjálft er 22-24, þannig við ætlum að vera eitthvað aðeins í London í nokkra daga eftir hátíðina. Það var uppselt á Reading þannig við ákváðum að fara á Leeds sem er eiginlega sama hátíð (hljómsveitarlega séð) nema bara öðruvísi uppröðun.
Eftir þetta sumar mun ég ekki eiga neinn einasta pening.
Svan
Nú er ég farinn að hlusta á meistara Tom Waits aftur. Helstu plötur sem ég er með í spilaranum núna eru:
Tom Waits: Rain Dogs
Tom Waits: Foreign Affairs
Tom Waits: Franky's wild years
Radiohead: Hail to the thief
Suede: Suede
Svan
Ökukennarinn að biðja nemann um að keyra hraðar. Þetta er alveg í fyrsta skiptið sem ég heyri það...
Svan
Var búinn að skrifa heillanga færslu um hvað mér fannst það fyndið þegar ég var í bíl sem keyrði á gamlann þroskaheftann mann fyrir utan Hellu um einhver jólin, en áttaði mig svo á því að þetta var svo rosalega mikill "had to be there" djók að flestum myndi finnast ég sjúkur fyrir að finnast þetta fyndið þannig ég hætti við að publisha hana.
Svan
Ég þarf að finna afmælisgjöf handa Viktori. Ætli maður reddi þessu ekki bara klassísku leiðina. Fari niðrí Nexus og kaupi handa honum einhverja myndasögu eða eitthvað. En enýways, til hamingju með afmælið.
Svan
Blogg-Vera er þá á lífi eftir giftinguna :)
Annars þá veit ég ekkert hvenær ég má fara út til Japans. Ég hef ekki einu sinni hugmynd um það hvenær ég má mæta út. Það var verið að auglýsa beint flug til Japans 27. sept sem hljómar eins og frábær tími, en ég hef bara ekkert náð í "alþjóðafulltrúa" Bifrastar. Gera a.m.k. eina tilraun á morgun.
Svan
Ég held að það sé kominn tími á að skipta um ljósaperur í herberginu mínu. Allar fimm ljósaperurnar mínar eru sprungnar og ég hef ekki drullast til að skipta á neinni þeirra. Núna sést ekki neitt inni í herberginu mínu lengur....
Svan
Hún er eitthvað voðalega skrýtin skrifvörnin á Hail to the thief. Við gátum ekki encode-að nema fyrstu 5 sekúndurnar í hverju lagi með iTunes í mökkunum niðrí vinnu og ég gat það ekki heldur með forritinu sem ég nota núna sem er í lappanum mínum, fyrr en ég gróf upp eitthvað fornaldarforrit sem ég átti í lappanum og þá skotgekk þetta. Svo er ekki svona "tússaðu-hér-rönd" til að krakka vörnina eins og er á flestum diskum. Frekar skrýtið.
Svan
Palli frændi minn var að segja mér að snillingarnir í No Smoking Band væru væntanlegir til landsins í næstu viku og ætluðu að spila á Nasa á þriðjudaginn. Af hverju fær maður aldrei að vitaf af neinu svona fyrr en þetta seint. Pabbi er held ég búinn að möndla miða fyrir okkur og þriðja aðila (sem ég veit ekkert hver verður). Síðast þegar þeir komu þá nánast fylltu þeir höllina, en þá voru þeir að fylgja eftir sýningunni á snilldinni Black Cat - White Cat sem var þá sýnd á einhverri kvikmyndahátíðnni. Ég ætlaði mér á þá tónleika en gat ekki komist :( Ég get nú ímyndað mér að þeir gætu fyllt stærri stað en Nasa ef þetta væri auglýst betur.
Anyhú þá er ég að fara á tónleika með hljómsveit sem spilar svona austurevrópska brúðkaupstónlist á þriðjudaginn næsta :D Eintóm gleði og hamingja!
Svan
Var að skoða gamla gamla gamla bloggið hennar Katrínar á meðan ég var að bíða eftir skannanum í vinnunni og sá þessa færslu um Djúpu Laugina. Þetta var eitt það fyndnasta sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi, greyið stelpan.
Svan
Starfsmannafélag Svansprents ætlar að fara í útilegu í Miðdal núna um helgina. Ég ætla að vera frekar lame og mæta bara á laugardeginum og fara ábyggilega heim um nóttina (eins og ég gerði í fyrra). Það var samt alveg ágætlega gaman og það er spáð ágætis veðri um helgina sem er mjög gott :) Reyndar dauðlangaði mig síðast að hafa tekið með mér tjald en þar sem ég er upptekinn á sunnudaginn þá get ég ekki gist :(
Svan
Búinn að hafa það frekar nice í dag. Lagði mig í einhverja 3 tíma og á svo að passa litlu sys í kvöld. Held ég gluggi í einhverja bók. Ég er með þrjár bækur sem ég er kominn jafnlangt í (búinn m. fyrsta kafla :þ) 1984, Harry Potter 3 og svo A game of thrones. Ég held ég haldi mig við A game of thrones í bili.
Svan
Ég er að spá í að installa msn í allar tölvurnar hérna niðrí vinnu búa til hotmail account handa öllum tölvunum og láta msn starta sér automatískt. Svo get ég haft samband við hvern sem er sitjandi í stólnum í staðinn fyrir að þurfa að standa upp og labba nokkra metra, eða að æpa þvert yfir herbergið.
Erfitt líf.
Svan
Ég held að það sé orðið löngu tímabært að bæta tilvonandi ferðafélaga mínum honum Bendt inn á tenglalistann minn. Bætti líka Viktoríu (sem kallar mig btw "Svanur" :( á linkalistanum sínum) og Erlu við.
Svan
Gleðilegan þjóðhátíðardag :)
Var í því í dag að hjálpa Hemma félaga mínu með útidagskrána í Garðabænum og komst að því (þrátt fyrir almennt viðhorf) að börn úr Garðabænum geta actually hegðað sér alveg ágætlega. Var að tryggja krakka í kókkassaklifrinu og sá sem náði hæst náði 18 kössum. krakkarnir voru svona venjulega að ná í kringum 10-12 kassa.
Gaui félagi minn kom í heimsókn og var eitthvað að tjatta við mig þegar sá sem náði mestu var að klöngrast og ég var ekkert að taka eftir því að það væri einhver á hinum enda línunnar sem ég var að tryggja, þannig ég var ekkert að hafa bandið strekkt. Svo kvaddi Gaui og strákurinn var kominn upp í 11 kassa og þvílíkur hópur fólks að horfa á hann klifra og þá fattaði ég að ég þyrfti að strekkja. Hefði hann dottið þá hefði hann hrunið niður einhverja 3-4 metra fyrir framan hálfan Garðabæinn án þess að ég hefði getað gert neitt :s... Svona er maður utan við sig stundum
Svan
...mun fara í að sitja við færiband og sjá 5.100 eintök af Cameron Diaz í hvítu bikiníi surfa á seglbretti þjóta framhjá mér. Annað hvort það eða þá að láta jafnmörg eintök af afturendanum á Cameron Diaz, Lucy Liu og Drew Barrymore í leðurbuxum þjóta framhjá mér á færibandi, ég á eftir að ákveða hvort það verður (s.s. hvernig ég ætla að snúa blaðinu) en enn sem komið er hefur bikiníið vinninginn...
Við erum s.s. að prenta auglýsingu fyrir Charlie's Angels 2.
Svan
...að Þórir er að fara með lappann sinn í viðgerð er meðal annars sú að mér tókst að troða tyggjói inn í pluggið fyrir headset/hátalara :þ
Svan
Útvarpshaus: Hail to the thief
Grant Lee Buffalo: Fuzzy
St Germain: Tourist
Dave Matthews Band: Live at Folsom Field
Svan
Fólkið sem á heima næstum því í enda götunnar heima negldi ca. 4 metra langa spýtu við blómabeðið sem er alveg fremst í garðinum þannig hún stendur beint út í loftið. Efst á þessa spýtu negldu þau svo einhvern þjóðfána sem ég kem bara ekki fyrir mér hver er þrátt f. að ég eigi að þekkja hann. Hann er með bláum og hvítum þverröndum og rauðan þríhyrning með hvítri fimm arma stjörnu inn í hægra megin.
En þetta er einhver frumlegasta fánastöng sem ég hef séð í langan tíma. Guð má vita af hverju í andskotanum þau eru að þessu.
Svan
Ég vil bara óska henni Veru til hamingju með að vera að gifta sig í dag :)
Svan
Hemmi félagi minn sem skipuleggur alla útidagskránna á 17. júní í Garðabænum plataði mig til að sjá um kassaklifrið. Þetta þýðir það að ég get erfiðlega verið eitthvað á djamminu sextándann, en maður ætlar að reyna. Ég held að það sé ekkert sérstaklega sniðugt að operate-a krana og vera a tryggja fólk/börn í sigbeltum þegar maður er þunnur.
Íslandsmetið utanhúss eru 26 kassar (innanhúss 37) og ég býst ekki við að það verði slegið á þriðjudaginn.
Svan
Ein af afgreiðsludömunum í nýopnaða bakaríinu (sem væri að fara á hausinn ef það væri ekki frontur fyrir miðstöð bakaríiskeðju á höfuðborgarsvæðinu því það kemur enginn í það vegna þess að það er á versta stað í heimi og það er ekki hægt að leggja fyrir utan það) sem er á horninu á Auðbrekkunni er svo ótrúlega flott að ég hef ákveðið að fara að borða meira af bakaríisfæði :)
Svo held ég jafnvel að ég þekkji hana eitthvað frá því að ég var krakki, ég bara kem því ekki fyrir mér hvaðan.
Svan
Ég er í e-mail sambandi við mann sem er með endinguna "...@jei.is" á e-mail addressunni þar sem ég á að senda til hans lógó og eitthvað svona dót. Jei.is hljómar eins og fyrirtæki sem er að vinna við að skemmta börnum eða eitthvað þess háttar (svona svipað eins og Sprell). Það er varla hægt að vera meira jolly netfang.
JEI stendur fyrir "Jarðefnaiðnaður". Smá vonbrigði :)
Svan
Sit hérna í rólegheitunum niðrí vinnu að hluta á einhvern playlista sem ég bjó til fyrir löngu í lappanum mínum. Er búinn að vera í stanslausu stresskasti frá því að ég mætti í morgun, en núna er lognmolla yfir öllu hjá mér sem er alveg ágætt svona einstaka sinnum.
Anyhú þá var lagið Goddess on a hiway með Mercury Rev á þessum lista (er að klárast nákvæmlega núna) og á ég mér frekar skemmtilega minningu tengda þessu lagi. Mercury Rev ferðaðist með Garbage á Version 2.0 tónleikaferðalaginu þeirra og komu því hingað til Íslands þegar Garbage kom á þessa FM tónleika þarna um árið. Republica og East 17 voru líka á tónleikunum. Það var þvílík skyndiákvörðun hjá mér að fara á þessa tónleika (ákveðið samdægurs) þannig ég fékk engan með mér á þá og fór því bara einn. Eftir tónleikana þá börðu meðlimir Mercury Rev meðlimi East 17 frekar illilega baksviðs og sá ég einn úr E-17 vera eitthvað að vesenast baksviðs eftir slagsmálin alveg brjálaðann og hótaði að kæra Mercury Rev fyrir þetta. Ég sé alltaf svipinn á þessum gaur þegar ég heyri Goddess on a Hiway :)
Þetta voru fámennustu tónleikar sem ég hef farið á á ævinni. Laugardalshöllin var ekki hálffull.
Svan
Hið árlega golfmót á vegum Svansprents er í dag á Kiðjavöllum. Ég spila ekki sjálfur golf (þrátt fyrir að vera undir stöðugri pressu frá afa mínum og föður) en ég þarf að mæta til að taka myndir og hjálpa eitthvað meira til.
Helgin, ég held ég verði bara rólegur um helgina. Ég er búinn að taka þvílíkt á í djamminu undanfarið að mér veitir svo sem ekki af bara tjill helgi núna. Þetta er annars síðasta eða næstsíðasta fríhelgin mín þangað til í miðjan ágúst þannig manni veitir ekki af smá afslappelsi.
Svan
Jæja þá er þriðja síðan komin upp og ég held að ég verði bara hér. Props til Gústa fyrir að setja þetta upp fyrir mig og leyfa mér að nota url-ið hans :)
Var ekki alveg að fýla upsaid nógu vel.
Svan
Kannski ekki alveg uppbyggilegasta blogg í heimi, en mig langar bara að losna við þetta:
1. Verk eins og ég er að fara að gera seinnipartinn í dag. átta þúsund og fokking fimm hundruð stykki af markpósti sem þarf gjöra svo vel að fara út úr húsi fyrir klukkan átta tilbúinn og ég þarf að merkja þau með nafni og heimilisfangi viðtakanda og ég get ekki byrjað að gera þetta fyrr en klukkan fimm í fyrsta lagi.
2. Kvenmenn sem daðra út í eitt við allt og alla þrátt fyrir að þær séu á föstu/trúlofaðar.
3. Að ég komist ekki út til Reading út af því að það er uppselt :(
4. Að ég komist líklegast ekki út til Rock Werchter út af því að Andri Þór kemst ekki með :(
5. Að ég sé ekki með nema hálftíma í hádegishlé
6. "Ís"skápurinn upp á kaffistofu sem kælir ekki rassgat
7. Pappírsskurðir. Þessir endalausu pappírsskurðir sem ég fæ í vinnunni (Já ég veit að ég vinn í prentsmiðju þannig ég má svo sem alveg búast við þessu, en það eru takmörk).
8. Það að mér takist alltaf að sofa yfir mig hálftíma, hvern einasta dag (samt svolítið ljúft líka)
9. Að ég viti ekki um neina einustu hljómsveit sem ætlar að koma til landsins í sumar.
10. Windows forrit sem eru keyrð á makka (ég er rétt undir fimm mínútum að starta Excel í tölvunni minni niðrí vinnu).
11. Að Upsaid leyfir manni ekki að pósta fleira en 3 færslur á dag!
Svan
Ég og félagar mínir eigum okkur smá hefð í því að keppast um hver gefur hallærsilegustu afmælisgjöfina. Núna í byrjun júlí á ég að gefa tvær og ég er gersamlega hugmyndalaus. Venjulega þá er ég búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa þeim (tvíburar) löngu fyrir afmælið, en núna klikkaði það eitthvað.
Ef þið eruð með góðar hugmyndir þá væru þær vel þegnar :)
Svan
Fór í sund í gær með félaga mínum sem er svo sem ekki frásögu færandi nema að því leiti að mér tókst að ramba inn í kvennaklefann fyrir mistök þegar ég var á leiðinni uppúr. Þetta uppátæki mitt var einstaklega vinsælt hjá þeim sem inni voru, eldri konu og tveimur stelpum ca. 18 og 7-8 ára gamalli, en þær voru sem betur fer komnar í sunboli/bikini.
Svan
Ákvað í gær að ég ætlaði að fara í nammibindindi (aftur). Ég féll svo hrikalega um páskana en áttaði mig svo á því í gær að ég væri svo gott sem hættur þannig af hverju ekki að fara alla leið :)
Annars þá komst ég að því að Hail to the thief er snilldar diskur í gær þrátt fyrir fyrri efasemdir.
Svan
Þegar ég mætti í morgun var mér réttur listi með 85 nöfnum og kassi af boðskortum í golfmót Svansprents sem á að halda á föstudaginn þrettánda. Þessi 85 nöfn voru á ca. 60-70 stöðum víðsvegar um bæinn. Ég byrjaði klukkan níu að keyra þessi kort út og ég átti ca. 10 stykki eftir þegar ég hætti klukkan hálf sex.
En það var 22° hiti úti þannig ég get ekki kvartað mikið. Svo var ég líka að kaupa mér Hail to the thief (nýja Útvarpshaus diskinn) og spilaði ég hann nánast í allan dag og ég veit satt að segja ekki hvað ég á að segja um hann... það eru vissulega góð lög á honum en hvort hann sé þessi snilld sem gagnrýnandinn í Fréttablaðinu sagði um hann veit ég ekki alveg. Það að ég þurfi svona langan tíma (6-7 hlustanir) til að meta það fyllir mig hálfgerðum efa hvort þetta sé á annað borð góður diskur...
Svan
Litla systir er núna úti á Spáni með fjórum vinkonum sínum að læra spænsku og Birna setti upp bloggsíðu fyrir þær (ekki beint þjálasta url í heimi, en...). Mér sýnist samt Dússý vera sú eina sem er dugleg að uppfæra, kannski er það bara út af því að hinar kunna það ekki :)
En anyways þá verður ábyggilega gaman að fylgjast með þeim ef þær verða duglegar að blogga.
(hendi upp link bráðlega)
Svan
Hversu mikið tölvunörd þarf maður að vera til að fara hringferð í kringum landið með laptop tengdan við gsm símann sinn til þess eins að getað bloggað alla ferðina? Geiri vinnufélagi minn (a.k.a. Faðir Þjóðhátíð) er einmitt að halda út bloggsíðu nákvæmlega svona.
Svan
Radiohead: Hail to the thief
Ephemera: Ballons and champagne
Richard O'Brien: Rocky horror picture show soundtrackið
Yo La Tengo: And then nothing turned itself inside out
Svan
"Svan minn, mér finnst þú ekki halda nógu mörg partý handa vinum þínum heima hjá okkur."
Ætli maður gæti ekki kippt því í liðinn ;)
Svan
Alveg síðan að Scaryduck vann verðlaun frá Guardian sem besti breski bloggarinn þá hef ég verið að lesa hann reglulega. Í gær var ég að finna þessa sögu hjá honum sem fjallar um af hverju kötturinn hans er kominn orðinn af mental case-i :)
Svan
Ónefndur maður kom hálfgrátandi til mín í miðbæ Reykjavíkur í nótt og bað mig um að bæta sér á linkalistann minn. Þar sem ég er svo mikið góðmenni þá varð ég við ósk hans :)
Svan
Gaui félagi minn dró mig í afmæli til vinkonu hans og var það haldíð í Þjórsárveri (sem er rétt fyrir utan Selfoss). Gaui sagðist ekki þekkja neinn nema hana og vildi endilega fá einhvern vin sinn með og ég að sjálfsögðu gerði bara eins og mér var sagt og mætti.
Fólkið sem var í afmælinu var ekki alveg beint svona mitt "crowd" og þá var einn strákur alveg sérstaklega undarlegur. Hann tók upp á því svona um 3-4 leytið um nóttin að keyra eitthvert út í rassgat (hlandölvaður), parkeraði bílnum þar og beið þangað til að einhver myndi koma að sækja hann því honum fannst hann ekki vera að fá næga athygli frá okkur hinum. Þar sat þessi gaur þangað til klukkan var orðin ca. 7-8 en þá snappaði hann á félaga sinn og kærustu sína fyrir að þau voru að gista saman í tjaldi (sem var löngu planað að þessi félagi hans myndi gista í tjaldinu þeirra). Endaði þetta rifrildi með miklum gráti, barsmíðum og álíka stuði.
Svo reyndi Gaui að fara í heljarstökk afturábak niður brekku og tókst ekki betur til en að hann hálsbrotnaði næstum því og var emjandi og vælandi það sem eftir var af kvöldinu því hann átti í erfiðleikum með að anda.
Þegar við vöknuðum þá drifum við okkur í Selfoss á KFC og þaðan fórum við í Krísuvíkina til að hitta félaga okkar sem voru í sumarbústaðarferð. Þeir voru ekki á svæðinu þegar við komum (skruppu eitthvað), en þessi bústaður var svo fokking ógeðslegur að við meikuðum ekki að vera þarna lengi inni. Vaskurinn var stíflaður af grænni myglu, Gaui sem er rétt tæplega 2 metrar á hæð þurfti alltaf að passa sig að reka sig ekki í köngulóarvefina sem voru út um allt loftið, tómir bjórar út um allt, sígarettustubbar út um allt og heví vond lykt þarna inni. Við enduðum að fara áður en þeir komu, það var bara ekki hægt að vera þarna inni.
Hitti svo Ingó á vormóti hraunbúa í Krísuvík þar sem hann var einn af stjórnendum mótsins. Hann sagði mér að þeir hefðu reddað Botnleðju til að spila um laugardagskvölið á mótinu og fengið Radíusbræður til að hita upp og mig dauðlangaði að mæta á þessa tónleika, en þar sem mér var hótað líkamsmeiðingum ef ég myndi ekki mæta í afmælið til Signýar þá þorði ég ekki annað en að láta sjá mig þar :)
Svan