júlí 31, 2003

"Hvað gerðirðu um helgina"

Spurði félaga minn að þessari spurningu í vinnunni áðan, svarið sem ég fékk:

"Fór á ættarmót, og gerði það eina sem maður má ekki gera á ættarmóti"

Svan

Posted by Svan at 08:11 EH | Comments (0)

For a minute there, I lost myself

Dagurinn í dag er búinn að vera svona dagur þar sem ekkert hefur virkað. Allt, bókstaflega allt hefur tekið helmingi lengri tíma að gera heldur en venjulega.

Anywho þá erum við í pottafélaginu á Bifröst að fara að hittast í kvöld í Laugardalslauginni. Verst er að maður má ekki taka með sér bjór í pottana í Laugardalnum, það verður frekar óvenjulegt að sitja með þessu fólki í pottnum án þess að hafa öl við hönd :)

Svan

Posted by Svan at 04:38 EH | Comments (0)

Amma og Afi voru að fá sér hund

Amma og Afi voru að fá sér King Cavalier hvolp og er hann í pössun heima hjá okkur for the time being. Hundurinn var skýrður Yrpa og ef mér tekst að redda mér stafrænni myndavél þá ætla ég að henda upp mynd af henni hérna upp á eftir :)

Svan

Posted by Svan at 09:28 FH | Comments (0)

júlí 30, 2003

Voðalega fallega sagt af frænku minni

"Mikið eigið systkynin vel saman í dag, Svan þú svona skeinipappírshvítur og Dússý svona kúkabrún"

Svan

Posted by Svan at 09:26 EH | Comments (2)

Eyjalögin

Ég og Geiri höfum verið að spila Eyjalögin í vinnunni í dag til að skapa stemmingu fyrir helgina :) Mér tókst annars að dotta fram á lyklaborðinu í smástund, og vaknaði með kassalaga munstur á enninu. Ég var s.s. gríðarlega hress í vinnunni áðan.

Svan

Posted by Svan at 04:13 EH | Comments (0)

Jei

Dússý komin heim :)

Svan

Posted by Svan at 02:18 EH | Comments (0)

Þreyta...

Ég hef sjaldan verið jafn þreyttur á ævinni! Það vonda við þetta er það að ég drekk ekki kaffi og ekki heludr kók þanni g ég hef ekki neina leið til að gera vinnudaginn auðveldari nema þá að svolgra í mig orkudrykki allan daginn.

Eða þá jafnvel að leggja mig einhverstaðar út í horni, en ég held að það sé ekkert alltof vel séð.

Svan

Posted by Svan at 09:44 FH | Comments (4)

júlí 29, 2003

Skemmtileg fyrirmæli

Ég er að vinna verkefni í Word og á að "breyta öllum millifyrirsögnum, aðalfyrirsögnum og drepa alla munaðarleysingja". Merkingin á þessu síðasta er auðskilin, en þetta var skemmtilega orðað :)

Svan

Posted by Svan at 11:21 FH | Comments (0)

Nett sjokk í morgun

iPodinn fór ekki í gang í morgun. Stefndi því í annan daginn í röð án tónlistar, en það er takmarkað erfiðið sem hægt er að leggja á litla sál eins og mína. Geiri kom til bjargar og nú sýnist mér allt vera í lagi :)

Svan

Posted by Svan at 09:19 FH | Comments (0)

júlí 28, 2003

Partýið hjá Vélritunarkennaranum

Fór í innflutningspartý til Antons. Þetta er reyndar annað innflutningspartýið sem mér hefur verið boðið af Tona í þessa sömu íbúð en ég komst ekki fyrst. Aldrei fyrr hefur verið haft jafnmikið fyrir því að halda mér frá græjunum í nokkru partýi eins og þessu. Sunna stóð fyrir græjunum, Toni hafði í hótunum og Óli Njáll hvatti þau áfram. Á meðan þá keyrði löggan framhjá því henni fannst við spila Ace of Base of hátt.

Ég stoppaði frekar stutt við :)

Svan

Posted by Svan at 07:07 EH | Comments (3)

Hugtakið "Þjóðhátíðartilboð"

Þar sem ég hef verið tíður gestur á Þjóðhátíð í Eyjum undanfarin sex ár (:$) þá ætti ég að vera nokkuð kunnugur hugtakinu "Þjóðhátíðartilboð". "Þjóðhátíðartilboð" er eins og nafnið gefur til kynna tilboð í tilefni af Þóðhátíð, en þessi tilboð eru engan vegin eins og venjuleg tilboð, ó nei. Allt það sem er á "Þjóðhátíðartilboði" er svona 3-400 krónum dýrara en það sem er ekki á tilboði. Ég asnaðist til dæmis að kaupa mér ristað fransbrauð með skinku og osti, frönskum og kók í Herjólfi á held ég 1.150 krónur (reyndar bætti ég við káli, en það kostaði held ég einhvern 200 kall)

Þetta er svo sem skiljanlegt því að sjálfsögðu eru eyjaskeggjar að reyna að fá sem mest út úr fulla fólkinu. Á Pizza 67 kostar til dæmis 2 lítra kók í flösku út í sal 695 krónur, og telst það vera einstaklega gott "Þjóðhátíðartilboð". Reyndar skil ég ekki eitt, ÁTVR í Eyjum hefur engin "Þjóðhátíðartilboð" hjá sér, þrátt fyrir að það sé akkúrat tíminn til þess. Ég hef verið á Þjóðhátíð þar sem að ríkið var lokað á laugardaginn út af því að það kláraðist allt á föstudaginn og því enginn tilgangur í að opna. Ef eftirspurning eftir þessu er svona mikil, þá er tilvalið að setja gott "Þjóðhátíðartilboð" á áfengið :)

Svan

Posted by Svan at 02:34 EH | Comments (3)

Jæja, þá er búið að taka Dússý systir í gíslingu

Leigjandinn hjá Dússý og þeim missti það gjörsamlega í dag. Leigusamningnum lauk í dag og eiga þær eftir að vera tvo daga í viðbót úti og voru þær búnar að redda sér gistingu hjá vinkonum sínum þangað til á miðvikudaginn. Svo þegar þær voru að yfirgefa íbúðina, búnar að taka til og svona, og þrjár farnar með leigubíl í burtu og Dússý og ein önnur sátu eftir að bíða eftir leigjandanum sem átti að koma um hádegið, en hún mætti einhverjum klukkustundum of seint og eipaði gjörsamlega á þær. Það var allt að, innstungur ónýtar, brotin glös etc en þó aðallega einhver ísskápshurð og ætlaði hún að rukka þær um 360 evrur (um 32.000 kall ísl) fyrir þetta.

Þær náttla neituðu, enda keyptu þær sér tryggingu upp á 45 evrur á haus (sinnum fimm gera 225 evrur sem er um 20.000 kall ísl). Hún hótaði að hringja á lögguna ef þær myndu ekki borga. Þær sögðu henni að hún mætti alveg hringja á lögguna þeirra vegna því þær væru með þessa tryggingu og ættu því að vera safe. Kellingin tók þá af þeim lyklana og læsti allan farangurinn þeirra inni í herbergi, fyrir utan tvo nánast batteríislausa síma, lappann hennar Dússý og vídeókameru (spurning hvort systa hafi verið jafndugleg að taka upp á vídjó þetta eip hennar eins og síðast :þ).

Núna sitja þær út á götu að bíða eftir að löggan kemur (þær hringdu í hana) að hleypa þeim inn í íbúðina eða eitthvað. Ég held reyndar að vinkona þeirra í sama húsi hafi hleypt þeim inn á tímabili því hún vorkenndi þeim þarna úti á götu, en leigjandinn varð þá brjáluð út í þessa vinkonu þeirra fyrir að hafa gert það. Þannig ég veit ekki alveg hvort þær séu ennþá þar.

Spurning hvort að vegabréfin þeirra sé ennþá inn í íbúð, þau eru það ábyggilega. Þær eiga flug heim aðfaranótt miðvikudags :s

Svan

Posted by Svan at 01:23 EH | Comments (0)

Skönnunardagar

Næstu daga verð ég að skanna myndir í vinnunni. Ég er búinn með 2 bækur, kominn langleiðina með þá þriðju og ég á ca. 10 bækur og tonn af tímaritum eftir. Þetta eiga eftir að vera laaaaannngir dagar. Þarf að klára fyrir fimmtudag.

Svan

Posted by Svan at 11:24 FH | Comments (0)

Hef ekki ennþá fengið miðana mína á Leeds Festival

Pantaði fyrir fimm vikum síðan, en hef ekki ennþá fengið miðana senda. Ég sendi liðinu meil áðan og nánast innan fimm mínútna þá fékk ég reply um að þetta væri allt saman voðalega eðlilegt því þeir hefðu ekki leyfi til að senda miðana strax. Þannig þetta er minna vandamál en ég hélt.

Hins vegar hefur ekki ennþá verið tekið af kortinu mínu út af hótelinu, sem þýðir held ég að ég eigi ekki gistingu sem er ekkert voðalega sniðugt...

Svan

Posted by Svan at 11:06 FH | Comments (2)

Setning helgarinnar

Var á eldsmiðjunni með einu pari úr vinahópnum þegar þessi setning var sögð í símtali við stelpuna:

"Ojjjj bara hvað þú ert illa innrétt!"

Skemmtilegt þegar svona mismæli geta þýtt eitthvað.

Svan

Posted by Svan at 10:23 FH | Comments (6)

Kúl hljómsveitarnafn

Félagi minn var að segja mér frá hljómsveit sem að kunningi hans var í sem heitir "Frír Bjór". Nafn eins og þetta garanterar að minnsta kosti einhverja aðsókn, ímyndiði ykkur auglýsinguna:

"Frír Bjór á Gauknum í kvöld"

Svan

Posted by Svan at 10:04 FH | Comments (3)

Erfiður dagur framundan

Ekki bara það að við séum þrjú í deildinni sem ég er að vinna í en ekki sjö til átta þá finn ég ekki heldur head-settið mitt sem gerir það að verkum að ég get ekki verið með tónlist í eyrunum allan daginn :(

Vondur mánudagur!

Svan

Posted by Svan at 08:27 FH | Comments (0)

júlí 27, 2003

Bloggleysi um helgar

Ég er farinn að gera það sama og ég gerði í fyrra, s.s. að blogga nánast ekki neitt um helgar. Þarf að fara að kippa þessu í liðinn... :)

Svan

Posted by Svan at 09:28 EH | Comments (0)

Rólyndishelgi

Ég var bara óvenjulega rólegur og þægur þessa helgi, kíkti varla út á laugardaginn sem er mjög óvenjulegt á þessum bæ. Fór annars í sund og svo á eldsmiðjuna sem klikkar aldrei ("þarf" víst að fara aftur á miðvikudaginn með systu). Er svo núna búinn að hanga í tölvunni í nánast allan dag.

Mér fannst það geðveikt skrýtið að keyra í bænum og sjá allt fólkið á djamminu. Það er ekkert voðalega gott merki finnst mér... :s

Svan

Posted by Svan at 09:26 EH | Comments (0)

júlí 25, 2003

Ég hata Rod Stewart!!!!!

I just had to get that out of my system.

Svan

Posted by Svan at 02:50 EH | Comments (3)

70 Mínútur

Það er nú ekki oft sem ég horfi á 70 mínútur á morgnana en ég horfði á þá í morgun og vá hvað mér fannst skotið þeirra á "Hjartslátt..." þættina fyndið.

Svan

Posted by Svan at 11:53 FH | Comments (1)

Skemmtileg síða

Einhver Breti sem er að skrifa bók (I think) hér á landi er að halda úti bloggsíðu, og það er mjög gaman að lesa álit hennar á ýmsum hlutum hér á landi, eins og veðurfréttunum, umferðarhegðun okkar og ýmislegt fleira.

(Link stolið frá Agli)

Posted by Svan at 11:17 FH | Comments (2)

Byrjaðir að testa f. Worlds

Heimsmeistaramótið í Magic fer fram í Berlín 6-10 ágúst og fyrst núna eru Íslendingarnir byrjaðir að testa stokka. Eru að farast úr metnaði. Eins og í fyrra þá er ég að hjálpa til eitthvað aðeins, var að í 5 tíma í gær og býst jafnvel við að gera eitthvað álíka í dag.

Djöfull ætla ég að vona að þeir drulli sér til að standa sig betur á Worlds heldur en þeir gerðu í Euros þar sem að efsti Íslendingurinn var í 67. sæti og sá neðsti, tja, í 210. sæti. Reyndar er Worlds töluvert erfiðari keppni en Euros því það eru bæði fleiri spilarar, sem og hlutfallslega betri. En þrír af þeim sem eru að fara út fá $1.000 dollara á haus fyrir að keppa í liðakeppninni (sá fjórði fær styrk frá Nexus) og svo eru tæpar 3 milljónir íslenskar fyrir efsta sætið (ekki það að ég hafi mikla trú á því að Íslendingur taki það).

Svan

Posted by Svan at 11:07 FH | Comments (3)

Grískar vændiskonur

Mér finnst það svoldið fyndið að allir skulu vera á móti því að Grikkir fjölgi vændishúsum í Aþenu fyrir ólympíuleikana. Ef þeir gera það ekki, þá verður bara meira að gera hjá þeim sem fyrir eru og þá er sjúkdómahættan töluvert meiri.

Svan

Posted by Svan at 10:11 FH | Comments (0)

júlí 24, 2003

Áskorun

Ég skora hér með á ykkur að finna væmnari bloggsíðu en þetta!

(link stolið af Eggjunum)

Svan

Posted by Svan at 11:38 EH | Comments (6)

Pablo Fransico scetchinn

Ég lofaði að setja scetch með Pablo Fransico á netið, og er þetta sá scetch sem kom honum á kortið að minnsta kosti á netinu.

Movie Previews

Mikið hlakka ég til að sjá hann í september!

Svan

Posted by Svan at 11:29 EH | Comments (0)

Jæja, þá er Steini endanlega búnað missa það

Steini vinnufélagi minn er farinn að syngja barnalög. Hátt!

Svan

Posted by Svan at 03:48 EH | Comments (4)

Sniff sniff

Það var enginn til að fara með mér upp í kaffistofu að fá sér muffins með mér eftir að Anna fór til útlanda :( Svoldið kjánalegt þegar maður hefur startað nánast hvern einasta morgun undanfarin mánuð á því sama að gera það allt í einu ekki. Svo vantar mig einhvern til að fokkast í á msn-inu frá því klukkan átta um morguninn og stanslaust út allan vinnudaginn :þ

Svan

Posted by Svan at 03:27 EH | Comments (3)

Apocalypse now versta mynd ever???

Scaryduck var að ljúka könnuninni um hver væri versta mynd allra tíma og voru um 70 myndir tilnefndar. Svo þegar búið var að kjósa um það voru tíu efstu teknar og kosið um það aftur. Snilldarmyndin Apocalypse Now "vann" þessa könnun! WtF. Anyways þá voru einn til tveir sem kusu kannski þúsund sinnum og það skekkti könnunina "smá".

Posted by Svan at 03:11 EH | Comments (1)

Hvað er í tækinu

White Stripes: White blood cells

Belle and Sebastian: The boy with the arab strap

Black Grape: It's great when you are straight, yeah

Clinic: Eternal Wrangler

Hera: Not your type

Svan

Posted by Svan at 12:38 EH | Comments (0)

(Heimskulegar) Kröfur Þóris

Þórir vill fá að heita í þolfalli, þannig ég ætla hér með að hætta að beygja nafnið hans og nota bara "Þóri". Hann setur þessa kröfu fram meðal annars út af því að ég er víst skráður í þolfalli í þjóðskránni. Ekki sé ég hvernig hann fær út að þetta sé þolfall, því þetta getur allt eins verið þágufall eða nefnifall :þ

Svan

Posted by Svan at 09:53 FH | Comments (1)

Pablo Fransico til landsins!

Yesssssss! Snillingurinn Pablo Fransisco er að koma til landsins og heldur standup í Háskólabíói áður en ég fer út til Japans. Hann byggir stand-up-ið sitt mikið á eftirhermum, og ég skal tékka á því hvort ég finni ekki þegar hann er að gera grín af bíómyndapreviewum og henda því á netið seinna í dag, mest fyndið.

Svan

Posted by Svan at 08:09 FH | Comments (0)

júlí 23, 2003

Veiðiferðin

Það var ógisslega gaman í veiðinni! Það rigndi allan tímann, ég drap mig næstum í klettaklifri, ég er að drepast í vinstri fætinum, mér tókst að festa spún í bólakaf í baugfingurinn á mér og þurfti að skilja hann þar eftir í nokkrar mínútur á meðan ég var að klifra, skar mig, datt niður skriðu, braut veiðistöngina mína og svo veiddum við engan fisk!

Jei!

Svan

Posted by Svan at 03:36 EH | Comments (0)

júlí 22, 2003

Ljúfur dagur og yfirsvefn

Mætti í vinnuna, vann í klukkutíma, fór heim, svaf í tvo og er svo að fara í veiðitúr í hádeginu. Kem á seinnipartinn á morgun heim :)

En ég held að ég sé búinn að fullkomna listina að sofa yfir sig. Ég lagði mig í dag eftir vinnu, sem átti eingöngu að vera klukkutíma leggur, vegna þess að ég átti að vera sóttur klukkan tólf. Ég gerði ráð fyrir að ég myndi ná á þessum einum tíma og 20 mínútum að: (a) taka til í húsinu því foreldrarnir koma heim á morgun, (b) fara í sturtu, raka mig etc og (c) taka mig til í veiðiferðina því ég var ekki einu sinni byrjaður á því. Ég vaknaði klukkan korter í tólf, klukkustund seinna en ég ætlaði mér! (og er að eyða tímanum í að blogga í staðinn fyrir að gera allt það sem ég á að vera að gera :p)

Svan

Posted by Svan at 11:51 FH | Comments (3)

Portúgalsferð

Mér stóð til boða í gærnótt að skella mér til Portúgals fyrir fimmtíuþúsundkall með vinkonu minni. Mér var boðið þetta klukkan hálf tólf, flugið átti að fara í loftið klukkan fimm um morguninn. Djöfull langaði mig!

Svan

Posted by Svan at 08:18 FH | Comments (0)

júlí 21, 2003

Fiskarnir komnir úr baðinu

Jæja, þá eru fiskarnir komnir úr baðinu. Fór í hádeginu og fjárfesti í nýju fiskabúri, og það kostaði fáránlega mikið miðað við að þetta sé bara glerkúla. Fór svo heim í hádeginu og flutti fiskana yfir í nýja búrið. Reyndar gerði ég heiðarlega tilraun til að sjóða annann fiskinn í millitíðinni, því ég henti honum ofan í vaskinn og vatnið var "aðeins" of heitt, þannig hann lagðist bara á botninn alveg hreyfingarlaus þangað til að ég fattaði það að honum leið ekkert alltof vel ofan í sjóðheitu vatninu og flutti hann ofan í baðið aftur. Hann jafnaði sig reyndar á frekar löngum tíma, hélt fyrst að hann væri dauður þar sem hann flaut í baðinu hreyfingarlaus, þangað til að ég potaði í hann með háfnum, þá þaut hann niður :)

Mamma spurði mig áðan hvort þetta væru sömu fiskarnir og þau hefðu skilið eftir. Svona er manni treyst mikið.

Svan

Posted by Svan at 03:45 EH | Comments (0)

Harkan í systur minni

Dússý sys kemur heim á miðvikudaginn þarnæsta og fer nánast beint í bátinn til eyja á Þjóðhátíð.

Þetta er annars ábyggilega búin að vera snilldar ferð hjá henni. Ég held að hún sé að fara á Cranberries tónleika bráðlega, sem verður ábyggilega brilliant tónleikar. Svo leyfði hún mér að heyra eitthvert lélegasta lag í heimi í gegnum síma, Rosa Helikopter fölnar við hliðina á því. Ég sé Anton alveg dilla sér við það.

Svo náttla incident-ið með fólkið sem kom og skoðaði íbúðina hjá þeim :)

Svo var ég að tala við hana um daginn, og það var 46 stiga hiti í Sevilla þegar þær voru þar. Vá hvað það er mikill dauði, shit.

Svan

Posted by Svan at 02:04 EH | Comments (0)

Veiðiferð

Þá er ég að fara í veiði í Stóru Laxá með afa og vini hans. Fer á hádegi á morgun og kem heim seinnipart miðvikudags. Langt síðan ég hef farið í laxveiði :)

Svan

Posted by Svan at 01:14 EH | Comments (0)

Hulk

Fór á Hulk í gær með Þóri og fannst hún vera fín. Ég var reyndar búinn að heyra af því að hún væri ekki þessi dæmigerða ofurhetjumynd (enda leikstýrir Ang Lee henni), en það kom mér samt á óvart hversu miklum tíma var eytt í að útskýra persónu Hulk og svo samband hans við Betty. En fínasta ræma.

Svan

Posted by Svan at 09:43 FH | Comments (4)

Næst síðasti dagurinn einn heima

Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að vera fegin eða leiður yfir því að vera ekki lengur einn heima. Það er alltaf fínt að fá fólkið heim, ég neita því ekki, en hins vegar er alltaf voða ljúft að vera einn heima :)

Svan

Posted by Svan at 08:53 FH | Comments (0)

júlí 18, 2003

"Þú gerir ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn!"

Ákvað að vera geðveikt duglegur og skipta um vatn og þrífa fiskabúrið. Á leiðinni út úr herberginu (haldandi á búrinu) þá rek ég það í hurðarhúninn svo það kom stærðarinnar sprunga í það og vatn byrjaði að leka út úr því. Ég hljóp náttla inn á bað (þessa tæpu tvo metra) og henti fiskunum ofan í vaskinn. Núna eru fiskarnir ofan í baðinu. Tveir oggu pínu litlir gullfiskar ofan í huge baði.

Mér datt í hug Sódóma Reykjavík. Fer í það ábyggilega á morgun að kaupa handa þeim nýtt búr, en annars þá held ég að þeir fíli sig bara ágætlega þarna, heimurinn þeirra stækkaði að minnsta kosti tífalt :)

Svan

Posted by Svan at 08:31 EH | Comments (3)

Argh!

Klukkan er núna að verða sex, fokking brillíant veður úti, það er föstudagur, og ég á eftir að gera endalaust mikið. Ég er búinn að sitja niðrí vinnu að bíða eftir einu skitnu e-maili frá því klukkan þrjú og ég var að fá það núna fyrir korteri síðan!

God hvað ég er pirraður!

Svan

Posted by Svan at 05:39 EH | Comments (0)

Vera Baggins

Jæja, þá er Vera orðinn að Hobbita. Hvenær verður btw Rocky Horror kvöldið???

Svan

Posted by Svan at 03:12 EH | Comments (0)

Dússý sys að gera góða hluti út á spáni

Dússý sys sagði mér í gær að hún hefði lent í neyðarlegustu aðstöðu á ævinni í gær eða fyrradag. Spurning um að fara að blogga um það :)

Svan

Posted by Svan at 02:28 EH | Comments (1)

Ísbúð Vesturbæjar

Fór í ísbúð vesturbæjar áðan og kom með ís handa deildinni minni. Getur ekki klikkað.

Svan

Posted by Svan at 02:17 EH | Comments (0)

A spooky witch in a sexy dress has been bugging me...

Það er kominn svakalegur föstudagur í mig :) Sem er náttla ekkert nema gaman. Er svona að ákveða hvort ég eigi að halda partý á laugardaginn eða ekki, það eru samt fleiri ástæður núna til að halda það ekki. Fara frekar á pottafélagsdjamm eitthvert annað því það eru nokkur partý sem mér standa til boða annar staðar :)

Annars þá reddast þetta alltaf á endanum, það hefur alltaf gert það.

Svan

Posted by Svan at 11:38 FH | Comments (0)

júlí 17, 2003

"Mamma, mamma..."

Sat á stjörnutorgi núna um daginn að muncha á Serrano og þá stóð lítill strákur (svona kannski 4-5 ára gamall) í röð með pabba sínum hjá McDonalds og svo kom allt í einu svaka svipur á hann og þá hljóp upp að mömmu sinni þar sem hún sat við borð og sagði alveg ótrúlega hátt: "Mamma, mamma, typpið á mér er aftur orðið hart! Af hverju gerist þetta eiginlega?"

Ég vissi ekki hvert fólkið á næstu borðum ætlaði. Það voru allir að berjast við að halda niðrí sér hlátrinum og mamman roðnaði alveg svakalega og sagðist ekki vita það og sagði stráknum að fara aftur til pabba síns. Svo baðst hún afsökunar á þessu. Vá hvað þetta var fyndið.

Svan

Posted by Svan at 10:48 FH | Comments (1)

Hmmmm....

Fara í tonn af partýum og vera fullur og vitlaus eða vera heilsusamlegur og ganga laugaveginn? (Flipping a coin to decide)

Svan

Posted by Svan at 10:05 FH | Comments (3)

Það er Dalún dagur í dag...

Fyndið hvernig sumar auglýsingar festast í manni alltaf. Þær auglýsingar sem maður man efti r í lengri tíma eru flestar með einhverju catchy lagi eins og til dæmis Dalún vorrúllu auglýsingin frá því í gamla, gamla daga sem og Ljóma auglýsingin með ríó tríóinu (lagið er actually í mörgum útilegu söngbókum). Sú auglýsing sem ég man einna mest og best eftir var auglýsingin frá Alaska þar sem það kom einhver mjúk rödd og sagði: "Hvar færðu allar gjafavörur, blóm og kransa?" og þá kom hópur af börnum: "Í Alaska!" og svo komu nokkrar svona spurningar í viðbóg og alltaf komu krakkarnir og sögðu "Í Alaska!"...

Þetta var virkilega vond auglýsing. Var minnir mig kosin versta útvarpsauglýsing á síðasta aldarfjórðung af einhverjum gaurum árið 2000.

Svo var náttla snilldin í svala auglýsingunni þar sem allir voru alveg ofur eighties og svo break ís sem var afar fyndið concept.

Svan

Posted by Svan at 10:01 FH | Comments (14)

júlí 16, 2003

Sólarfrí

Mig langar í sólarfrí! Það er alltof fokking gott veður til að maður sé að vinna inni. Ég er bókstaflega að morkna hérna inni! Er að spá í að laumast út klukkan 3 :)

Svan

Posted by Svan at 01:47 EH | Comments (0)

Fjórða útilegan á fimm helgum

Jæja, það var verið að bjóða mér í fjórðu útileguna í sumar. Ég held ég sé kominn með ofnæmi fyrir fersku lofti. Hemmi var að plana að labba niður Laugaveginn næstu helgi frá föstudegi til þriðjudags (eyða einni nóttu í mörkinni). Þar sem ég er einn heima næstu helgi (eins og þá síðustu reyndar líka) þá er ég að spá í að reyna að njóta þess aðeins og beila á þessari göngu þrátt fyrir að við séum búnir að tala um það í nokkur ár að skella okkur.

Kannski er þetta bara leti í mér, ég veit það ekki.

Svan

Posted by Svan at 01:10 EH | Comments (0)

Skemmtilegt

Í morgun þá var ég með gemsann minn í vasanum og hringdi óvart í manneskju sem ég vildi svo innilega ekki hringja í klukkan 8-9 á miðvikudagsmorgni að það hálfa væri nóg (eða bara alls ekki hringja í almennt). Mental note: Nota Keylock!

Svan

Posted by Svan at 10:31 FH | Comments (3)

Óska litlu sys til hamingju með ammlið

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag, hún á afmæl' hún Dússý, hún á afmæli í dag....

Til hamingju með nítjánda afmælisdaginn. Njóttu lífsins úti í Spánverjalandi.

Svan

Posted by Svan at 10:16 FH | Comments (0)

júlí 15, 2003

Fyndnasta manneskja sem ég þekki

Í dag komst ég að því hver er fyndnasta manneskja sem ég þekki.

Svan

Posted by Svan at 11:29 EH | Comments (1)

Sakarvottorð

Félagi minn þurfti að láta útbúa fyrir sig sakarvottorð og þurfti að borga einhver ósköp fyrir að láta gera þetta. Við vorum að skoða þetta plagg áðan og það er nánast ekki til auðveldara plagg til að falsa. Þetta er basicly autt blað með haus og stimpli (eða mis autt, eftir því hversu duglegur maður hefur verið). Einfaldur litaprentari gæti gert þetta plagg.

Svolítið fyndin staðreynd þar sem það sagði mér einhver að algengasta brot íslendinga væri skjalafals (veit ekkert hvort þetta sé rétt eða ekki, en mér finnst þetta líklegt).

Svan

Posted by Svan at 03:55 EH | Comments (4)

Hvað er í tækinu

Mogwai: Happy songs for happy people

Yo La Tengo: I can hear the heart beat as one

White Stripes: White blood cells

Belle and Sebastian: Tigermilk

Svan

Posted by Svan at 10:06 FH | Comments (0)

Sapporo bjórinn

Keypti mér svona Sapporo bjór í ríkinu í gær og smakkaði einn. Þetta er bara hinn fínasti mjöður :)

Svan

Posted by Svan at 10:04 FH | Comments (0)

Símjúka muffins-ið á efstu hæðinni

Í kaffistofunni upp á þriðju hæð er verið að selja snilldar muffins. Það er alltaf mjúkt út af því að það er svo stútfullt af rotvarnar efnum og miðað við hvað ég er búinn að borða mikið af því þá verð ég mjög fallegt lík, því ég er ekkert á leiðinni að rotna. Svo er ég hættur að horfa á nutrition facts á bréfinu, því ég skoðaði það einu sinni og fékk næstum hjartaáfall út af allri óhollustunni í þessu (liggur við að þetta sé feitara en smjör).

En þetta er bara svo fokking gott :)

Svan

Posted by Svan at 09:39 FH | Comments (0)

júlí 14, 2003

Aumingi helgarinnar

Titillinn aumingi helgarinnar að þessu sinni er tvímælalaust Bragi. Bragi formaður skólafélagsins á Bifröst flúði heim með skottið á milli lappanna á föstudagskvöldið úr útilegunni vegna þess að "honum hefur aldrei verið jafn kalt á ævinni!".

Ætli það tengist því eitthvað að hann var í útilegu í þunnusta síðerma bol í Evrópu, gallabuxum og í Og Vodafone tjaldi (sem reyndar stóðu fyrir sínu)? Svo skyldi hann ekkert í því hveru kalt honum varð.

Svan

Posted by Svan at 04:35 EH | Comments (15)

Sapporo bjór

Þórir var að segja mér að ÁTVR væri farið að selja Sapporo bjór. Er það ekki málið að redda sér svoleiðis fyrir kveðjupartýið fyrir Japansförina þar sem maður er nú einu sinni að fara í næsta nágrenni við Sapporo?

Svan

Posted by Svan at 02:09 EH | Comments (3)

Anton eitthvað að klikka

Sá ótrúlegi atburður gerðist nú um daginn að Toni, boðberi slæmrar tónlistar, linkaði á gott lag. Er hér um einstæðan atburð að ræða og nú er það spurning hvernig hann fylgir þessu eftir. Reyndar byrjaði það ekki vel, því karíókí útgáfan af bleiku þyrlunni er ekki alveg það sem ég hafði í huga, en maður getur alveg fyrirgefið svona smávægileg misstig :)

Svan

Posted by Svan at 11:27 FH | Comments (0)

Helgin

Mikið djöfulli er ég þreyttur eftir helgina. Ég var í útilegu með skólafélaginu á Bifröst, sem var hugmynd sem poppaði upp á einu djamminu uppfrá og heppnaðist hún mjög vel. Það var mest gaman að hitta fólkið aftur, en það gerði mig eiginlega ennþá súrari yfir því að ég er ekki að fara að eyða næsta ári uppfrá. Mér finnst það bara svo asnalegt eitthvað að ég sé faktískt séð búinn með minn tíma á Bifröst, þ.e. að ég verð ekki lengur uppfrá.

Stefnan er nú samt að vera eitthvað uppfrá þegar ég get og mæta a.m.k. á nokkur fimmtudagsdjömm ;)

Svan

Posted by Svan at 09:11 FH | Comments (2)

júlí 13, 2003

Happy songs for happy people

Keypti mér nýja Mogwai diskinn í dag, Happy songs for happy people.

Fyrir utan að heita kúl nafni þá er diskurinn mjög góður. Á samt eftir að hlusta betur á hann.

Svan

Posted by Svan at 11:24 EH | Comments (0)

júlí 11, 2003

Hey ú,ú,ú, ég er kominn með hugmynd af hinum fullkomna glæp...

...rænum tæpu tonni af rándýrri frystivöru og skiljum hana eftir í heiðmörk í nokkra daga um hásumar á meðan mesti hitinn er farinn af málinu og komum því svo í verð!

Finnst ykkur eitthvað að þessu plani???

Svan

Posted by Svan at 01:44 EH | Comments (2)

Battle report

Var að koma að heiman. Jú jú, kattarhelvítið var ennþá inni en sem betur fer ekki búinn að borða fiskana því ég hafði haft vit á því að loka inn til systur minnar og hann var ekki heldur búinn að pissa einhverstaðar (ekki það að ég hafi gáð allstaðar, en maður veit er köttur hefur migið inni hjá manni).

Þá var það bara að koma kettinum út. Hann sat inn í stofu niðri alveg brjálaður út í allt og alla (þó aðallega mig) og hvæsti hátt og oft. Ég læddist framhjá honum, opnaði svaladyrnar og vonaðist til að hann myndi take a hint og pilla sig út. But noooo, hann hljóp lengra inn og var kominn inn í eldhús. Eftir að hafa reynt að tala helvítið til (ekki það að ég væri bjartsýnn á að sú aðferð myndi skila einhverju) þá fór ég bara upp og skildi svalahurðina eftir opna. Svo þegar ég kom aftur niður þá rauk hann út úr eldhúsinu og ætlaði að ráðast á mig en ég hljóp á undan honum út um svaladyrnar og þar náði hann að stökkva á mig. Eftir smá vesen þá henti ég honum af mér og fór inn og lokaði. Phew, Mission accomplished.

Ég skýt þennan kött ef ég sé hann aftur!

Svan

Posted by Svan at 01:03 EH | Comments (2)

Sendlast

Í dag er ég að sendast á fyrrverandi bifreið forseta íslenska lýðveldisins. Ég hef verið spurður að því dáldið oft hvort ég sé virkilega á þessum bíl :)

Svan

Posted by Svan at 12:01 EH | Comments (0)

Örlögin virðast vera á móti því að fiskarnir lifa

Ég kíkti heim áðan að sækja símann minn og það fyrsta sem ég heyri þegar ég kem inn er bjölluhljómur. Ég lít upp á stigapall og þar situr helvítis kötturinn sem er búinn að vera reglulega út í garði hjá okkur í svona 3-4 mánuði sem starir á mig á móti og hvæsir þvílíkt og hleypur í burtu. Ég rölti upp og þar var kötturinn að hringsóla í kringum fiskabúrið upp í herbergi systur minnar og ég þangað inn og þá sýndi kötturinn klærrnar og hvæsti á mig aftur. Svo rauk hann út og niður á methraða. Ég sótti símann minn inn í herbergi og svipaðist fyrir hvort kötturinn væri ekki örugglega farinn út um gluggann sem hann kom líklega inn um og mér sýndist það.

Svo lokaði ég glugganum. Nú er ég kominn með smá bakþanka, ef ég lokaði glugganum og kötturinn ennþá inni, þá er hann ekki bara búinn að borða fiskana heldur líka búinn að pissa út um allt. Kattahlandslykt er ekki alveg það besta í heimi.

Ég ætla að kíkja heim í hádeginu, það er nokkuð ljóst.

Svan

Posted by Svan at 11:59 FH | Comments (0)

júlí 10, 2003

...oní barnið mitt, ég meina, hvað helurðu að ég fari að troða bíl ofan í barnið mitt?

Meistari Megas og Meistari Beethoven eru í spilaranum mínum núna. "Níunda sinfónían" og "Borðið þér orma frú Norma" eru alls ekkert svo ólík lög þegar maður fer að spá í það, jú því samkvæmt Radíusbræðrum þá eru víst öll lög í heiminum búin til útfrá laginu "Ó Nikkólína" (sem elskar víst alla kærastana sína).

Svan

Posted by Svan at 11:46 FH | Comments (0)

Hvernig skyldi Dússý fíla það...

...að vera búin að fá gamla settið til sín eftir að hafa verið ein með vinkonum sínum í einn og hálfan mánuð. Mér er gersamlega fyrirmunað að skilja af hverju þau völdu akkúrat sama stað og hún. Af hverju ekki rétt hjá og geta kíkt í heimsókn eina helgi eða eitthvað.

Foreldrar mínir eiga það til að vera erfiðir :)

Svan

Posted by Svan at 11:41 FH | Comments (0)

Útilegan næstu helgi

Skólafélagið ætlar að halda útilegu einhverstaðar í Hvalfirðinum næstu helgi. Mér heyrist það vera fínasta stemming fyrir útilegunni og að mætingin eigi bara eftir að vera góð. Ég á reyndar eftir að redda mér tjaldi og svoleiðis, en planið er að hittast nokkrir á Serrano niðrí bæ í hádeginu í dag og plana þetta aðeins.

Frændfólk mitt gistir ábyggilega heima um helgina.

Svan

Posted by Svan at 09:27 FH | Comments (0)

Mín eina ábyrgð einn heima...

...er að halda fiskunum á lífi, og ég gleymdi næstum að gefa þeim í gær (fyrsti dagur). Skildi mér takast þetta?

Svan

Posted by Svan at 09:21 FH | Comments (2)

Búinn að gefast upp

Ég hreinlega nenni ekki að bíða mikið lengur með að panta mér miða út til Japans. Ég er eiginlega búinn að gefa það upp á bátinn a ð ég og Bendt getum ferðast út saman. Upplýsingarnar sem við fáum að utan eru gjörsamlega engar, en þeir eru búnir að lofa að gefa okkur upp hvenær farið er bókað fyrir Bendt viku fyrir brottför og þá er það of seint fyrir mig að bóka far.

En mikið nenni ég ekki að sitja einn í flugvél í þetta marga klukkutíma :(

Svan

Posted by Svan at 09:19 FH | Comments (1)

júlí 09, 2003

Got to get me one of those!

Vinnufélagi minn var að segja mér frá headsetti sem væri gjörsamlega einangrað. Vá hvað ég verð að fá mér svoleiðis fyrir þessa hjúmongus löngu flugferð sem ég er að fara í eftir 9 vikur. Mest þægilegt að geta bara sett up headset pluggað það við mp3 spilara og heyrt gjörsamlega ekki neitt utanaðkomandi hljóð, engin helvítis hljóð í flugvélinni og ekki neitt...

Spurning bara hvað þetta kostar.

Svan

Posted by Svan at 03:33 EH | Comments (2)

Gekk frá þjóðhátíðarferðinni í gær

Keypti miða í Herjólf í gærdag handa fjórum, mér, Dússý sys, Úllu og kærastanum hennar og förum við á versta tíma í heimi: föstudagskvöldi og þriðjudagsmorgni. Ég ætla samt að reyna að redda fari heim á mánudeginum og er ég nokkuð bjartsýnn á að það takist :) Á eftir að kaupa miða í dalinn fyrir fjóra, það verður líka ágætis fjárútlát.

Annars þá er ég að átta mig á því að voðalega fáir vinir mínir eru að fara með (a.m.k. sem ég veit um). Ég bind mestar vonir við Gaua, en hann á eftir að ákveða sig. Ef í harðbakkann slær þá treð ég mér inn á Geira vinnufélaga eða Dússý og hennar vini. Maður finnur sér allta f einhverja til að hanga með á þjóðhátíð, ég hef ekki miklar áhyggjur af því.

Svan

Posted by Svan at 02:51 EH | Comments (0)

Vesen í morgun

Er kominn í tölvuna hans pabba meðan þau eru í fríinu. Ég bara gersamlega gat ekki komið henni í gang í morgun. Það er einn bloddy takki á skjánum, og einn takki á helvítis boxinu og ég gat ekki komið henni í gang.

Ég sem var að gera grín af tölvufötluðu fólki um daginn :s

Svan

Posted by Svan at 11:48 FH | Comments (0)

júlí 08, 2003

Þjóðhátíðarlagið

Þjóðhátíðarlagið er óvenjulega mikið krapp í ár. Textinn er ömurlegur og lagið verra. Lögin undanfarin ár hafa svo sem ekkert verið neitt stórfengleg tónsmíð, en þau hafa venjulega uppfyllt bæði skilyrðin sem þjóðhátíðarlög þurfa að uppfylla:

1. Catchy viðlag.
2. Að hinn meðalmaður getur(/hefur áhuga) sungið með laginu.

Þetta lag gerir hvorugt, því viðlagið er nánast ekki til staðar og það er í þokkabót nokkuð erfitt að syngja það. Ekki það að þjóðhátíðarlagið sé að fara að eyðileggja fyrir mér þjóðhátíðina. Gekk frá miðakaupum í hádeginu í dag :)

Svan

Posted by Svan at 01:38 EH | Comments (5)

Hvað er í tækinu?

Belle and Sebastian dagar hjá mér núna :)

Belle and Sebastian: Tigermilk

Belle and Sebastian: The first four Ep's

Belle and Sebastian: If you are feeling sinister

Tom Waits: Rain Dogs

The Smiths: Meat is murder

Svan

Posted by Svan at 09:08 FH | Comments (0)

Fínasta útilega

Ég, Anna, Geiri, Sunna Dís, Pétur og e-r vinkona Sunnu fórum í útilegu með fullt af fólki sem ég þekkti ekki nema takmarkað. Við enduðum samt á því að hanga inn í tjaldi mest allan tímann í drykkjuleikjum, þar sem Anna kallaði mig mesta úlf í sauðagæru ever eftir að við fórum í "aldrei aldrei" leikinn. Við enduðum svo á því að fara niðrá strönd (hvítur sandur) og sáum þar stærsta regnboga sem ég hef séð á ævinni.

Vöknuðum heví seint og fórum á Stykkishólm og fórum í sund og fengum okkur að éta á fimm fiskum og var þar mjög góður matur. Síðan var farið í sumarbústaðinn hans Geira og sváfum við þar í circa sólarhring áður en við fórum heim.

Snilldar ferð :)

Svan

Posted by Svan at 08:54 FH | Comments (0)

júlí 07, 2003

Ég sakna systu

sniff sniff, Dússý sys má fara að koma sér heim bráðlega! En það eru víst ennþá rúmar þrjár vikur í hana.

Svan

Posted by Svan at 10:04 EH | Comments (1)

júlí 05, 2003

...making live sized models of the velvet underground in clay

Farinn í útilegu, kem aftur á mánudaginn :)

Er annars einn heima frá miðvikudeginum næsta í tvær vikur, spurning hvort maður nýti ekki tækifærið og haldi jafnvel partý eða eitthvað ;)

Svan

Posted by Svan at 08:07 EH | Comments (5)

júlí 04, 2003

Stef gjöldin endurgreidd???

Félagi minn var að segja mér að þú gætir farið með ónýta skrifanlega geisladiska niðrí menntamálaráðuneyti og fengið STEF gjöldin endurgreidd. Til dæmis ef þér tekst ekki að skrifa disk út af einhverjum error eða eitthvað þannig þá geturðu átt kröfu á því að fá stef gjöldin á hverjum disk fyrir sig, sem eru um 20 krónur, endurgreidda.

Þá er spurning um hvort maður ætti ekki bara að safna þessum diskum saman og skila þeim inn reglulega? Við eyðileggjum nógu andskoti mikið af diskum hér niðrí vinnu. Svo efast ég um að þeir kíkji á hvern disk fyrir sig, þannig maður gæti farið með diska sem eru í lagi en við erum hætt að nota og fengið STEF gjöldin endurgreidd á þá líka. Einhvern vegin efast ég um að þetta sé hægt þó.

En fyrst þeir eru búnir að setja stef gjöld á þessa diska, eru þeir þá ekki faktístk séð búnir að lögleiða það að skrifa tónlist/bókmenntir á diska? Fyrst þeir eru að fá hluta af hagnaðnum, þá geta þeir varla verið að væla mikið. Spurning um að spyrja verðandi lögfræðinginn að þessu?

Svan

Posted by Svan at 03:41 EH | Comments (2)

Alltaf gaman að heimsku annarra :)

Er búinn að vera að dunda mér við að skoða þetta eitthvað í dag. Gaman að hlæja að óförum annarra.

Dagurinn í dag er reyndar búinn að vera frekar rólegur í vinnunni, fínt að hafa þannig daga á föstudögum :)

Svan

Posted by Svan at 03:14 EH | Comments (0)

Jei, ég heiti ekki lengur Elín!

Var að opna aftur póst accountinn minn niðrí vinnu (svanjr@svansprent.is). Þar sem ég hafði ekki opnað hann í heilt ár þá var ágætis magn af ruslpósti handa mér, which is fun. Svona rétt tæplega 350 póstar, þar af kannski 40-50 vinnutengdir.

Að fólk skuli nenna að senda svona drasl er alveg ótrúlegt.

Svan

Posted by Svan at 02:08 EH | Comments (2)

Burrito með pappírsbragði

Fór á Culiacan í dag og fékk mér þar burrito. Vá hvað Serrano er milljón sinnum betri staður. Það var eitthvað óþverra bragð af þessum burrito, voða þurrt eitthvað og vont. Vinnufélagi minn lenti í svipuðu dæmi hjá þeim víst, þannig það er spurning um að fara bara á Serrano eða Tex mex frekar ef maður er í einhverjum svona pælingum.

Svan

Posted by Svan at 01:41 EH | Comments (0)

Módelið í bleiku og bláu

Mikið finnst mér það alltaf undarlegt þegar maður þekkir stelpuna sem er að stríplast í bleiku og bláu.

Hún er ein af þessum þröngsýnu Garðbæingum sem hafa víst allir óbeit á Borgarnesi

Svan

Posted by Svan at 09:08 FH | Comments (0)

Flaggað í hálfa stöng á hverjum föstudegi

Það er hús í næstu götu fyrir ofan mína sem flaggar í hálfa stöng á hverjum einasta föstudegi. Er lengi búinn að spá í út af hverju.

Svan

Posted by Svan at 08:46 FH | Comments (2)

Hraðasekt veldur því að ég er að fara til Eyja um VH

Mér finnst það svolítið mögnuð staðreynd að hraðasekt upp á einhvern 30-40 þúsund kall skuli vera valdur þess að ég er ákveðinn í að fara á þjóðhátíð í eyjum. Reyndar fékk ég ekki þessa hraðasekt heldur félagi minn sem ætlaði í þriggja daga rafting með mér eftir tvær helgar, og hún veldur því að hann komist ekki í þessa ferð og þar sem við vorum það fáir sem ætluðum að þá er ferðin eiginlega dottin uppfyrir.

Sem þýðir að ég á nægan pening til að fara til eyja. Var að panta áðan, á fokking föstudagskvöldi og heim á þriðjudagsmorgni það er ekki hægt að fá verri tímasetningu.

Svan

Posted by Svan at 08:40 FH | Comments (0)

Fáránleg tilhugsun

Ég fæ það stundum á tilfinninguna að ég sé búinn að skoða allt á netinu. Þegar ég er kannski að fara vefsíðuhringinn minn í annað skiptið, þá poppar þessi hugsun upp venjulega "jæja, þá er ég búinn að skoða internetið". Nánast beint á eftir þessari tilhugsun kemur..."Nei Svan, það er ekki hægt að vera búinn að skoða allt internetið".

Samt flýgur þessi hugsun reglulega í gegnum hausinn á mér.

Svan

Posted by Svan at 01:37 FH | Comments (2)

júlí 03, 2003

Clockwork Orange fílingur í mér í dag

Ekki það að ég sé neitt sérstalega hættulegur umhverfi mínu eins og hann Alex félagi minn, heldur er ég búinn að vera að hlusta á Beethoven í allan dag :)

Svan

Posted by Svan at 04:28 EH | Comments (0)

Leiðinlegasti hlutinn af vinnunni minni og lokaplanið næstu helgi :)

Það kemur fyrir að við þurfum að vinna verkefni sem eru með outline-uðu letri og gera breytingar á þeim. Outline-að letur er faktískt séð ekki stafir heldur eingöngu línur sem líta út eins og stafir, þ.e. þú getur ekki ýtt á backspace og skrifað svo stafinn inn, þú verður að velja hvern punkt í stafnum og hreinsa hann út manually og teikna staf handvirkt í staðinn. Það er svo sem allt í lagi að gera þetta þegar þetta eru einn og einn stafur (eins og til dæmis símanúmerabreytingin hér um árið), en þegar maður er að gera heilt nafnspjald, eins og ég er búinn að vera að gera í dag, þá er þetta bara ekki hægt.

Þá í staðinn verð ég að leita í gegnum "leturgerðarbækur" sem eru alveg endalaust þykkar og bera saman letrið sem er í nafnspjaldinu við allar þær leturgerðir sem eru til þar þangað til að ég finn þá réttu. Þetta tekur alveg óendanlega langan tíma og er alveg meiriháttar gaman. Þetta er s.s. meirihluti vinnudagsins í dag hjá mér í dag :(

Ég er annars hættur við að gista í hoppukastalanum á laugardaginn. Megin ástæðan fyrir því var sú að við gátum ekki reddað kerru til að koma honum í bæinn aftur, svo líka var það böggur að þar sem þetta er leiktæki og átti að vera staðsett á túni í Selfossi þá var vonlaust að reyna að sofa út því að það er 100% að einhverjir krakkagemlingar vektu okkur snemma með því að fara að hoppa í kastalanum. Sofandi fólk hefur voðalega lítil áhrif á þau :)

Í staðinn þá fer ég í Langaholt með vinnufélögunum, og er jafnvel pæling að vera fram á mánudag og leika okkur eitthvað á brettum. Verður það þá í annað skiptið sem ég stíg á slíkt manndrápstæki.

Ég er næstum búinn að fara hringinn í kringum landið í plönum þessa helgi, fyrst mörkin, svo höfn, svo skógar, svo selfoss, svo akureyri og svo snæfellsnesið.

Svan

Posted by Svan at 03:00 EH | Comments (0)

júlí 02, 2003

Ég fer líklega í fyrstu helgina í júlí útilegu eftir allt saman

Það var verið að tjá mér að ég ætli að eyða laugardagsnóttinni í hoppukastala með þaki.

(edit: það var verið að sýna mér mynd af hoppukastalanum sem við gistum í, nú er það bara vesenið að koma honum á milli staða)

Svan

Posted by Svan at 06:40 EH | Comments (0)

Nokkrar tilvitnanir úr vinnunni

Veistu hvað læknirinn minn sagði að ég ætti að gera? Detta í það að minnsta kosti tvisvar til þrisvar í mánuði, það væri það besta sem ég gæti gert í þessari stöðu. Ég á sem sagt að drekka áfengi í miklu magni allt að þrisvar í mánuði að læknisráði!
Vinnufélagi minn sem drekkur afar hóflega (eiginlega bara ekki) leitaði til læknis nú um daginn.

Ef það er ekki Ajax lykt heima þegar ég kem heim úr vinnunni þá mun einhver meiða sig (lýtur á konuna sína sem situr við hliðina á honum og horfir illilega á hann)...eða svona...ummm...já...
Sagt í starfsmannaútilegu.

1. Kemurru með starfsmannafélaginu til Dublin?
2. Nei, ég kemst ekki. Kærastan mín á að fara að eiga um þetta leiti
1. Kommon maður þú hefur gott af því að fara, þessi ferð er síðasti sjensinn þinn til að halda framhjá án samviskubits!

Svan

Posted by Svan at 09:41 FH | Comments (0)

"Sæl Elín"

Ég er orðinn geðveik pirraður á því að þykjast heita "Elín" þegar ég er að senda e-mail á fólk tengdu vinnunni.

Svan

Posted by Svan at 09:18 FH | Comments (0)

Fýlar eða fílar???

Hvort skrifiði slettuna fýlar/fílar með y-i eða einföldu i-i?

Svan

Posted by Svan at 09:15 FH | Comments (3)

Eitthvað sýnist mér...

vélritunarkennarinn hafa misskilið boðskap Equilibrium :)

Svan

Posted by Svan at 08:52 FH | Comments (1)

Af undarlegum uppátækjum Strumpsins

Þórir tilkynnti mér það í gær að hann væri hættur að borga með debetkorti. Þetta hefur tvennt í för með sér fyrir mig.

1. Þar sem hann er bílprófslaus þá enda ég ábyggilega á því að þurfa að koma við í hraðbanka með honum endalaust mikið oftar.

2. En aftur á móti þá á ég núna vin sem á ALLTAF klink í stöðumæli :)

Svan

Posted by Svan at 08:49 FH | Comments (0)

Boðberi slæmrar tónlistar

Horfði í dag á Equilibrium með Aha faninum og boðbera slæmrar tónlistar (his evil lackey was missing though).

Myndin er snilld út í gegn, mér finnst það endalaust skrýtið að hún skuli ekki hafa farið í bíó en það er kannski út af því að hún er bresk. Anyways þá fórum við á Pizza Napoli í kópavoginum eftir vídjóið og fengum okkur afbragðs lummu. Talið barst svo að hljómsveitinni Peaches.

Ég og Anton höfum verið að tala um þetta band í einhvern tíma, en þó ekki sama bandið. Anton var að tala um konu frá þýskalandi sem kenndi í barnaskóla þangað til hún ákvað að verða pönkari/rappari og meika það sem tónlistarmaður. Þekktasta lagið hennar er "fuck the pain away"

Ég var hinsvegar að tala um allt aðra hljómsveit sem er mikið betri, sænska dúettinn Peaches. Þetta er eins og hinar sænsku Jóhönnu Guðrúnar, nema bara dúett. Þessi dúett á einhver fyndnustu tónlistarmyndbönd ever, Rosa-Helikopter og svo Skateboard. Þetta er með því fyndnara sem ég hef séð á ævinni.

En ég efast ekki um að Toni (a.k.a. boðberi slæmrar tónlistar) eigi eftir að dýrka þessa hljómsveit í ræmur.

Svan

Posted by Svan at 01:08 FH | Comments (2)

júlí 01, 2003

Hótelgisting í London

Er að leita mér að hótelgistingu fyrir mig og Andra Þór í London á milli 25. og 28. ágúst. Svo virðist sem að flest öll nettilboð séu nánast fullbókuð, þannig ég er bara að spá í að fara á farfuglaheimili eða eitthvað. Miðað við það farfuglaheimili sem ég er búinn að hafa samband við þá kostar 3 nætur á því mun minna en 1 nótt á hótelinu sem ég var næstum búinn að bóka okkur á.

Eitthvað segir mér að aðstaðan á þessu farfuglaheimili sé eitthvað iffy.

Svan

Posted by Svan at 01:29 EH | Comments (0)

Hljómsveitirnar í eyjum

Veit einhver hvort búið sé að gefa upp hvaða hljómsveitir verða á þjóðhátíð þetta árið? Ekki það að ég hafi farið undanfarið fimm ár út af gríðargóðu tónlistarúrvali sem þjóðhátíðin hefur upp á að bjóða. Eina góða hljómsveitin sem ég man eftir var færeyska bandið sem spilaði á litla sviðinu nánast allan tímann held ég árið 2000, ég hef aldrei séð jafnmikið úthald í einni hljómsveit, og gítarleikarinn gat hrist endalaust magn klettasólóa úr erminni eins og ekkert væri.

Svan

Posted by Svan at 09:10 FH | Comments (3)

Hvað er í tækinu

Tom Waits: Frank's wild years

Tom Waits: Rain Dogs

Yo La Tengo: And then nothing turned itself inside-out

Radíusbræður: Nokkrar random radíusflugur

Zero Seven: Simple things

Svan

Posted by Svan at 08:43 FH | Comments (0)