ágúst 30, 2003

Húmor hjá litlum gutta

Það getur vel verið að ég hafi sagt þessa sögu áður á blogginu mínu, en anyways, here goes...

Vinur minn á yngri bróðir (4 ár á milli þeirra) sem hefur alltaf verið frekar villtur. Einn daginn þegar þeir voru yngri, vinur minn 13-14 ára en bróðirinn þá 9-10 ára, þá situr þessi vinur minn við morgunverðarborðið með mömmu sinni og pabba og fer að leggja af stað í skólann. Kemur ekki litli bróðirinn inn í eldhúsið haldandi á klámblaði sem hann hafði stolið úr herbergi bróður síns, henti því á matarborðið og sagði: "Takk fyrir lánið, áttu nokkuð annað svona einhverstaðar"... Mamma hans og pabbi voru ekkert voðalega sátt og eipuðu á hann fyrir að hafa lánað "níu ára gömlu barni slíkan sora" og það var lítil leið fyrir hann til að reyna að sannfæra þau um að hann hafði ekkert lánað honum þetta blað, heldur hafi bróðir hans upp á sitt einsdæmi tekið upp á þessum practical joke :þ

Svan

Posted by Svan at 06:14 EH | Comments (0)

Kvennamál á Bifröst

Hvaða skiptinema ætli hæstvirti formaður skólafélagsins hössli í ár??? Ég bíð spenntur...

Svan

Posted by Svan at 01:59 FH | Comments (3)

ágúst 29, 2003

Hvað er í tækinu

Ladytron: Light&Magic

The Smiths: The queen is dead

The Pouges: If I should fall from grace with god

Mogwai: safn af smáskífum

Radiohead: 7 television commercial (dvd m. radiohead myndböndum)

The Band: The Last Waltz (dvd af síðustu tónleikum The Band)

Svan

Posted by Svan at 08:22 EH | Comments (0)

Blóð, sviti og bananamjólk

Vá hvað það var gott að sofa í rúminu sínu í nótt. Mig dreymdi reyndar frekar súran draum, þar sem á tímabili þá drekkti ég Megasi á einhverju nesi í BNA, lét handtaka mann sem ýtti á alla takkana í lyftunni sem ég var í eingöngu til að pirra fólk, svo heilsaði Björk mér á tímabili á götu í New York (hvað við vorum að gera þar veit ég ekki)...

Annars þá missti ég held ég af dúndur djammi á Bifröst í gær. Grillveisla og svo skálakvöld. Þetta var í þokkabót fyrsti fimmtudagurinn, þannig það segir mér eitthvað að það hafi verið ágætis stemming í gær. Ég kom bara svo seint að ég komst ekki uppeftir... :(

Svan

Posted by Svan at 09:44 FH | Comments (2)

If Chins Could Kill: Confessions of a B Movie Actor

Keypti mér ævisögu ofurtöffarans Bruce Campbells í London og gluggaði aðeins í henni í flugvélinni. Þetta virðist ætla að vera ágætis lesning :)

Svan

Posted by Svan at 01:22 FH | Comments (0)

Heimferðin

Jæja, þá er ég kominn heim. Það var nú meira helvítis vesenið að komast hingað, god damn it... 2 og hálfur tími er augljóslega ekki nóg til að komast frá Oxford Street til Standsted og við Andri vorum alveg hrikalega tæpir á að ná fluginu en það tókst á endanum.

Planið var að taka Tube-ið til Liverpool station og þaðan til Standsted en þar sem við vorum frekar seinir þá tókum við leigubíl í staðinn sem kostaði okkur 100 pund sem er um 13 þúsund kall íslenskar. Á leiðinni þá komumst við að því að það varð rafmagnsbilun í fjölmörgum lestum í London, þar á meðal lestinni frá Liverpool station til Stansted og ef við hefðum tekið hana þá hefðum við misst af vélinni. Þegar við komum á flugvöllinn þá hlupum við niður fullt af fólki í leit að "check in"-inu og ætluðum að henda öllum farangrinum okkar á færibandið, en neeeeiiii...helvítis afgreiðslukonan þurfti að vera erfið og neitaði að taka við tveimur töskum og sendi okkur á annan stað í flugstöðinni með þær töskur og við hlaupandi eins og við ættum lífið að leysa á milli staða. Ástæðan fyrir því að hún vildi ekki taka við þeim: það gæti verið möguleiki á að pokinn utan um tjaldið gæti opnast og að dýnan gæti dottið af bakpokanum mínum...

Anywho þá hlupum við framhjá lengstu röð í heimi til að sýna passana okkar og farmiða, sem fór frekar mikið í taugarnar á konunni sem var fremst í röðinni því hún hafði greinilega beðið lengi, og heyrði ég hana rífa kjaft við konuna sem var að skoða miðana...ég og Andri héldum áfram að hlaupa, og eins og venjulega þá þurfti Andri næstum að fara úr öllum fötunum svo að það pípti ekki á hann málmleitartækið.

Svo rétt svo náðum við í lest sem flytur á milli staða í flugvellinum og hlupum þaðan í gate-ið sem flugvélin okkar var í og munaði 4-5 mínútum að við misstum af fluginu......"ef" flugið hefði lagt af stað á réttum tíma.....við sátum í flugvélinni í svona þrjú korter nánast búnað vera á hlaupum stanslaust í hálftíma til að ná vélinni því að flugstjórinn vildi taka tillit til þeirra sem tóku tube-ið til Stansted og töfðust út af rafmagnsbiluninni...og þeir misstu af vélinni.

Lendi í Keflavík og það vantaði eina tösku hjá mér. Töskuna með öllum fötunum mínum og nánast öllu því sem ég keypti. Ég skrifa það reyndar á hversu ótrúlega seinir við vorum og býst ég því við töskunni ekki á morgun heldur hinn...

En nú er ég þreyttari en allt í heiminum og ætla að fara að sofa, enda búið að vera frekar erfiður dagur.

ps. Takk allir þeir sem óskuðu mér til hamingju með afmælið, hvort sem það var m. sms-i, bloggfærslum, commentafærslum, símtali eða bara face-2-face :)

Svan

Posted by Svan at 12:17 FH | Comments (3)

ágúst 26, 2003

Leeds Festival

Jaeja, loksins kemst eg a netid uti i London. Festivalid var snilld, Beck var bestur System of a Down naestbestir en The Libertines voru frekar slappir live sem kom mer nett a ovart.

I tjoldunum vid hlidina a okkur voru hopur af 17 ara krokkum fra Sheffield sem voru frekar leidinleg. A sunnudagsnottinni tha kveiktu thau eld og Andri Thor var sendur ut ad tekka a hvort eldurinn vaeri nokkud of nalaegt okkur...hann kom til baka naestum thvi strax:

Eg: Jaeja, hvernig er astandid?
Andri: Eiginlega bara frekar subbulegt, their sitja tharna thrir i kringum hrugu af brennandi pappaglosum med teppi yfir ser ad runka ser i hop...eg maeli ekkert serstaklega med thvi ad fara ut...

Sidan um morguninn tha toku bretarnir upp a thvi ad nota primusa til ad fylla tjoldin af gasi og henda svo eldi inn i thau thannig thau bokstaflega sprungu...og svo var ollu hent i sameiginlegan haug thar sem thad fekk ad brenna i fridi. Saei eg thetta ske a thjodhatid i eyjum? Ekki veit eg nakvaema tolu a hversu margir voru tharna, en eg myndi skjota a svona 50-60 thusund manns og gaeslan i eyjum virdist vera fjolmennari heldur en gaeslan tharna...thannig ef eitthvad hefdi sked tha hefdi enginn radid vid neitt.

Anywho tha var thetta snilldar helgi, nu er thad bara ad chilla i London i nokkra daga :)

Kem heim a fimmtudaginn.

Svan

Posted by Svan at 10:08 FH | Comments (0)

ágúst 21, 2003

Farinn til Leeds

Jæja, þá er ég svo gott sem farinn til Leeds. Ég býst við að vera að allan morgundaginn í hinum og þessum reddingum áður en ég fer út á flugvöll um hádegisbilið. Ég held að það sé aðstaða til að komast á netið á tónleikahátíðinni þannig ég reyni að blogga frá útlandinu :)

Bæ í bili...

Svan

Posted by Svan at 12:23 FH | Comments (1)

ágúst 20, 2003

Ókei, það er töluvert meira stress

Tékkaði á miðum inn á festivalið fyrir Sibbu og jú það seldist víst upp í gær. Keypti miða á laugardag og sunnudag en við eigum eftir að redda gistingunni...en að sjálfsögðu þá reddast þetta allt á endanum :) Er búnað vera í útréttingum í allan morgun og gengur alveg ágætlega. Ferðin er að taka á sig smá mynd, svona daginn fyrir brottför :þ

Svan

Posted by Svan at 12:09 EH | Comments (0)

ágúst 19, 2003

Ekkert meira stress

Jahúúúú, ég var að redda miðunum inn á Leeds Festivalið. Ég er búnað vera að bíða eftir þeim í póstinum heví lengi en ég hringdi niðreftir í dag og fékk þá til að senda þá á pósthúsið sem er á festivalinu sjálfu og ég næ í þá þar... Ég var ekki alveg að treysta því að fá þá senda á morgun, daginn áður en ég fer út :s Nú er ég hættur að vera stressaður :) Jei!

Svan

Posted by Svan at 01:32 EH | Comments (1)

Hvað er í tækinu

Smá upphitun fyrir Leeds og svo líka smá klassík...

The Libertines: Up the Bracket

The Streets: Original Pirate Material

Arlo Guthrie: The last of the Brooklyn Cowboys

The Pouges: Rum, Sodomy and Lash

Svan

Posted by Svan at 01:24 EH | Comments (0)

ágúst 18, 2003

Bjór síðan verslunarmannahelgin '98

Var að róta til í herberginu mínu um daginn (nánar tiltekið upp á háalofti sem er í herberginu mínu) og fann þar tösku með kippu af bjór í. Þá fór ég að rifja upp hvaðan þessi bjór væri, og jú síðan fyrstu þjóðhátíðarinnar minnar...þeirrar sem ég tapaði öllu áfenginu mínu á laugardagsmorgni nema þessarar ágætu kippu sem ég ætlaði að geyma fram á sunnudagskvöldið en gat ekki drukkið sökum verstu þynnku á ævinni, en það er önnur (og lengri) saga.

Ég er búnað vera tvístígandi í ágætis tíma hvort ég eigi að þora að drekka þennan bjór. Samkvæmt pakkningunum þá er hann víst útrunninn einhverntíman seint á árinu 2000 og eru það þá að verða 3 ár síðan. Ég vil ekki vera þekktur fyrir að henda bjór, en ég vil heldur ekki drekka þennan bjór. Hefur einhver áhuga á að fá kippu af bjór gefins? :þ

Svan

Posted by Svan at 07:39 EH | Comments (4)

ágúst 17, 2003

Rússnesk kjötsúpa og Ruskie Standard

Alli bauð okkur Sibbu og fleirum í Bortch (rússnesk kjötsúpa) í gærkvöldi. Súpan var snilld og svo var staupaður vodki sem hét Rusky Standard sem á víst að vera besti vodki í heimi. Jú, hann var virkilega góður, ég gat að minnsta kosti staupað ótæpilegt magn af honum (borðaði reyndar súrar gúrkur eftir hvert skot svona til að deyfa bragðið sem svínvirkaði), það var svona ljúft bragð að honum sem er óvanalegt með 40% vín.

Fór svo niðrí bæ, þar sem að allt Ísland virtist vera samankomið á einn stað og raðirnar á staði fáránlega langar. Ég endaði á því að fara frekar snemma heim...

Svan

Posted by Svan at 04:50 EH | Comments (2)

ágúst 15, 2003

One of "those" days

Klukkan er ekki orðin 12 og ég er þegar búnað týna lyklunum mínum af bílnum, flugmiðanum mínum út til Japan og nú síðast veskinu mínu... Svo er ég búnað vera algjör glópur í vinnunni, var að lýsa á plötur og tókst að skemma alveg helling, sem er ekki sniðugt :s

Út af þessu lyklaveseni þá tókst mér að koma einum og hálfum tíma of seint í vinnuna í morgun.

Á maður að þora út á djammið í kvöld? Ég veit ekki hvort ég kemst lifandi heim með þessu áframhaldi.

Svan

Posted by Svan at 10:54 FH | Comments (5)

ágúst 14, 2003

Viggó Mortensen á leiðinni til landsins (aftur)

Skv einstaklega óáreiðanlegum heimildum (starfsmanni á bílaleigu í keflavík) þá er Viggo Mortensen á leiðinni til landsins. Ábyggilega í veiði.

Svan

Posted by Svan at 07:45 EH | Comments (2)

Fjölgun í Leeds ferðinni

Bættist einn við í Leeds ferðina á seinustu stundu :) Þá erum við að fara þrjú s.s. ég og Andri Þór og svo ákvað Sibba (sem er btw ekki búnað blogga í tíu daga) að koma með okkur svona til að passa okkur :)

Vorum að stússast í því í dag og í gær að redda málunum og það virðist allt vera að smella ;)

Svan

Posted by Svan at 07:37 EH | Comments (0)

Reddingadagur

Snattaðist frekar mikið í dag. Fór niðrí Japanska sendiráðið og kláraði þar allt sem ég þurfti klára þar, fór svo niðrí ferðaskrifstofu að fjárfesta í miðanum mínum út. Önnur leiðin kostaði mig rúman áttatíu þúsund kall og fer ég í frá Keflavík til Köben til Tokyo til Sapporo og mun ferðin taka fáránlega langan tíma. Keypti mér linsur, pantaði tíma í bólusetningu og hjá tannlækni.

En þá er ég nánast búinn að öllu :) Þarf reyndar að fara að kaupa mér föt...

Svan

Posted by Svan at 07:04 EH | Comments (0)

Skólinn

Ég kemst bara ekki yfir það hvað mér finnst það undarlegt að ég skuli ekki vera að fara upp á Bifröst á næsta ári. Mér finnst ég svo innilega ekki búinn að klára skólavistina þar :s

Svan

Posted by Svan at 01:18 FH | Comments (1)

ágúst 13, 2003

Útilega

Ég man eftir því þegar maður var yngri þá fór ég stundum og tjaldaði úti í garði annað hvort hjá mér eða hjá vinum mínum og gistum þar í einhverjar nætur stundum. Mamma var að segja mér að litla systir mín hafi farið í svona "útilegu", en ekki í tjaldi heldur í tjaldvagni(!). Breyttir tímar... :)

Svan

Posted by Svan at 11:00 FH | Comments (0)

Pirates of the Caribbean

Fór í bíó í gær á Pirates of the Caribbean og það kom mér eiginlega á óvart hversu góð hún er. Johnny Depp virðist vera fullur alla myndina og var mjög góður að vanda, sem og allir hinir. Mæli með henni...

Svan

Posted by Svan at 08:53 FH | Comments (1)

ágúst 12, 2003

Maðurinn sem syndir alltaf í tjörninni á þjóðhátið

Jæja "loksins" komnar myndir af Stíg (mér var sagt að hann heiti það) syndandi í bláu lauginni á þjóðhátíð (1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8).

Skemmtilega athyglissjúkur. Hann ætti að skemmta sér við að segja barnabörnunum frá þessu í ellinni...

Svan

Posted by Svan at 06:09 EH | Comments (0)

Skáti/Forrester

Var að taka eftir því að Þórir breytti linknum mínum úr "Svan Skáti" yfir í "Svan Forrester". Wonder why...

Svan

Posted by Svan at 05:53 EH | Comments (0)

Hello, are you mister John Swane?

Fékk símtal frá Tokyo í dag þar sem var verið að bjóða mér að hvítþvo peninga. Venjulegt fólk fær meila frá Nígeríu en ég fæ símtöl frá Tokyo. Í fokking gemsann minn og þar sem ég var í kringum tuttugu mínútur að losna við þessa kellingu þá verður þetta frekar dýrt símtal.

Anywho þá hringdi hún í mig eftir að hafa verið að hringja endalaust í prentsmiðjuna og mamma á endanum gaf henni gsm númerið mitt því að "ég ætti auðvelt með að losna við hana". Þessi kona hún pósaði sem fjárfestingafyrirtæki frá Tokyo. Eftir að ég var búnað sannfæra hana um að ég væri námsmaður með götótta vasa og því engan pening til að fjárfesta í einu né neinu þá vildi hún samt halda áfram að tala við mig, og þá hringdu nokkrar viðvörunarbjöllur. Svo kom spurningin: "Can you handle fifty thousand american dollars" og ég svaraði að ég ætti ekki svona mikinn pening, en þá var það ekkert issue heldur eingöngu hvort ég gæti "handle" svona mikinn pening og þá fattaði ég að þetta væri hvítþvottur og lagði svo á.

Þessi kona var hins vegar með skuggalega miklar upplýsingar um mig. Reyndar tókst henni að klúðra nafninu mínu alveg svakalega en hún stafaði það fyrir mig eins og hún var með það skrifað niður og það var "John Swane" sem er náttla alveg off. Það sem gerði mig alveg brjálaðan í sambandi við þetta var það að hún endaði hverja einustu setningu á orðunum: "Mister John"...God hvað ég þoli ekki að vera kallaður Jón :þ hvað þá í tuttugu mínútur samfleitt af manneskju sem var frekar pirrandi fyrir.

Svo á ég von á símtali "from her managing director" á morgun, og ég býst við að það verði álíka langt helvíti :s

Svan

Posted by Svan at 12:07 FH | Comments (5)

ágúst 11, 2003

Allar tölvurnar uppteknar

Síðustu tvær vikur hafa verið frekar brjálaðar í vinnunni þar sem ég og pabbi höfum nánast verið einir allan tímann, en svo í dag þá eru allir í forvinnslunni mættir þannig ég hef ekki lengur neinn stað til að vera á :( Þá fór ég bara upp á bókband og viti menn, jú ég fékk heilalausasta djobb í heimi um leið og ég steig inn um dyrnar (svona er manni nú treyst). Plokka hefti úr óendanlega miklu magni af bæklingum og taka kápuna af því það þarf að skipta um. Jibbí :þ

Svan

Posted by Svan at 01:05 EH | Comments (0)

Staðan á Leeds

Þeir drulluðust loksins til að senda miðana okkar Andra á festivalið með pósti í lok síðustu viku, þannig við erum að fara til Leeds after all. Annars þá var ég að fá þær fréttir að aðal bandið sem ég ætlaði að sjá, White Stripes, verður ekki á hátíðinni og græt ég það mjög.

Anyways þá á eftir að verða endalaust gaman úti :)

Svan

Posted by Svan at 09:07 FH | Comments (0)

Must see mynd

Ég hef oft haft gaman af vondum bíómyndum. Þó ekki á sama hátt og Þórir og Anton sem virðast stundum ekki átta sig á því að það sem þeir eru að horfa á er á annað borð vont. Anywho þá dauðlangar mig til að sjá þessa mynd. Þetta er víst einhver versta kvikmynd ever og ég get ekki beðið þangað til hún komi á videóleigurnar.

Svan

Posted by Svan at 02:20 FH | Comments (2)

ágúst 10, 2003

"Yrpa" eða "Irpa"

Amma og Afi voru að fá sér hund um daginn og var ákveðið að skýra hana "Irpu/Yrpu". Það eina sem er að við erum ekki viss um að þetta sé með einföldu I-i eða yfsilon Y-i. Mamma segist hafa fundið það að þetta væri komið af orðinu "Jarpur" og væri því með einföldu, en mér finnst það eitthvað svo kjánalegt að skrifa það með einföldu. Þrátt fyrir það að ég hafi ekkert máli mínu til stuðnings þá held ég að það sé með Y-i en ekki I-i.

Svan

Posted by Svan at 05:02 EH | Comments (7)

Minnsta sys á ammæli

Afmælisveisla hjá Salbjörgu systur í dag klukkan þrjú. Fullt af æstum litlum börnum hámandi í sig nammi og kökur á sykursjokki dauðans heima hjá mér á eftir Juhúúúú! Ég var búnað lofa að grilla pulsur á eftir, vitleysan sem maður lætur plata sig út í :)

Svan

Posted by Svan at 02:02 EH | Comments (0)

Hvað er í tækinu

Arlo Guthrie: The last of the brooklyn cowboys

Radíusbræður: nokkrar random radíusflugur

Yo La Tengo: I can hear the heart beating as one

Svan

Posted by Svan at 02:01 FH | Comments (0)

ágúst 08, 2003

Jólalög

Af hverju er Helga Möller að syngja jólalög í hausnum á mér??? Það er fokking ágúst!

Svan

Posted by Svan at 11:26 FH | Comments (0)

ágúst 07, 2003

"Þórir, er þetta pabbi þinn?"

Fyndið, ég sótti Þóri í vinnuna í gær (eins og svo oft áður) og þá spurði samstarfsfélagi hans hvort að ég væri pabbi hans Þóris.

Ég ætla að vona að ég sé ekki alveg svona fullorðinslegur.

Svan

Posted by Svan at 06:16 EH | Comments (4)

Litla systir að biðja mig um MSN

Litla systir mín 9 ára var að biðja mig um að láta hana fá MSN addressu því "allar vinkonurnar mínar eru með svoleiðis". Ég að sjálfsögðu sem stóri bróðir hlýddi bara :)

Það er skárra að hún sé að blaðra á msn-inu níu ára gömul heldur en á irc-inu eða ef M&P keyptu handa henni GSM síma :þ

Svan

Posted by Svan at 06:13 EH | Comments (0)

Eins þú sért að dreifa pósti, eins þú sért....og svo beint í funky chicken

Já, þjóðhátíðin var fín að vanda. Fullt af hlutum sem skeði:

Addi ("ég var ellefu tíma í herjólfi") fór heim á föstudaginn með spýtu í auganu.

Vinkonur systur minnar voru eltar af brjáluðum brúðarmeyjum sem ætluðu að sparka í þær.

Ég borgaði 4000 kall fyrir pizzu og brauðstangir. Pizzan var með bönunum sem við pöntuðum ekki.

Skv Stebba (sem hét í raun Bjarni) þá getur maður ekki verið pönkari ef maður er með rautt skegg.

Hippabandið var besta bandið á þjóðhátíð.

Töskunni mini var rænt tvisvar sama sólarhringinn og í bæði skiptin fann ég hana með öllu dótinu mínu í.

Ég drakk meira fyrsta kvöldið heldur en hin tvö til samans.

Ég ætla aldrei að fara aftur á Þjóðhátíð þegar maður á kærustu í bænum.

Vinir mínir og félagar voru mikið fyrir það að drepast/finna sér leikfélaga fyrir klukkan 3 á nóttunni, þannig ég var heví mikið einn

Ég djammaði með systur minni í fyrsta skiptið á ævinni í heilt kvöld, enda var það skemmtilegasta kvöldið.

Vinur minn ætldi á stelpu sem hann var að reyna við eftir að ég gaf honum G&T

Þjóðhátíðarlagið í ár var það leiðinlegt að þjóðhátíðarlagið í fyrra var milljón sinnum meir spilað

Rósa gaf mér sápukúlubox.

Gæslan lét mig ekki í friði.

Ég skandaliseraði ekki neitt (honest)

Egill smurostur var í ógeðslegasta outfitti ever

Sama hvað fólk segir, þá eru sólgleraugu um miðja nótt í kolniðamyrkri ekki kúl.

Tjaldsúlur eru óþarfar þegar maður er að reisa tjöld.

Gaui á skilin verðlaun fyrir að nenna að vakna fyrir mig til að kaupa miða í Herjólf um mánudags morguninn :)

...og svo náttla fullt fullt fleira :) Ágætasta helgi.

Svan

Posted by Svan at 02:52 EH | Comments (4)

Fleiri sögur af prestsyninum

Eftir að Anna hafði sagt við prestsoninn að þetta hafi ekki verið hún sem hefði verið að tala við hann í gær heldur vinnufélagi hennar (s.s. ég) þá varð hann geðveikt sorry að hafa verið svona grænn og ekki fattað þetta. Hann ákvað að bjóða henni á deit í kvöld til sárabóta, og hans hugmynd að fyrsta deiti var að "Fara heim til þín og þú getur kynnt mig fyrir foreldrunum og við getum svo skoðað myndaalbúmin þín..."

Þetta er alveg endalaust fyndinn einstaklingur. Þetta er versta hugynd af fyrsta deiti ever! Sérstaklega hjá manneskjum sem hafa aldrei hisst nema bara á msn-inu.

Svan

Posted by Svan at 01:21 EH | Comments (0)

"Ert þú ekki að verða of gamall í þessa vitleysu?"

Fyndið, fólk hefur verið að spyrja mig hvort ég sé ekki að verða of gamall til að vera að fara á Þjóðhátíð í Eyjum. Ég er 21 árs gamall, ég hef mátt drekka áfengi löglega í eitt ár og fólk er strax farið að spyrja mig hvort ég sé ekki að verða of gamall fyrir 4-5 daga sukkhátíð. Mér finnst það svoldið fyndið.

Svan

Posted by Svan at 10:35 FH | Comments (5)

ágúst 06, 2003

Ég að húkka vini mína upp

Settist fyrir framan tölvuna hennar Önnu í dag til að laga eitthvað krapp og þá kom strákurinn sem við erum farin að kalla "prestsoninn" því hann er alltaf svo ótrúlega smeðjulegur og væminn (ekki það að prestsynir séu smeðjulegir í alvörunni, bara steríótýpan). Anywho þá spurði ég Önnu hvort ég mætti tala við hann til að hjálpa henni að losna við hann, sem hún hefur verið að reyna heillengi og fékk ég það.

Ég var svo duglegur að hjálpa henni að losna við hann að ætlar að mæta til hennar í kvöld í stelpupartýið sem hún ætlar að halda með konfektkassa. Að sjálfsögðu sagði ég Önnu ekkert frá þessu, þannig hún á eftir að snappa á mig á morgun :)

Svan

Posted by Svan at 06:11 EH | Comments (2)

Jei! Anna komin heim

Jei, þá get ég farið að muncha á muffins aftur í morgunmat og talað endalaust á msn-inu um ekki neitt við einhvern aftur! Ví!

Svan

Posted by Svan at 02:09 EH | Comments (0)

Kúnni að gramsa í gegnum sms-in mín...

Var að vinna í dag og í gær að sama skjalinu og lagði svo lokahöndina á þetta fyrir hádegi í dag (*phew*). Það voru tveir viðskiptavinir hjá mér að prófarkalesa þetta og svo þá fer önnur þeirra að fikta eitthvað í símanum sínum (að ég hélt). Svo var hún að böggast yfir því að finna ekki eitthvað sms og skildi þetta bara alls ekki og þá fattaði ég að hún var að fletta í gegnum sms-in mín. Við vorum gjörsamlega ekkert að kveikja á perunni fyrr en hún sagði: "Ég þekki engan sem heitir Dússý...en samt hefur hún verið að senda mér fullt af sms-um..."

Hún skammaðist sín frekar mikið þegar ég benti henni á að þetta væri minn sími en ekki hennar :p

Svan

Posted by Svan at 01:35 EH | Comments (0)

ágúst 05, 2003

*Yawn*

Langur vinnudagur í dag. Er að klára vinnudaginn minn klukkan tuttugu í tólf eftir að hafa verið hér síðan klukkan átta í morgun... Ekki alveg besta leiðin til að fylgja eftir Þjóðhátíð í Eyjum :)

Svan syfjaði

Posted by Svan at 11:39 EH | Comments (2)

Argh!

Ég gleymdi að tékka á hvort sófakallinn (1, 2, 3, 4) færi í tjörnina í ár! Samt var ég vakandi klukkan 8 á mánudagsmorgninum sem er svona hans árlegi tími. Damn damn damn!

Veit einhver hvort hann fór ofan í?

Hins vegar þá náði ég blautbolskeppni ofan í tjörninni á sunnudagsmorgninum, sem var ágætt :)

Svan

Posted by Svan at 02:40 EH | Comments (2)

Last of the brooklyn cowboys

Pabbi leyfði mér að heyra plötu með Arlo Guthrie í gær sem hét "The last of the Brooklyn cowboys". Vá hvað þetta er góður diskur.

Hann mun held ég ekki fara neitt voðalega mikið úr spilaranum mínum á næstu dögum :)

Svan

Posted by Svan at 10:24 FH | Comments (0)

Kominn heim

Fín helgi en ferðasagan verður að koma seinna í dag því það er hreinlega of mikið að gera í vinnunni :s

Hún var samt alveg endalaust erfið!

Svan

Posted by Svan at 09:01 FH | Comments (0)

ágúst 01, 2003

Þjóðhátíð

Jæja, ég er að spá að slá þessu bara upp í kæruleysi og fara bara heim snemma úr vinnunni til að taka mig til á Þjóðhátíð :)

Ekki má búast við miklum uppfærslum á síðunni minni yfir helgina...

Svan

Posted by Svan at 01:50 EH | Comments (0)

Á ég að fara í bókaútgáfu?

Þórir var að stinga upp á því við mig að gefa út bók á e-m erlendum tungumálum og dreifa þeim frítt á bensínstöðvum eða einhverjum svoleiðis stöðum með svona "Tourist guide to inexpensive restaurants in Reykjavík" eða eitthvað þannig. Þetta er nebblilega ekkert svo galin hugmynd. Fjölskyldan mín á náttla prentsmiðju og því ætti prentunarkostnaður að vera í minna lagi fyrir mig, ætti ekki að vera mikið mál f. mig að fá sponsorship á þennan bækling/bók. Svo líka það að ég er frekar fróður um veitingastaði á Reykjavíkursvæðinu, því ég hef nánast ekki sleppt úr hádegismat á e-m veitingastað undanfarin 3-4 sumur (no kidding).

Pæli í þessu...

Svan

Posted by Svan at 01:07 EH | Comments (1)

16. september

Þann 16. september yfirgef ég þetta sker í 11 mánuði. Því nær sem dregur langar mig minna og minna að fara út. Ég er ekki að fara að beila á ferðinni, það er bókað mál, en hins vegar þá er ég einhvernvegin ekki að skilja það að ég sé ekki að fara að eyða þriðja árinu mínu á Bifröst. Mér finnst ég ekkert vera búinn þarna uppfrá þó svo að síðasta önn hafi í raun verið sú síðasta.

Fékk í gær bréf frá skólanum um að ég væri að fara út (til þess að fá áritun hjá sendiráðinu á vegabréfið mitt).

Allt í einu þá hlakka ég ekki jafn mikið til þessarar dagsetningar. Veit ekki alveg hvað hefur breyst. Það er hinsvegar ekkert sniðugt að vera kominn með vott af heimþrá mánuði áður en maður fer út.

Svan

Posted by Svan at 12:48 EH | Comments (2)

Bragi og hans trúnaðarmál

Bragi tók við að Valla sem nöldrari hópsins í gærkvöld því Valli mætti ekki, kvartaði yfir því að hann mætti varla gera neitt í kringum mig án þess að það kæmi á blogginu mínu. Ég gerði þau mistök að biðja hann þá um að taka það fram hvað væri trúnaðarmál og hvað ekki og ég myndi virða það.

Nú er ekkert gaman að umgangast Braga lengur ef ég má ekki segja frá því. Hann er sá sem hefur oftast beðið mig um að taka hitt og þetta út svo "það skaði ekki fyrirmyndarímynd hans sem hann hefur unnið ötullega að að skapa sér sem formaður skólafélagsins á Bifröst". Ókei, kannski ekki hans nákvæma orðalag, en nærri lagi.

Bragi byrjaði hverja setningu í gær á orðunum "Svan, þetta er trúnaðarmál..."

Svan

Posted by Svan at 09:10 FH | Comments (2)