október 31, 2003

Just as I thought

Nunnubúningurinn minn var keyptur í einhverri sex shop á meðan hinir voru keyptir í dótabúðum. Búningurinn minn er gegnsær og er sniðinn á 165 cm. Ég er 180. Hann nær mér varla upp á hnjám. Ég er sem sagt klæddur í einhvern svona sexual roleplaying búning. Sem er dáldið fyndið.

Svan

Posted by Svan at 12:10 EH | Comments (2)

Ókei

Ann tókst að kaupa handa mér búning sem mér sýnist vera svona pseudo pornographic. Ég verð s.s. í gegnsæjum nunnubúning. Þetta á eftir að verða afar athyglivert.

Bendt er belja.

Svan

Posted by Svan at 11:42 FH | Comments (2)

Andfélagsleg hegðun að kreista tannkremstúburnar að framanverðu?

Heillangt síðan ég las svör vísindavefs HÍ. Eftir að batman.is linkaði á föstudagssvörin hef ég verið að dunda mér við að lesa þau og þau eru flest frekar fyndin.

Svan

Posted by Svan at 08:05 FH | Comments (0)

Too drink like a Kiwi

Malcolm var að kenna mér afar áhugavert trikk. Núna þekki ég alltaf bjórinn minn og það er "þægilegra" að drekka hann beint úr dósinni.

Svan

Posted by Svan at 07:34 FH | Comments (0)

Halloween

Var að fá símtal frá Ann þar sem hún bauð mér að vera nunna, cheerleader eða playboy kanínan í halloween. Hvað haldiði að ég hafi valið.

Svan

Posted by Svan at 07:25 FH | Comments (0)

Watashi wa enpitsu ja arimasen

Eftir að hafa fengið út úr þessu stórfenglega prófi sem við tókum á þriðjudaginn þá þurftum the usual gang of idiots, það er ég, Ann, André og Bendt að sitja eftir í tíma og fara yfir prófið. Mér gekk sem sagt ekki vel. Ég náði ekki og var meira að segja dáldið frá því. Við fáum samt tíma til að gera prófið upp á nýtt, nú á hiragana með enskri þýðingu á öllu og þá fáum við 6.0. Sem við og ætlum að gera.

Svo fengum við Ann crash kúrs í japanskri málfræði í hádegishlénu í dag því Takano sensee nennti að svara spurningunum okkar, and we had a lot of questions. Ég held að ég sé að fara að ná þessu ágætlega núna, þarf bara að vera heví duglegur um helgina :s

Ég hef alltaf ætlað mér að vera duglegur, en aldrei komist í það almennilega...sökum jú...leti. En það stendur til að bæta þetta. Mér sýnist ég þurfa að læra ágætlega mikið fyrir þennan kúrs.

Svan

Posted by Svan at 03:35 FH | Comments (1)

október 30, 2003

'Af því bara'

Mikið er ég orðinn þreyttur á því að heyra þetta sí og æ þegar ég spyr af hverju hlutirnir séu gerðir svona en ekki hinsegin.

Af hverju ertu tölvuherbergin lokuð á sunnudögum? Af hverju er nettengingin inn í herbergjunum okkar ekki virk þrátt fyrir að hún sé tengd? Af hverju eru trommuæfingar í klúbbhúsinu sem er beint á móti húsinu mínu eldsnemma á morgnanna? Af hverju kemur konan sem er að þrífa ganginn í international húsinu klukkan sjö á morgnanna og byrjar að ryksuga? Af hverju getum við ekki skoðað tölvupóstinn okkar nema í nokkrum tölvum í skólanum? Af hverju er lokað fyrir msn? Af hverju er ekki löngu búið að laga þvottavélarnar? En þurrkarana? Af hverju skilur enginn ensku í international office-inu? Af hverju berast engar kvartanir sem við komum með til international office-inu lengra, kannski jafnvel til þeirra sem geta gert eitthvaði í málinu? Af hverju þurfum við að borga leiguna á faktískt séð þremur stöðum?

Af hverju? Jú, af því bara.

*Sigh*

Svan

Posted by Svan at 06:18 EH | Comments (1)

BS ritgerð og námið yfirhöfuð

Púff. Ég er einhvernvegin ekkert að átta mig á því að ég sé að fara að skrifa BS ritgerð í vor. Þar sem ég ætla að koma heim í spring breakinu þá getur jafnvel verið að ég þurfi að skrifa ritgerðina heima að miklu leyti. Ég veit í rauninni ekkert hvað ég ætla mér að skrifa um. Planið var originally að skrifa um japanskan túrisma til Íslands en þegar ég skoðaði það nánar þá er það alveg hrikalega erfitt því það er erfitt að afla sér upplýsinga hérna úti því að spurningakannanir úti á götu eru eitthvað sem einfaldlega tíðkast ekki hérna. Svo er maður ekki nægjanlega sleipur í japönskunni.

Svo datt mér í hug að skrifa um celebrity endorsement og muninn á því hérna úti og heima, en þar rek ég mig aftur í sama vandamál. Erfitt að afla upplýsinga hérna úti. Mér er að detta í hug að skrifa almennt um celebrity endorsement og taka dæmi að heiman til dæmis með herferð Rís með Birgittu Haukdal en þá er aftur erfitt að afla sér upplýsinga heima þegar ég er úti.

Svo er ég ekkert ákveðinn í því hvað ég ætla að skrifa. Ég býst samt ekki við því að skila ritgerðinni inn á réttum tíma, býst við að geyma það aðeins jafnvel fram á næstu önn... s.s. þegar ég er kominn heim í ágúst. Reyna að nýta tímann hérna sem mest.

Við þurfum að leita okkur uppplýsinga um margt í sambandi við námið okkar hérna úti. Við höfum verið að tala um að senda meil á Bifröst alveg síðan við komum hingað út en ekkert gert í því. Höfum ekki einu sinni hugmynd um hversu margar einingar við þurfum að taka, né hvort að þessir heilmörgu tungumálakúrsar séu taldir með í einingunum til viðskiptafræðináms.

Svan

Posted by Svan at 04:21 FH | Comments (1)

Gerðist villtur í eldamennskunni

Ég ákvað að gera tilraunir í eldhúsinu í gær og eldaði mér nýja tegund af frosinni partý pizzu.

Svan

Posted by Svan at 04:12 FH | Comments (2)

Japanskar infomercials

Japanskar infomercials eru frekar fyndið fyrirbæri. Allir eru ótrúlega undrandi og hoppandi glaðir yfir því hvað undrabílabónið virkar mikið betur en nokkur önnur bílabón og alltaf sama gervibrosið á öllum. Sem betur fer eru þessar auglýsingar mun styttri en vestrænar infomercials. Japanskar auglýsingar eru svo sem frekar mögnuð fyrirbæri. Þær eru í um 80% tilfella 15 sekúndur. Það er ótrúlega stutt. Svo eru þær líka alveg ótrúlega silly. Þeir gera út á að gera asnalegar auglýsingar. Við lásum grein í markaðsfræði seminarinu okkar sem hét "silliness sells" og fjallaði hún um japanskar auglýsingar.

Svan

Posted by Svan at 04:10 FH | Comments (1)

Auglýsingahönnunarsamkeppni

Dússý sys er að taka þátt í einhverri auglýsingasamkeppni á vegum Sjóvá Almennra. Í verðlaun er stafræn myndavél. Hún lýsti fyrir mér hvernig auglýsingarnar væru og lýst mér vel á.

Hún er að læra akkúrat það sem mig langaði til að læra.

Svan

Posted by Svan at 04:02 FH | Comments (0)

október 29, 2003

Megrunaráhrif Japans

Síðan ég kom út hef ég einungis séð tvær manneskjur sem eru overweight. Þá er ég ekki að meina fólk sem er virkilega feitt, heldur bara fólk sem er feitara en normið. Ótúrlega lítil prósenta. Enginn sem ég hef séð í skólanum er of þungur. Ekki einn.

Síðan ég kom hingað er ég búinn að missa 5 kíló. Mátti svo sem aðeins við að léttast, en samt. Jared er búinn að léttast um að hans sögn 30 pund sem er fáránlega mikið á 6-7 vikum. Það var stökk fyrir mig að koma hingað út þar sem allir skammtar eru mikið mikið minni, en eflaust töluvert meira stökk fyri Bandaríkjamennina þar sem allir skammtar eru fyrir þrjá. Ég pantaði meira að segja 2 aðalrétti plús side dishes í mötuneytinu fyrstu vikuna, en nú er það farið að breytast og er farinn að láta mér nægja mun minni mat en áður í hverri máltíð.

Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar ég fer að hreyfa mig eitthvað af viti. Er að fara að æfa með körfuboltaliðinu hérna í skólanum. Það er víst ekkert alltof gott, þannig ég á eftir að fitta perfectly inn í það :þ

Það sem ættingjar mínir hafa mestar áhyggjur af er hvort ég sé að borða nóg. Ég er að borða nóg, en maturinn hérna er bara svo...umm...öðruvísi eitthvað að maður verður mettur mikið fyrr og þarf minna en áður. Enda er flest allt byggt upp á hrísgrjónum.

Svan

Posted by Svan at 06:37 EH | Comments (2)

Sorglega kvöld

Dæs...í kvöld er ég búinn að vera andbaka vegna þess að ég lagði mig í dag í fjóra tíma. Vegna þess að ég get ekki sofið þá hef ég verið að leita mér að einhverju að gera mér til dundurs og þar á meðal lesa æsispennandi greinar úr Cosmopolitan blaðinu (þetta blað hérna) sem að Ann skyldi eftir í herberginu mínu (god knows why). Ég er þar á meðal búinn að lesa allar þær greinar sem minnst er á á forsíðunni, ég ætla ekki að telja þær upp því það er hreinlega of sorglegt.

Það sem maður gerir ekki þegar maður er andbaka.

Svan

Posted by Svan at 06:16 EH | Comments (0)

Vonda coverbandið

Húsið sem er á móti húsinu þar sem ég bý er svokallað "klúbbhús". Það eina sem fer fram í þessu klúbbhúsi virðist vera tónlistaræfingar. Flest allt einstaklingstónlistarmenn (það er fátt fyndnara en að sjá smávaxinn Japana burðast upp bratta brekkuna með kontrabassa) en það er ein hljómsveit. Á meðan þessi orð eru skrifuð eru þeir að spila "Pary Hard" með Andrew T.K. (Jared að syngja sama lag (7mb af erlendri traffík)). Aðrar hljómsveitir sem þeir taka eru Limp Bizkit og Linkin' Park.

Mér finnst þessi hljómsveit ekkert voðalega skemmtileg. Ég reyni venjulega að spila mína eigin tónlist svona til að kæfa þessi óhljóð. Þetta eru svo sem ágætis spilarar, en það má svo sem alveg skipta söngvaraanum út. Hann er ekki alveg að gera sig greyið. Einnig má breyta lagavalinu töluvert.

Svan

Posted by Svan at 05:40 FH | Comments (3)

"L" eða "R"

Fór niðrí banka áðan til að taka á móti peningasendingunni minni og gekk framhjá stórum strákahóp að skylmast með regnhlífunum sínum. Þegar þeir sáu mig þá hættu þeir að skylmast og horfðu í smá stund og þá segir einn: "Herro, nice to meet you". Mér fannst þetta frekar fyndið, en svo þegar hann var búinn að segja þetta þá sagði allur hópurinn í kór "Herro, nice to meet you". Ég kastaði bara kveðju til baka, en þurfti þvílíkt að vanda mig að fara ekki að hlægja.

Svan

Posted by Svan at 05:27 FH | Comments (0)

október 28, 2003

Morgnar

Ég er víst armur morgunhani samkvæmt Þóri. Dregur hann þessa ályktun á því að ég þurfi að leggja mig eftir að hafa vaknað til að tala við my significant other (sem gerir reyndar fátt annað en að gera grín af mér á blogginu sínu. Til dæmis hikstakasti og psuedo astmakasti mínu hér um daginn).

Svan

Posted by Svan at 11:11 EH | Comments (0)

Stundum er extra vont að vera ekki heima

Það er sumt sem er ekki hægt að gera í gegnum síma, msn, e-maila og þess háttar tæki og tól og þar á meðal er það að vera almennilega til staðar fyrir vini sína þegar þeir þurfa alvarlega á því að halda :(

Svan

Posted by Svan at 01:55 EH

Prófið í dag

Humm dí dumm. Þetta próf sem ég var í í dag var frekar brútal! Ég held samt að ég nái, en það verður þá frekar tæpt.

Svan

Posted by Svan at 01:52 EH | Comments (0)

október 27, 2003

Nýjar myndir

Jason hélt upp á afmælið sitt í kvöld og fórum við á kínverskan all you can eat buffet. Ég tók nokkrar myndir og henti þeim inn fyrir svefninn.

Þar á meðal er Bendt með sýnikennslu á hvernig "á" að gera candy flos

Svan

Posted by Svan at 04:33 EH | Comments (0)

I'm feeling quite fulfilled at the moment...even though I have a ton of things to do

Dagurinn í dag er búinn að vera fínn og hann endaði afar skemmtilega. Svona í tilefni af því að klukkan var að slá tólf þá ætla ég að fara að sökkva mér í japönskuna fyrir prófið á morgun. Svo þarf ég að fara að gera hina og þessa hluti á morgun, stússast endalaust fram og tilbaka. Mikið stuð hjá mér...

Svan

Posted by Svan at 02:06 EH | Comments (0)

Japönskupróf á morgun

Er að fara í próf úr öðrum kafla í japönskunni. Ég veit ekkert hvernig ég er stemmdur. Ég hef nákvæmlega enga hugmynd um það. Sem er venjulega frekar slæmt. Við ætlum að læra saman ég, Ann, Bendt og André á eftir. Þau eru held ég í álíka málum og ég. Ég hef aldrei verið í neinu fagi sem hefur verið kennt með álíka hraða, og ég vissi ekki neitt áður en ég kom hingað sem er frekar vont.

Wish me luck.

Svan

Posted by Svan at 06:55 FH | Comments (0)

Málvenjur

Fyndið hvað maður pikkar upp málvenjur hjá öðrum eftir því sem maður hangir meira í kringum viðkomandi. Ég er kominn með endalaust mikið af nýjum frösum sem ég sagði aldrei fyrir örfáum mánuðum síðan.

Maður tekur líka svo mikið eftir þessu sjálfur. Svo er líka gaman að heyra þegar aðrir eru farnir að nota frasa sem maður notar sjálfur.

Svan

Posted by Svan at 04:47 FH | Comments (0)

Jei

Dússý er byrjuð að blogga aftur. Einu sinni enn...sem er gaman :)

Svan

Posted by Svan at 04:39 FH | Comments (0)

Púff

Tiltektardagur í dag. Ég bara hreinlega verð að taka til í herberginu mínu. Það er ekki oft sem mér ofbýður, en þegar ég á í erfiðleikum með að fóta mig fyrir fötum og get ekki lagt neitt frá mér á skrifborðið fyrir mylsnu af morgunkorni þá er kominn tími á að gera eitthvað í málinu :)

Svan

Posted by Svan at 04:30 FH | Comments (0)

október 26, 2003

Eitthvað sem ég ætla ekki að gera aftur

Ég ætla ekki að skoða Ben&Jerry's síðuna aftur. Ég fæ venjulega vatn í munninn yfir hinum og þessum bragðtegundum og ekkert til hérna úti í Japan. Svo minna sumar mig reyndar á Bretlandsferðina sem ég fór í með nokkrum valinkunnum einstaklingum í lok sumars.

Svo sem eins og tegundin sem að Þórir henti í ruslið nú fyrir stuttu.

Svan

Posted by Svan at 04:46 EH | Comments (2)

Drauma endir á frábærri helgi

Er búinn að vera einstaklega latur þessa helgi, en er þú búinn að kíkja töluvert í japönskuna en samt ekki nóg (er maður einhverntíman búinn að læra nóg?). Sit núna á sunnudagskvöldi(/nótt) hlustandi á Fræbbblana að vinna hagfræðiverkefni dauðans. Yahoo. Ég á eftir að verða ágætlega lengi að...

Svan

Posted by Svan at 02:15 EH | Comments (0)

The oldest trick in the book

Ókei, kannski ekki það elsta, en samt fyndið að einhver skuli hafa fallið fyrir þessu. Ég var að gera svona kall ":þ" þegar ég var að spila magic online og einn sem var að spila með mér vildi fá að vita hvaða lyklaborðsskipun ég notaði til að búa til "Þ-ið"...

9:10 Svan: :þ
9:10 Stampedx: how did you do that Svan its Alt + What >
9:10 Svan: this is an Icelandic letter, I just have it on my keyboard but I don't know how to do it with an Alt command
9:10 True Sandman: I know how you can do it, it's Alt and F4
9:11 mr_oman: cool!
9:11 Stampedx has lost the connection.

Hann notaði þessa skipun og datt að sjálfsögðu út úr leiknum.

Svan

Posted by Svan at 12:35 EH | Comments (0)

Vísur Vatnsenda Rósu

Hef verið að hlusta á sigurlagið úr söngvakeppni framhaldskólanna síðan í fyrra held ég. Snilldar lag :)

Svan

Posted by Svan at 12:27 EH | Comments (0)

október 25, 2003

Lord of the rings, Return of the king

Fór í bíó áðan og sá þar poster þar sem var verið að auglýsa þriðja hluta LOTR og hann verður sýndur í fokking febrúar!!! Argh. Ég get ekki beðið svona lengi! Í þokkabót þá er ég á leiðinni heim í febrúar. Þá er búið að vera að sýna myndina í einhverja mánuði heima og ábyggilega komin í sal 5. Hún verður ábyggilega hætt í sýningu þegar ég kem hingað aftur út þannig ég get ekki séð hana í almennilegum sal. Gawd hvað ég er pissed.

Svan

Posted by Svan at 07:45 EH | Comments (0)

Verslunaferð

Fór í smá verslunarferð áðan, keypti mér íþróttaskó svo ég gæti tekið þátt í "Ball and Games" kúrsinum, sem er víst bara þrekpróf og álíka viðbjóður. Svo keypti ég mér The Nightmare before christmas á DVD og disk með Ramones (áttu ekkert nema einhverja safndiska). Bendt keypti sér stórmyndina Spaceballs.

Ramones eru kúl.

Skórnir sem ég keypti voru að sjálfsögðu þeir dýrustu í búðinni. Málið var að þetta voru þeir einu sem voru með háum öklum og ég misstíg mig alltaf í hinsegin skóm þegar ég er eitthvað að sprikla.

Svan

Posted by Svan at 03:41 EH | Comments (1)

Fékk bréf í dag

Alltaf gaman að fá bréf :)

Svan

Posted by Svan at 03:13 EH | Comments (0)

Bendt og hans twisted partýhugmyndir

Bendt bauð mér í partý niðrí lounge-i og á töflunni stóð stórum stöfum "Macroeconomics Party" og hann og Buddy voru að læra hagfræði. Sounds fun. Veit ekki alveg hvort ég ætla að fara í kareokee eða sitja heima og dunda mér í tölvunni.

Svan

Posted by Svan at 02:06 EH | Comments (0)

Kill Bill og Heba Thorisdottir

Fór á Kill Bill áðan og jú eins og mér datt í hug þá voru þeir ekkert að hafa fyrir því að texta japönskuna, ég verandi í Japan. Myndin var hinn ágætasti splatter, voðalega silly ofbeldi hægri vinstri og allir í góðu skapi. Ég hlakka til að sjá seinni hlutann.

Svo þegar myndin var búin þá ætluðum við Bendt að fara, en þá var ennþá slökkt ljósin og allir sátu kjurrir, svo við gerðum það bara líka :) Í credit listanum sá ég að "Key makeup artist" var Heba nokkur Thorisdottir. Er þetta Íslendingur?

Anywho, þá sýnist mér eitthvað partý vera í gangi hérna í húsinu og ætli maður verði ekki að láta sjá sig.

Svan

Posted by Svan at 01:57 EH | Comments (1)

október 24, 2003

Children throwing snowballs instead of throwing heads...

Alltaf gaman að fá hlutlaust álit á hlutum sem standa manni svo nærri að maður sér kannski ekki heildarmyndina alveg sjálfur. Fær mann til að hugsa.

Svan

Posted by Svan at 04:41 EH | Comments (0)

Myndir og plaköt

Ég þarf að fara að fá mér ljósmyndir og plaköt til að skreyta herbergið mitt með. Voðalega tómlegt eitthvað, ekki nema ein mynd í pínkulitlum ramma upp í bókaskáp. Svo langar mig líka til að fá DVD myndirnar sem ég á heima sendar til mín :) Spurning hvort ég meiki að bíða til jóla, það eru nú ekki nema um 50 dagar þangað til að foreldrarnir koma í heimsókn hingað út.

Svan

Posted by Svan at 12:58 EH | Comments (0)

Allir píparar kalla mig Jón Svan

Endaði bara á því að verða rólegur í kvöld. Ég og Bendt fengum okkur pizzu og maískorn í kvöldmat (svona eins og venjulega). Ég held jafnvel að við séum að borða of einhæfan mat. Anywho þá sýnist mér flestir ætla bara að vera rólegir. Þær fóru nokkrar á þessa teknótónleika, ég fékk disk með þessum artista lánaðann, en hann hefur ekki komist í tækið hjá mér ennþá fyrir Radiohead og Neil Young.

Svan

ps. don't ask about the title of this post.

Posted by Svan at 11:38 FH | Comments (0)

Kannski maður skelli sér á þessa tónleika

Ann var að segja mér að við myndum kannski ná síðustu lest heim ef við færum á þessa teknótónleika. Ef svo er þá er ég að spá í að skella mér.

Svan

Posted by Svan at 07:01 FH | Comments (0)

Spennandi helgi

Það verður ýmislegt að ske um helgina. Í kvöld verður einhvað partý hjá international studentunum í Sapporo og tókst Buddy einhvernvegin að láta bjóða okkur með því að tjatta upp einhvern japana í lestinni í síðustu Sapporo ferð.

Á laugardaginn verða tónleikar með einhverjum teknóartista sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu og svo á sunnudaginn þá verða Metallica tónleikar í Sapporo og svo japönsk te ceremony-a.

Hvað ætlar Svan að gera um helgina? Sitja heima hjá sér og læra. Alla helgina. Ástæður? Fyrsta lagi þá verða allir þessir viðburðir í Sapporo og þar sem að lestarkerfið hérna er þannig að síðasta lest fer rétt ríflega 11 og fyrsta fer klukkan rúmlega 6, þá yrðum við föst í Sapporo og kæmumst ekki heim fyrr en snemma dags daginn eftir. Í öðru lagi þá á ég ekki miða á þessa viðburði og miðar á erlend bönd hérna úti kosta ótrúlega mikið (held að Metalica sé um 15.000 yen). Svo sá ég Metillica á Leeds of fannst þeir ekkert spes.

Ég býst við samt að fara í Wing Bay (local mall-ið) og sjá Kill Bill þar sem mér hefur verið hótað líkamsmeiðingum ef ég sé hana ekki. Hef reyndar heyrt að hún sé að miklum hluta á Japönsku, og eitthvað er að segja mér að þeir séu ekkert alltof mikið að hafa fyrir því að setja enskan texta hérna úti í Japan.

En helgin verður tileinkuð japönskunámi. Mér líður svoldið eins og ég sé að detta aftur úr, þrátt fyrir að finna að ég kunni flest það sem verið er að kenna. Stuð hjá mér um helgina.

Svan

Posted by Svan at 04:26 FH | Comments (0)

Klink

Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að allur gjaldeyrir Japana sé klink.

Svan

Posted by Svan at 03:53 FH | Comments (0)

október 23, 2003

Númer 400

Síðasta færsla var númer 400 síðan ég flutti í júní. Ég er búinn að blogga 3,9 færslur á dag :$ Það er eiginlega skammarlega mikið :þ

Don't worry, það er mjög ólíklegt að ég fari að minnka við mig :þ er of húkkt á þessu.

Svan

Posted by Svan at 06:29 EH | Comments (1)

Svefnvenjur

Núna þegar ég er kominn með netið inn í herbergi til mín þá er ég kominn í nákvæmlega sama pakka og ég var í þegar ég var á Bifröst. Fara ekki að sofa fyrr en í fyrsta lagi svona um 3-4 leytið og vakna við skemmtilegustu vekjaraklukku í heimi svona um 8 leytið og dotta þangað til ég á að mæta í tíma, nema á Bifröst þá átti ég að mæta klukkan 8.

(þetta er btw fjögurhundraðasta færslan á þessari síðu, ekki það að það sé neitt sérstaklega merkilegur áfangi :þ)

Svan

Posted by Svan at 06:24 EH | Comments (1)

Námsmannaafsláttur

Í dag komst ég að því að það er námsmannaafsláttur á strippbúllum í Japan. Venjulega svona um 20%.

Svan

Posted by Svan at 09:06 FH | Comments (2)

'Holland? 'Course I know where Holland is, in the UK'

Alveg er það magnað hvað sumir Ameríkanarnir vita ekki neitt. Jú þetta eru að megninu til voðalega gáfað fólk og gott í skóla, en maður er alltaf að finna eitthvað sem er alveg gjörsamlega út úr kú. Eins og að halda því fram að Holland væri í Bretlandi. Eða að hafa ekki hugmynd um hvaða lag "It's raining men" er. Eða þá að fussa og sveia yfir því hvað útgáfan með Tracy Chapman af Baby can I hold you tonight sé mikið verri heldur en upprunalega útgáfan með Boyzone. Þetta er actually í annað skiptið sem ég hef heyrt einhvern halda að þetta lag væri upprunalega með Boyzone.

Svo er dáldið fyndið að heyra einhvern segja að Californication með Red hot chili peppers sé "old school". Ég setti Screamadelica með Primal Scream á um daginn, ekki nóg með það að enginn þekkti lögin (sem er vel fyrirgefanlegt þar sem þetta er breskt) þá fannst þeim þetta vera elsta tónlist í heimi þar sem þetta var gefið út 1991.

Svo er fullt fullt fullt af öðru stöffi sem ég man ekki í augnablikinu.

Svan

Posted by Svan at 08:01 FH | Comments (1)

Benkyoo San

Í dag ákvað Bendt að hann myndi heita Benkyoo San í Subelementary Japanese 1 og held ég að kennarinn muni kalla hann það það sem eftir er. Bendt vildi láta bæta við "Ookii" við nafnið, en það náði ekki vinsældum. Þetta "Benkyoo" nafn valdi hann út af því að það er í fyrsta lagi voðalega líkt hans nafni og svo að honum fannst það lýsa honum vel.

Núna erum við Bendt álíka staddir í japönskunni og þar af leiðandi veit ég að hann hefur ekkert verið að stunda "benkyoo" neitt alltof mikið, en þó töluvert. Það stendur til að bæta það þessa helgi, enda veitir ekkert af miðað við hraðann á kennslunni.

Svan

Posted by Svan at 04:17 FH | Comments (0)

Maðurinn með glóðuraugun

Í ferðinni okkar til Hakkodate þá var maður með okkur í rútu sem svaf alla leiðina. Fyrri daginn þá var allt í lagi með hann, en seinni daginn þá var hann kominn með huge glóðurauga. Ég bara gerði ráð fyrir því að hann hefði dottið eða eitthvað álíka. Sá hann aftur í dag, heilum mánuði eftir þessa ferð og var hann ekki þá kominn með glóðurauga á hinu. Hvað ætli hann sé að gera í frístundum sínum? Mér finnst þetta hálffyndið.

Enda finnst mér ófarir annarra mjög fyndnar.

Svan

Posted by Svan at 03:55 FH | Comments (0)

október 22, 2003

I just realised

Var að fatta hvar msn chatt loggin mín eru í tölvunni. Ég hef greinilega valið það einhvern tíman að láta geyma þau, bara búinn að steingleyma því. Er að lesa þau yfir aftur, it's just like a trip down memory lane :)

Svan

Posted by Svan at 05:09 EH | Comments (1)

Margt búið að ske í dag

Ég var kallaður stalker í dag, stelpa frá Californiu sendi mér mynd af sér og spurði hvort ég væri til í að koma í "chat-sex", ég skildi stærfræðiformúlu sem ég hef oft notað áður án þess að vita neitt hvað ég væri að gera, borgaði reikningana mína sem voru inn í herberginu hand Bendts og lærði Hríógana fyrir prófin sem verða á morgun.

Stuð.

Svan

Posted by Svan at 04:54 EH | Comments (2)

Golf í Japan

Ég var í Introduction to Japanese management and business og þar var verið að tala um "the burst of the Japanese economic bubble" og meðal annars talað um aðildir að golfklúbbum.

Land var það dýrasta sem þú gast keypt og var talið öruggasta fjárfestingin, öruggari en gull. Golfvellir taka mikið landsvæði og voru því fáránlega dýrir. Þeir einu sem áttu membership á golfvellina voru stórfyrirtækin og gengu þau kaupum og sölum á milli eins og verðbréf! Það var talað um að meðal membership kostnaður á einu ári á golföll var um 200.000.000 yen (140 millur íslenskar núna, veit ekki hvað það var þá). Membership kostnaðurinn var reiknaður út með því að taka hlutfall af kostnaði landsvæðisins.

Núna er þetta orðið viðráðanlegra, hringurinn er kannski á 15.000 yen fyrir non member.

Svan

Posted by Svan at 04:35 EH | Comments (0)

október 21, 2003

Hvað er í tækinu

Danny Elfman: Nightmare before christmas soundtrack-ið

(Yo La Tengo: You can hear the heart beating as one)

Ekkert voðalega mikið meira sem ég er að hlusta á þessa dagana. Nightmare before christmas er alveg að gera það fyrir mig í dag :) Hann er nánast búinn að vera í græjunum alla þessa viku, svo set ég Yo La Tengo á endrum og eins.

Svan

Posted by Svan at 08:02 FH | Comments (0)

Hvernig fer ég að þessu?

Stundum tekst mér alveg ótrúlega hluti. Ég fékk tvo reikninga senda heim til mín, annars vegar símann minn og hinsvegar gasið og setti ég þá á *góðan stað* til að muna örugglega eftir að borga þá. Well staðurinn var svo góður að ég finn þá ekki aftur. Ég er búinn að snúa herberginu mínu bókstaflega við but alas, engir reikningar. Ég veit heldur ekkert hvernig ég á að snúa mér í þessu máli, því bæði þá tala ég ekki neitt voðalega mikla japönsku til að reyna að útskýra málið fyrir starfsmanninum í 24/7 búðinni (þar sem maður borgar reikningana) og jafnvel þótt ég gæti tjáð mig við hann þá veit ég ekki hvort það myndi breyta einhverju.

Hummmdídummm, what to do what to do.

Svan

Posted by Svan at 07:38 FH | Comments (4)

Mig langar...

Mig langar voðalega mikið að sjá Kill Bill. Ég ætla að spyrjast fyrir um hvort hún sé sýnd hérna, það eru nokkur kvikmyndahús í bænum. Ég er búinn að heyra margt mjög gott um þessa mynd.

Svan

Posted by Svan at 03:43 FH | Comments (2)

Vetvangsferð í súpermarkaðinn

Í japanese affairs þá áttum við að fara í hinar og þessar búðir og bera saman hvað væri ólíkt og hvað væri líkt búðunum heima. Það var skipt í hópa og var ég með Buddy og Soklang. Svo var ákveðið að við ættum að fara í Department store, súpermarkað, 100 yena búð, 24/7 búð og shopping mall. Minn hópur dró súpermarkað sem er mjög kúl því hann er stutt frá.

Í tímanum sem við drógum þá fórum við að tala um hvað það væri sem væri helsti munurinn á milli og ég minntist á það að áfengi væri selt í súpermörkuðunum hérna en ekki heima og var því samstundis ákveðið að ég skyldi cover-a áfengi og búa til vocabulary lista yfir áfengi... svo átti ég að fjalla um verðmun en þau vildu ekki trúa því að það væri actually dýrara heima heldur en hérna :)

Anywho þá er ég að fletta upp áfengistegundum í handtölvuorðabók sem ég fékk lánað og er að fara að búa til powerpoint show úr því. Svo er ég að fara í tvö japönskupróf á eftir.

Svan

Posted by Svan at 03:30 FH | Comments (0)

október 20, 2003

Hestakokkur og jólasveinar

Spamið mitt er farið að taka nýjar og spennandi stefnur. Í dag fékk ég meil frá Anita þar sem hún bauð mér að "Click here to Watch this girl take in a huge h0rse c00k".

Svo bauð Paige mér alvöru "gjlsoxltbgqku". Mig hefur oft langað í "gjlsoxltbgqku", og hoppaði ég hæð mína af gleði þegar ég fékk meil með þessu subjecti: "No BS...real gjlsoxltbgqku".

Einnig fékk ég meil frá "wtfsantasex2410@hotmail.com", en *því miður* voru skilaboðin encryptuð.

Þú sem skráðir mig í þessa helvítis brosbolasíðu dauðans, ég veit hvar þú átt heima!

Svan

Posted by Svan at 06:14 EH | Comments (1)

Nýjar myndir

Buddy átti afmæli í dag og fórum við út að snæða. Að sjálfsögðu tókum við Bendt tonn af myndum og ætlum að halda ljósmyndasýningu á atburðum helgarinnar annað kvöld í lounge-inu.

Svam

Posted by Svan at 04:48 EH | Comments (0)

Vídjófælar

Bendt setti upp nokkra videofæla. Þetta er erlend traffík og þeir geta verið dáldið stórir og ég held þeir opnist bara með quicktime.

Svan

Posted by Svan at 02:09 EH | Comments (0)

Enn eitt afmælið :)

Ofurnámsmaðurinn Buddy sofnaði í tíma áðan, og hvorki ég né Bendt með myndavélar.

Anywho, þá ætlum við að fagna 22. ára afmæli hand Buddy í kvöld. Ætlum út að borða og eitthvað þannig.

Svan

Posted by Svan at 05:22 FH | Comments (4)

október 19, 2003

Myndir

Jæja jæja, loksins kominn með myndir.

Á eftir að vinna heilmikið í þessari síðu samt. Núna er það svefn!

Svan

Posted by Svan at 08:59 EH | Comments (0)

Yawn

Vaknaði klukkan 18:30 í dag. Ætlaði að vera geðveikt duglegur og kaupa mér íþróttaskó í dag, en komst ekkert í búðir. Reyndar lokar búðunum klukkan 9 alla daga hérna, en ég þurfti að læra. Þetta er búinn að vera voðalega mikill letidagur.

Letidagar eru skemmtilegir svona endrum og eins.

Svan

Posted by Svan at 03:56 EH | Comments (2)

Hummdí dumm

Get ekki sofið. Komum heim frá Sapporo klukkan 7 um morguninn og núna er klukkan orðin 10 og ég ekki ennþá sofnaður. Ég á held ég eftir að fatta það hversu hrikalega þreyttur ég er.

Svo var verið að bjóða mér í afmæli. Bæði í dag og á morgun. Í dag á Park afmæli og svo á Buddy afmæli á morgun. Mikið að ske.

Svan

Posted by Svan at 01:08 FH | Comments (0)

Sapporo

Fórum stór hópur af skiptinemum til Sapporo að kíkja á næturlífið. Við Bendt tókum helvítis helling af myndum en ég býst við að setja upp myndasíðu á morgunn eða hinn.

Mesta hluta kvöldsins eyddi ég í að tala við Imke um daginn og veginn, því ég var eiginlega of mikið eftir mig eftir ævintýri kvöldsins áður að ég gat ekkert drukkið neitt. Því dansaði ég óvenjulega lítið :þ

It was fun though. Kynntist Malcolm, Soklang og Imke almennilega which is fun. Ég held að ég hafi verið rosalega heppinn með fólk sem er í þessu skiptinámi. Það er hver öðrum skemmtilegri og allir eru voðaleg líbó og fínir. Ég held að þetta eigi eftir að vera stórskemmtilegt ár.

Sakna samt stelpunnar minnar voðalega mikið

Svan

Posted by Svan at 01:06 FH | Comments (0)

október 18, 2003

Oh my aching head

Íslenskt brennivín er algjör dauði. Ég ætla aldrei að snerta það aftur á ævinni. Þeir sem vilja geta fengið þessa flösku hjá mér, eða þann helming sem eftir er af henni, gefins frá mér þegar ég kem heim núna í febrúar. Því ég er ekki að fara að klára hana.

Ég er þunnur. "Þunnur" er reyndar dáldið mikið understatement, veikur er meira orðið.

Svan

Posted by Svan at 08:20 FH | Comments (2)

október 17, 2003

Vírusinn farinn

Jei, losnaði við þennan helvítis vírus sem var að herja á tölvuna mína (at least so it seems at the moment). Þetta virðist hafa verið þessi Blaster vírus sem herjaði á alla hérna um daginn, alla nema mig þar til núna. Props til Einar Jóns og Árna f. hjálpina :)

Svan

Posted by Svan at 01:09 EH | Comments (1)

Ævintýri í eldhúsinu

Mér tókst næstum því að kveikja í mér í fyrradag. Síðan þá hefur tvennt í viðbót gerst. Í fyrsta lagi þegar ég og Bendt elduðum okkur "chicken with twelve legs" eins og Bendt komst að orði þá tókst honum að gera návkæmlega sama hlut og ég, það er að skilja eitthvað eftir ofan á þessari helvítis grind. Nema að hann skildi eftir pottaleppa og þeir brenna náttla ekki, en þessi hann sviðnaði og kom frekar vond lykt. Við vorum búnir að spá í hvaða lykt þetta væri en áttuðum okkur ekki neitt á því, og svo þegar maturinn var til búinn í ofninum þá tekur Bendt upp pottaleppan og stingur hendinni inn í hann og brennir sig náttla. Ekkert alvarlega, en litliputtinn er allur í hnjaski.

Svo í dag þegar ég var að elda mér pizzu í "nýja" ofninum mínum (eldgamall ofn, vígðum hann í gær með tólf lappa kjúklingnum) þá setti ég hann ofan á einhverja grind úr plasti sem var inn í ofninum. Þar sem þessi grind var actually *inn í* ofninum þegar ég fékk hann frá Bendt þá gerði ég nú ráð fyrir að það væri hægt að hafa hana *inn í* ofninum þegar hann væri að elda eitthvað, en nei. Hún bráðnaði. Það var mjög gaman að ræsta út (í þriðja skiptið á þremur dögum) og svo líka að skafa plastið af pizzubotninum mínum.

Svan

Posted by Svan at 01:06 EH | Comments (2)

At last

iTunes er komið fyrir Windows. Jahú.

Svan

Posted by Svan at 10:06 FH | Comments (2)

Kleinuhringjaræktun

Kleinuhringjaræktunin gengur ekki nógu vel hjá mér, eins og venjulega reyndar.

Svan

Posted by Svan at 07:13 FH | Comments (4)

október 16, 2003

Skemmtilegt

Eins og ég er nú hoppandi glaður yfir því að vera kominn með nettengingu í herbergið mitt þá er eitt sem fer í taugarnar á mér. Korteri eftir að ég er búinn að ræsa tölvuna þá crash-ar forrit sem heitir "svchost.exe" minnir mig og það gerir það að verkum að:

1. linkar sem opnast á nýrri síðu virka ekki (s.s. allir linkar á þessari síðu)
2. mjög mörg handhæg lyklaborðsshortcut hætta að virka á netinu
3. netið er almennt hægara í svifum

Meðal shortcut-ta sem virka ekki eftir þetta korter er til dæmis ctrl-c, ctrl-x, ctrl-v en ctrl-n virkar fínt. Ctrl-shift-A sem flest allir sem blogga vita hvað gerir deyr líka. Svo get ég ekki fært möppur/skjöl á milli í windows. Ég þarf einnig að færa inn færslur og restart-a tölvunni til að geta publishað þær því eftir þetta korter þá getur tölvan ekki publishað. Þetta er alveg hrikalegt bögg.

Ef einhver tölvufróður maður veit hvað í andskotanum er hægt að gera þá væri ég heví glaður.

ps. ég hata windows meira en allt í heiminum.

pps. hættur að nota Internet Explorer farinn að nota Mozilla sem er tvö þúsund sinnum betri og pop-up-linkar virka (target="_blank" linkar).

Svan

Posted by Svan at 02:51 EH | Comments (5)

Skrifræði

Japanska skrifræðið er oft alveg æðislegt. Húsið sem ég bý í er rétt fyrir utan campus. Með "rétt fyrir utan" meina ég að ég er rétt um mínútu að labba inn á campus.

Það eru LAN snúrur og símasnúrur í herbergjunum okkar. Þessar snúrur eru tengdar við netkerfi skólans. Þær eru ekki í gangi. Ástæðan?

Þetta hús telst ekki til "campus" og má því bókhaldslega séð ekki vera með nettengingu. Það hefur verið stungið upp á því að leyfa íbúunum að borga aðeins hærri leigu til að kveikja á netinu, en það hefur ekki ennþá komist á samkomulag um hversu há þessi aukapeningur í leigu á að vera. Það er s.s. stjórnstöð niðrí skóla þar sem að er einhver sviss sem er stilltur á "off" og því erum við ekki með nettenginu í herbergjunum okkar.

Hitt argumentið er ennþá asnalegra. Prófessorarnir fá ekki nettengingu heim til sín á kostnað skólans og því eiga nemendur ekki rétt á því að fá nettengingu heim til sín á kostnað skólans. Stundum dettur manni í hug að þessu batteríi sé stjórnað af her af börnum sem eru sífellt að metast.

Svan

Posted by Svan at 11:40 FH | Comments (1)

Fyndið

Núna veit ég mikið betur hverjir það eru sem að mæta í fyrirlestrana á Bifröst á réttum tíma heldur en áður. Því ég er venjulega á netinu svona um 17 leytið hérna og þá er klukkan 8 um morguninn heima og þá sér maður hverjir það eru sem sign-a sig inn á msn-ið :)

Svan

Posted by Svan at 08:16 FH | Comments (0)

Kynlíf er að miklu leyti eins or bridds...

...ef þú ert ekki með góðan makker þá þarftu að hafa góða hönd.

Svan

Posted by Svan at 08:12 FH | Comments (0)

Fangi - Eiginmaður

Dáldið fyndið að það skuli vera næstum því sama orð fyrir "fanga" og "eiginmann" á japönsku. Bara smá forskeyti fyrir framan "eiginmaður".

Svan

Posted by Svan at 03:57 FH | Comments (0)

Fékk bréf í dag

Yay! The contents of the letter made me smile :)

Svan

Posted by Svan at 03:56 FH | Comments (0)

október 15, 2003

Fullt, fullt af gestum

Ég var varla búinn að drepa fyrsta gestinn þegar annar bar að garði í sömu erinda gjörðum líka. Guess what, hann hvarf líka á álíka grunsamlegan hátt og sá fyrri.

Svan

Posted by Svan at 05:31 EH | Comments (2)

Gestagangur

Rétt áður en ég fór að sofa þá bar gest að garði. Ég drap hann.

Svan

Posted by Svan at 05:28 EH | Comments (0)

A zombie Smurph

Þórir náði þeim merka áfanga að ná state of undeath í dag. Óvíst er hversu lengi honum tekst að halda sér í þessu ástandi að þessu sinni, en er þetta talinn vera hinn mesti mannkostur í fari lögfræðinga og lögfræðinema.

Óska ég honum til hamingju með áfangann.

Svan

Posted by Svan at 05:18 EH | Comments (0)

Weeeee, that was fun

Bakaði pizzu áðan, kveikti næstum í húsinu. Tók pizzuna út úr frystinum, kryddaði hana bætti við auka osti og pepperoni-i, skar niður papriku og bætti ofan á. Setti svo inn í ofn. Opnaði mér bjór og settist fyrir framan tölvuna. Fer svo að finna lykt af pizzunni, voða góða. Svo kemur önnur lykt, ekki alveg eins góð. Sný mér við og sé eldtungur koma úr eldhúsinu. Þá er einhver svona helvítis grind rétt fyrir ofan gasofninn minn og hafði ég sett hornið á þurru viskustykki þar rétt hjá, og jú það kviknaði í því (öllu saman, ekki bara horninu).

Henti því ofan í vaskinn með tómum pizzupakka, sem subsequently kviknaði líka í og lét renna vatn á.

Nú er þykkur reykjarmökkur inn í herberginu mínu. Hugsaði mig í smástund um að fá mér reykskynjara, en áttaði mig svo á því að það væri stupid því að sama hvar ég stend í herberginu þá sé ég yfir það allt og fatta strax ef það er eitthvað sem logar.

Oh well, that was fun.

Svan

Posted by Svan at 12:53 EH | Comments (0)

MSN audio

Prófaði að tala í gegnum MSN áðan við mína heittelskuðu með headsetti og mike. Þetta er alveg nákvæmlega eins og að tala í gegnum síma, and it's free too.

Vá hvað þetta á eftir að spara mér mikinn pening.

Svan

Posted by Svan at 12:44 EH | Comments (2)

Nettenging inn í herbergið mitt, at last

Jæja, þetta er fyrsta færslan sem ég skrifa úr herberginu mínu. Svo var ég að fjárfesta í domain-i og ætla eitthvað að fiffa það og setja svo myndirnar mínar inn. Jei hvað ég er glaður...

Svo sýnist mér Magic Online líka vera að virka :)

Svan

Posted by Svan at 10:38 FH | Comments (0)

Fyrsta japönskuprófið

Plummaði mig fínt á þessu fyrsta japönskuprófi. Annað á morgun þar sem við verðum að kunna Híragana stafina alla. Veit ekki alveg hvernig ég á eftir að standa mig þar.

Svan

Posted by Svan at 07:38 FH | Comments (0)

Note to self

Ekki einu sinni hugsa um að taka Black Grape/Happy Mondays lag í kareokee-i. Það er ekki hægt að syngja lög sem Sean Ryder syngur.

Svan

Posted by Svan at 07:09 FH | Comments (0)

Just my luck

Ég og Bendt fengum símakall til okkar í dag og gekk hann frá öllu. Svo var komið að því að tengja netið hjá okkur og það skotgekk hjá Bendt. En ekki hjá mér. Argh. Ég þarf að sækja um aftur og eitthvað helvítis krapp...urrr...

Oh, well, ætti að komast í lag annað hvort í kvöld eða á morgun ef allt gengur upp.

Svan

Posted by Svan at 06:42 FH | Comments (0)

október 14, 2003

Snilld

Guess a dictator/sit com charater. Þetta er snilld. Ég testaði þetta tvisvar og hugsaði mér fyrst Cosmo Kramer og svo Homer (yeah I know, pretty easy choices) og helvítis síðan gat það á no time. Ætla að reyna að finna eitthvað erfiðara.

(hún flaskaði á Ted Bundy úr Love and Marriage. Kannski veit ég ekki nógu mikið um hann þó :s)

(stolið héðan)

Svan

Posted by Svan at 04:37 FH | Comments (1)

Módem í gær, kall til að installa á morgun

Yahoo. Ég er að fara að fá netið inn í herbergið mitt. Vei vei vei. Fengum adsl módemið í gærmorgun og eigum svo von á einhverjum gaur til að koma að annaðhvort setja upp símalínuna eða þá að installa dótinu svo við komumst online. Þar sem leiðbeiningarnar eru á japönsku og ég átti í heví erfiðleikum með að koma þessu upp þegar þær voru á íslensku þegar ég var að gera þetta heima sé ég fram á að við þurfum hjálp. En ef allt gengur upp þá er það nettenging á morgun :)

I can't wait :D

Svan

Posted by Svan at 03:53 FH | Comments (0)

Japönskupróf

Er að fara í mitt fyrsta japönskupróf núna klukkan hálf þrjú. Að sjálfsögðu finnst mér ég ekki vera nógu góður. Svo er hírógana prófið á fimmtudaginn, vá hvað ég er ekki góður í því. Ég kann nokkur tákn, en alls ekki öll þannig ég þarf að sparka í rassgatið á mér hvað það varðar. Liggja yfir þessu í dag og á morgun :s

Mikið þoli ég ekki lærdómstörna.

Svan

Posted by Svan at 03:36 FH | Comments (0)

október 13, 2003

Myndband

Við getum tekið myndbönd á digital myndavélina okkar og tók eina af okkur að dansa á þessum kynnig á erlendri menningu fundi. Þessi mynd er heil 18.5 mb og er erlend traffík, so consider yourselves warned.

(Update: linkurinn virkar ekki af einhverju ástæðum, og sýnist mér ekkert vera á leiðinni að virka)

(Second update: linkurinn ætti að vera kominn í lag. Ég er þó ekki 100% viss um að þetta sé sama myndbandið, en það er 22 mb núna af erlendri traffík)

Svan

Posted by Svan at 02:45 EH | Comments (2)

Bendt kominn með nýjar myndir

Ég er að díla við einhverja gæja með að fá pláss fyrir myndirnar mínar, en þangað til að ég fæ plássið mitt þá er bara um að gera að skoða myndirnar hans Bendts.

Nýju myndasöfnin eru frá kareokeebarnum á laugardaginn og svo frá þessum fundi þarna þar sem við vorum að dansa og ég og Bendt sungum fyrir alla.

Svan

Posted by Svan at 01:38 EH | Comments (0)

október 12, 2003

Smá leiðrétting

Ég sagði hérna um daginn að allir frá heimsálfunni Ástralíu væru kallaðir Kiwi. That's just plain wrong. Nýsjálendingar eru kölluð Kiwi, Ástralir eru kallaðir annað hvort Aussies eða Wallabies. I prefer the latter one.

Svan

Posted by Svan at 10:46 FH | Comments (0)

Enn ein færslan um mig að syngja

Sat í pökkuðum strætó áðan og var að hlusta á Megas. Svo kom lagi litlir sætir strákar á og ég fór að raula með ósjálfrátt upphátt. Þeir sem ekki þekkja þetta lag þá er fyrsta erindið svona:

Ég dirfist ekk'um stelpur meir
Við stelpurnar að þrátta
þær eru tælandi frá aldrinum
frá tólf og niðrí átta
Ef þú ert að pæl'í
hvað það er sem koma skal
Litlir sætir strákar
eru langtum betra val

Svo fór ég að spá í því ef ég hefði verið að raula þetta í strætó heima, hversu mikið fólk hefði starað á mig. Svo mundi ég það að ég var í lest einhverntíman á milli Otaru og Sapporo þá var ég að raula með "Í nótt" með Fræbbblunum. Það hefði líka orsakað fólk til að líða frekar undarlega í kringum mig ef það skildi hvað ég væri að segja.

Mikið er gott að geta talað íslensku. Ég og Bendt notum okkur það mikið að geta talað tungumál sem enginn skilur ;)

Svan

Posted by Svan at 10:25 FH | Comments (0)

Bendt og Svan stórsöngvarar

Við vorum áðan í einhverskonar kaffiboði þar sem allir skiptinemarnir voru og svo einhverjir stórkallar í Otaru (skólastjórar, einhverjir opinberir starfsmenn og hitt ot þetta). Á þessum fundi þá áttum við að dansa einhvern japanskan dans (tók það upp á vídjó :þ) og horfðum á tvær "japanese boxing" kötur sem voru alveg undarlega hægar. Svo voru sungnir japanskir söngvar og við kvött til að syngja einhverja traditional söngva frá okkar heimalandi.

Ég og Bendt fórum upp á svið og sungum "Krummi svaf í klettagjá" og svo "Ríðum, Ríðum" og við svona hálf skálduðum um hvað hvort lag var. Svo þorði enginn annar að fara upp á svið nema við. Því miður eigum við engar myndir af okkur félögunum að gera okkur að fífli. Gleymdum að biðja fólk að taka myndir :)

Svan

Posted by Svan at 09:22 FH | Comments (0)

Bandaríkjamenn í kareokee

Fórum í kareokee í gær (eins og svo oft áður). Við erum farin að stunda kareokee barina dáldið mikið :þ Anywho, þá var ég upp á sviði með Buddy að syngja Creep með Radiohead og í partinum sem kemur "You're so fuckin' special" (alveg í byrjuninni) þá söng Buddy: "You're so f***in special". Hann sleppti að segja "fuckin'". Svo fór ég að spá í þessu meira og Jared og Buddy slepptu alltaf blótsyrðunum. Þeir tóku til dæmis "Without me" með Eminem og lagið var fullt af gloppum því þeir voru alltaf að sleppa orðum. Hvað er að? Ég veit að svona heyra þeir þetta í útvarpinu, en samt þetta er alveg fáránlegt.

Ég og Bendt skemmtum okkur heilmikið yfir þessu.

Svan

Posted by Svan at 08:55 FH | Comments (0)

október 11, 2003

Hann á ammli í dag, hann á ammli í dag hann á ammli hann Svaaaannn...

2 ára blogg afmælið mitt er í dag :)

Hvað ég ætla að gera í tilefni af afmælinu? Fara til Sapporo í kvöld/nótt og koma ekki heim fyrr en klukkan eitthvað átta á sunnudagsmorgun. Hvað ég verð nákvæmlega að gera í Sapporo er dáldið óráðið :þ

Svan

Posted by Svan at 08:58 FH | Comments (2)

Nýjar myndir

Bendt var að henda inn tveimur nýjum albúmum. Bæði eru frá því í gær, þegar við fórum á Japanskan veitingastað og svo þegar við vorum búin þar þá fórum við í hin og þessi spil (most of them involved alchohol somehow) í longe-inu.

Svan

Posted by Svan at 08:10 FH | Comments (0)

The Ultimate Hiragana Challenge

Fann þennan link á bloggsíðu Japönskunema. So far þá er ég hræðilegur í þessum leik, en þar sem ég veit hvernig ég er þá er þetta kannski hin fínasta leið fyrir mig til að læra á þetta helvítis letur. Ég er ennþá að spá í því að þetta er einungis eitt af þremur stafrófum sem við kíkjum á (við lærum ekki allt Kanji-ið því það er varla hægt).

"Metið" mitt er rétt yfir 600 sekúndur, en ég býst við að bæta það bráðlega.

Svan

Posted by Svan at 07:37 FH | Comments (0)

Hmmm...

Nú er það spurning, hvaða vinir mínir fóru á djammið í gær og hvenær það er viðeigandi að vekja þá :)

Samt ekki of snemma, maður má ekki vera nasty það er nú einu sinni laugardagur.

Svan

Posted by Svan at 07:15 FH | Comments (0)

Nýr meill frá Cindy

Var að fá nýjan póst frá Cindy. Jei. Núna var hún að bjóða mér "Wild Reality S(E)X Show".... úúú gúddý gúddý

Svan

Posted by Svan at 07:00 FH | Comments (4)

Words are flowing out like endless rain into a paper cup

Ingólfur frændi minn er að fara að gifta sig á morgun og í brúðkaupinu verður bítlaþema. Óska ég honum og frú hér með til hamingju með daginn :)

Ég væri á staðnum til að fagna þessu með honum ef ég væri ekki í annarri heimsálfu.

Svan

Posted by Svan at 06:27 FH | Comments (0)

Jú...

Ég held að líf mitt sé búið að breytast töluvert frá því í byrjun sumars. Definitely to the better.

Svan

Posted by Svan at 05:45 FH | Comments (0)

Æji fyndið

Það er alveg hryllilega fyndið að þær örfáu stelpur sem spila MTG mæta nánast alltaf í alveg ofurflegnum bolum á mót til að distract-a andstæðinginn sem er í 95% tilfella karlkyns.

Skiljanlega svo sem, maður á alltaf að nota það sem maður hefur :þ

Svan

Posted by Svan at 05:30 FH | Comments (1)

október 10, 2003

Hvaða helvítis!

Ég sver að ég hafi fengið rafstuð út úr nýja headsettinu mínu. Ég er ekki einu sinni viss um að það eigi að vera rafmagn þarna, en vá hvað það var vont. Það er svona málmstykki á miðri snúrunni (til að sameina tvær stuttar snúrur, ef maður skyldi vilja hafa stutt í snúrunni). Þegar ég sat í rólegheitunum fyrir framan tölvuna í morgun þá allt í einu fæ ég þennan rosalega sting í bringuna (með snúruna inn á mér. Ég stend upp öskrandi "fokkkk" alveg heví hátt gríp í snúruna og kippi henni frá mér og allir í herberginu (mostly japanese people) stoppa að gera það sem þeir eru að gera og horfa á mig. Ég náttla eins og fífl gat ekki sagt neitt á japönsku og settist bara aftur niður og fór að vinna aftur í tölvunni. :$

Skemmtileg hönnun. Ég ætla ekki að vera með þessa snúru innan á bolnum mínum aftur :þ

Svan

Posted by Svan at 08:06 FH | Comments (5)

Voðalega er ég eftirá

Ég vissi ekki einu sinni að hann hafi verið handtekinn :s

Svan

Posted by Svan at 07:57 FH | Comments (0)

Búið að banna notkun fartölva á málstofum á Bifröst

Maður svona beið eiginlega eftir því að þetta gerðist. Maður var alltaf að gera eitthvað allt annað en að fylgjast með í málstofunum ef að efni þeirra höfðaði ekki til manns. Eins og til dæmis konan sem gaf út kokkabókina sem var fengin á málstofu til okkar í fyrra, jú ég var ekki að fylgjast með. Spurning um hvort fólk fari ekki bara að lesa námsbækurnar ef fyrirlesturinn er dapur.....njeeee, ég held ekki.

Svan

Posted by Svan at 07:43 FH | Comments (0)

Sniðugt

Þetta er ábyggilega búið að ganga 15 hringi í kringum landið með pósti, but what do I care, þetta er samt kúl:

"Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled."

Cool, huh? Meill frá Viktori.

Svan

Posted by Svan at 04:03 FH | Comments (1)

Þriggja daga helgi

Næsta helgi verður þrír dagar og þar sem að skólinn er lokaður á sunnudögum og á hátíðisdögum (t.d. mánud.) þá verð ég netsambandslaus þessa daga :( Þetta verður vonandi síðasta helgin sem ég verð netsambandslaus, því ég á að fá nettenginu í herbergið mitt á miðvikudaginn næsta. Jei.

Until then þá minni ég bara á meilið í símanum mínum ef einhver vill reyna að ná í mig. Venjulega þá er bara hægt að setja texta í subjectið því ég fæ ekki textann sem er í aðal body-inu, en ég er búinn að finna leið til að komast hjá því. Breyta bara keyboard input-inu úr íslensku yfir í ensku (í control panel) og þá er hægt að skrifa texta í meilið sjálft.

Svan

Posted by Svan at 04:02 FH | Comments (0)

október 09, 2003

Þú fékkst nefnilega risa gervinýru með vasa

Bendt var að bjóða mér í mat. Svo var okkur boðið í mat í gærdag, en við vorum bara að klára matinn þegar við fengum hringinguna :s ekki alveg nógu sniðugt og þurftum að afboða.

Ég hlakka til að sjá hvað Bendt er að malla.

Svan

Posted by Svan at 09:06 FH | Comments (0)

Ferð SFS til Dublin

Starfsmannafélag Svansprents fór í ferð til Dublin nú á dögunum og var Anna voða dugleg að taka myndir af stuðinu (myndasíðan).

Duglegustu djammararnir í ferðinni voru að því er mér var sagt Anna og Íris.

Mig dauðlangaði að fara í þessa ferð, en það væri dáldið stúpid að fara frá Íslandi til Japan, vera þar í tvær vikur bara til að fara til Dublin um eina helgi og fljúga svo til baka til Japan. Dáldið dýrt.

Svan

Posted by Svan at 08:59 FH | Comments (2)

Eldhús sitcom-ið

Sit hérna í International Lounge-inu þar sem allt er fullt af Japönum að horfa á sjónvarpið. Þetta var svona sit-com sem fjallaði um baráttu eldhúsliðsins við illa yfirþjóninn (miðað við hvað ég skildi af þessu, horfandi á þetta með öðru auganu og skildi ekki stakt orð af því sem var sagt).

Magnað plott.

Þátturinn endaði á því að einhver kúnninn bað um að fá að þakka kokkinum fyrir matinn og þá kom illi yfirþjónninn og ætlaði að koma og ná í kokkinn en þá var honum bent á einhvern lærling sem honum var voðalega illa við, og þá kom svona atriði þar sem var sýnt closeup af öllum aðalpersónunum svona að bíða eftir viðbrögðum illa yfirþjónsins (svona 8-9 manns). Illi yfirþjónninn lítur svona yfirhópinn og biður lærlinginn um að koma fram, þrátt fyrir að hann sé ekkert voðalega sáttur við það. Þá fagnar allt eldhússtaffið og aðalgellan í hópnum tárast, og gengur upp að lærlingnum og hengur á hann rauðan klút (eins og allir voru með nema hann) og tók þennan hvíta í burtu og lærlingurinn gekk þvert yfir eldhúsið og opnaði hurðina inn í matsalinn og þá kom svona hvítt ljós út úr hurðinni og lýsti upp allan skjáinn og þá komu creditin.

Stórfenglegur endir.

Svan

Posted by Svan at 08:53 FH | Comments (0)

A stroll down memory lane

This brings back a lot of memories. Spilaði þetta mikið þegar ég var yngri, en er gjörsamlega búinn að missa tötsið, get ekki stokkið tilbaka yfir gryfjuna þar sem sverðið er :s

Svan

Posted by Svan at 08:05 FH | Comments (0)

National Holiday

Jæja, þá er annar þjóðhátíðardagurinn síðan ég kom hingað á næsta mánudag. Ég er ekki búinn að vera hérna mánuð, og það eru þegar búnir tveir dagar þar sem öllum skólanum er lokað út af einhverjum hátíðardegi. Sem þýðir ekkert netsamband á sunnudag né mánudag :( Ég fæ reyndar ADSL módemið mitt deliverað á þessum þjóðhátíðardegi (gaurinn sem kemur til að install-a því kemur ekki fyrr en tveimur dögum seinna, af hverju er það ekki gert á sama tíma skil ég bara ekki).

Japanir eru með voðalega mikið af þjóðhátíðardögum greinilega.

Svan

Posted by Svan at 04:17 FH | Comments (0)

Ný vinkona mín sem heitir Cindy

Ég var að eignast nýja vinkonu sem heitir Cindy. Hún er alltaf að senda mér e-maila, og er alveg búinn að vera að því oft oft á dag síðan þetta gerðist. Það helsta sem hún hefur verið að segja mér er til að mynda: "15 Inch C()CKS in Tight V(A)G1NAS" og svo boðið mér: "Meet a new lover for S(E)X?". Ég bíð spenntur hvað Cindy ætlar að segja mér næst.

Vá hvað ég hata ruslpóst!!!

Svan

Posted by Svan at 04:13 FH | Comments (0)

Tal og skriftarkennsla

Fór í tal og skirftarkennslu í morgun. Einhvernvegin virtust allir kunna skriftina miklu betur en ég. Svo komst ég að því að það voru bara kínverjarnir og Imke sem kunnu þetta svona vel því Imke hafði lært áður og þar sem kínverjarnir nota svipað letur þá er þetta minna mál fyrir þau. Ég, Bendt, Ann, Buddy og André vorum alveg úti að skíta á meðan að Josue var skárstur af okkur n00bunum.

Talkennslan var algjör snilld. Kennarinn var hálfgerður trúður og var alltaf með svona leikþætti. Til dæmis þegar við áttum að segja "Sumimasen" (fyrirgefðu) þá áttum við að standa upp á töflu tvö og tvö og ganga á móti hvort öðru og rekast öxl í öxl og segja "Sumimasen", og þá átti mótaðilinn að segja "iie" (sem þýðir "nei" en í þessu tilfelli "it's okay" eða eitthvað álíka). Við fórum yfir svona 15-20 everyday frasa og leikþáttur við hvern og einn, sem hjálpaði manni að muna þetta.

Svan

Posted by Svan at 04:07 FH | Comments (2)

Hvað er í tækinu?

Það er orðið allt of langt síðan ég hef talið upp hvað ég er að hlusta á. Hér er listi vikunnar:

Tchaikovsky: Overture 1812, Blómavalsinn, Svanavatnið

The Streets: Original Pirate Material

Radiohead: Amnesiac og Hail to the thief

Tom Waits: Rain Dogs og Frank's wild years

Neil Young: Harvest Moon

Posted by Svan at 03:59 FH | Comments (0)

október 08, 2003

MTG:O virkar!!!

Props til Árna fyrir að lóðsa mig í gegnum þetta! Jess núna get ég farið spila aftur online.

Update: Ég kemst ekki í MTG:O after all :( Ég er ekki alveg eins hoppandi glaður eins og ég var rétt áðan.

Svan

Posted by Svan at 06:53 FH | Comments (2)

Kvart og kvein undan heimalærdómi

Þýsku og Bandarísku skiptinemarnir eru að kvarta undan því að við þurfum að skila inn heimaverkefnum í skólanum. Mér finnst það vera dáldið fyndið. Við Bendt erum vanir því að skila svona um 4-5 verkefnum á viku á meðan við erum í skólanum (reyndar ekki nema 10 vikur á önn) og það eru svona um 2-6 blaðsíður hvert verkefni (slump). Hérna höfum við þurft að skila inn nákvæmlega tveimur 1 bls verkefnum með tvöföldu línubili og eigum eftir að skila inn einu svoleiðis í viðbót og svo japanskri skriftaræfingu sem er reyndar frekar strembin. So far þá er ég ekki að kvarta.

Sumir vinir mínir gerðu grín af mér að ég þyrfti að fara að hafa fyrir náminu núna þegar ég færi út og það er í rauninni alveg rétt. Þar sem ég hef ekki verið góður að læra tungumál (sbr. danska og þýska, enskan er dáldið annað mál) þá liggur japanskan ekki beint fyrir mér og þarf ég að leggja mig heilmikið fram þar, sérstaklega þar sem ég er í fjórum tímum á viku í japönsku plús svo Japanese affairs sem er líka tungumála kúrs. Heimavinnan fyrir hvern japönsku kúrs so far er miklu meiri en fyrir hina kúrsana, sem er svo sem ágætt því að ég ætla mér að læra hana vel. Það á bara eftir að vera drullu erfitt.

Svan

Posted by Svan at 04:51 FH | Comments (0)

október 07, 2003

Júbb, endalaust meira Spam

...og af hverju skyldi ég vera að fá meiri ruslpóst núna heldur en venjulega??? hmmmmmm, good question.

Svan

Posted by Svan at 08:26 FH | Comments (3)

Jarðskjálftar?

Það eru endalausar fréttir af jarðskjálftum sem eiga supposedly að hafa átt sér stað hérna á Hokkaido. Ég er að minnsta kosti að taka eftir dáldið mikilli umfjöllun á www.mbl.is/. Ég hef ekki tekið eftir neinum einasta helvítis jarðskjálfta. Þessi fyrsti reyndar vakti alla í húsinu nema mig :s

Hvernig mér tekst að sofa yfir mig jarðskjálfta upp á 8.0 á Richter (upprunalegum starting point, ætli hann hafi ekki verið svona um 5-6 hérna) fatta ég bara gersamlega ekki. Núna var enn einn jarðskjálftinn að ríða yfir skv. þessari frétt, og ég heyri ekki bofs um þetta hérna uppfrá, bara á www.mbl.is/. Mig er jafnvel farið að gruna það að þetta sé eitthvað plott til foreldrar mínir endanlega missi það vegna áhyggja af mér.

Svan

Posted by Svan at 08:25 FH | Comments (0)

Steven að kenna okkur vísu

Við sátum í rólegheitunum í lounge-inu í International húsinu, where I live, að spila og Steven (the red haired goth-dudes-that-adores-metallica) var að spila einhvern leik sem var svipaður og gamli Galaxy Quest (minnir að hann hafi heitið það) í Super Nintendo tölvunni.

Það var algjör þögn yfir hópnum á meðan við vorum að klára spilið og þá klessti Steven á vegg í leiknum sem hann var að spila og hann stendur svo upp allt í einu, hendir fjarstýringunni í gólfið ótrúlega pirraður og segir heví hátt:

(Sungið með "Row, row, row your boat")
Fuck, fuck,
fuck a duck
Bang a kangaroo
Gang bang
an orangutan
Orgy at the zoo

Settist svo aftur niður og hélt áfram að leika sér í leiknum. Við hin sem vorum að spila á spilin horfðum á hvort annað í nokkrar sekúndur áður en við sprungum úr hlátri. Þetta kom svo innilega out of the blue. Reyndar dáldið mikið "had to be there joke" en samt...mjög fyndið.

Svan

Posted by Svan at 08:09 FH | Comments (1)

Today I learned three new types of strokes

Að sjálfsögðu fórum við að læra Hírógína letur en ekki Kanji í fyrsta skriftartímanum okkar.

Að læra nýtt stafróf er frekar erfitt. Ég var svosem búinn að gera mér grein fyrir því, því þar sem ég er með þessa stafi fyrir framan mig hvert sem ég fer og hef aldrei skilið neitt (jú ég kann að lesa "Exit", "Entrance", "Japan", "Dagur", "Mánuður", "Ár", "Fornafn", "Seinna nafn", "Heimilisfang" en þetta eru allt Kanji karakterar, ekki Hírógína). Það sem ég kvíði mest fyrir er það að æfa mig í því að lesa úr skriftinni, því þegar ég er búinn að geta lesið orðinn þá er komið að því að skilja þau. Argh.

Þetta er eiginlega eitt það erfiðasta sem ég hef lært á ævinni því maður eru svo hryllilega vanur hinu letrinu. Oh well, ég sé bara fram á það að það eina sem ég læri nýtt hérna úti er japanskan, mér sýnist ég hafa tekið alla hina kúrsana áður, hvort sem það var í eða á Bifröst.

Svan

Posted by Svan at 07:20 FH | Comments (2)

Kanji

Jæja, þá er fyrsti Kanji tíminn minn í dag. Gluggaði eitthvað aðeins í þetta í gær, hljómar ágætlega...skemmtilegra en ég hélt að minnsta kosti :)

Svan

Posted by Svan at 05:22 FH | Comments (0)

Athygliverð forgangsröðun

Ég fór í tíma í dag sem heitir Japanese Affairs. Þessi kúrs gengur út á það að kynna okkur fyrir japanskri menningu. Í dag þá lærðum við um Kobayashi Takiji sem gekk í OUC (sami skóli og ég er í) og Itoh Sei sem er líka einhver local hetja hérna í Otaru. Við fórum svo í göngutúr um svæðið til að skoða minnisvarða. Á leiðinni uppeftir þá lærðum við að segja hinar og þessar trjátegundir, skordýrategundir og ýmislegt annað.

André commentaði á það að það væri mesta vesen í heimi að tala við konurnar í mötuneytinu, en núna þá getum við haldið uppi samræðum um tré og skordýr. Sem er svosem alveg rétt hjá honum, dáldið furðulegt ef maður fer að hugsa út í það :þ

Svan

Posted by Svan at 04:26 FH | Comments (0)

október 06, 2003

Myndir frá helginni og smá umsögn um þá sem ég hangi mest með

Bendt var að setja inn myndir frá pöbbnum sem að Kristoff er að vinna á sem við fórum á á föstudaginn og svo frá laugardagskvöldinu í Sapporo. Ég er búinn að vera að tala um mikið af þessu fólki sem ég er að hanga mikið með, þannig ég ætla bara að linka á nokkrar myndir:

Ann. Tvítug frá Minnesota en fer í skóla frá South Dakota. Er nágranni Bendts og þau virðast vera að hitta það nokkuð vel off. Hún er algjör drykkjurútur en er samt algjört sakleysis grey. Henni tekst að sameina þessi tvö element nokkuð vel, þótt ótrúlegt megi virðast.

Buddy. Er líka frá South Dakota (þar sem maður má apparently keyra frá því maður er 14 ára). Þetta er einhver sá "bandarískasti einstaklingur" sem ég hef kynnst. The name says it all. Hann er samt alveg stórskemmtilegur.

André. Aldursforsetinn í hópnum. Við vorum að fagna afmælinu hans um helgina. Fjölskyldan hans á vínekrur í Þýskalandi og er okkur Bendt boðið að kíkja þangað hvenær sem er þegar við erum búnir hérna uppfrá. Það kæmi mér ekki mikið á óvart ef við myndum þiggja þetta boð.

Þessir hérna að ofan eru svona þeir sem ég hangi mest með af öllum. Plús náttla Bendt.

Svo til að halda áfram upptalningunni:

Kristoff. Vinnur á barnum sem við fórum á á föstudaginn. Hefur augljóslega æft körfubolta, amk miðað við frammistöðuna um daginn.

Josue. Spánverji með svo mikinn hreim að maður skilur hann varla stundum.

Malcolm. Svali nýsjálendingurinn. Hann talar líka með svo miklum hreim að maður skilur hann varla, þó svo að enska sé hans móðurmál.

Steven. Þetta er einstaklega undarlegur fýr. Hann er í fyrsta lagi rauðhærður gothari sem er undarlegt út af fyrir sig. Gengur um í skotapilsum, þrátt fyrir að vera frá georgíu. Ef hann er ekki í skotapilsum þá er hann í síðum jökkum og ber að ofan. Hann er með sítt rautt hár alveg niður á rass og uppáhalds bandið hans virðist vera Metallica sem er alveg fáránlega mikið eitthvað á móti ímyndinni sem hann er að reyna að skapa sér. Hann virðst ekki vera í neinum kúrsum og það komu tár þegar hann sá að hann komst ekki í Everquest í skólanum.

Ég linka á fleiri myndir bráðlega. Annað hvort úr mínu albúmi sem ég er að fara að setja upp eða bara hjá Bendt :)

Svan

Posted by Svan at 01:56 EH | Comments (0)

Ný addressa í símann minn

Hiro hjálpaði mér að laga addressuna í símann minn en hún er núna orðin svan (a) jp-d.ne.jp sem er mun skárra heldur en z27943ce8a77ep@jp-d.ne.jp.

Svan

Posted by Svan at 01:32 EH | Comments (0)

Kiðfættir og horaðir Japanir

Þar sem ég og Bendt erum núna umkringdir stelpum í skólabúningum (ókei, ekki í skólanum okkar því hann er á háskólastigi, en basicly allsstaðar annarstaðar sér maður þannig) þá höfum við verið að taka eftir því að jaðanskar unglingsstelpur eru voðalega kiðfættar. Eiginlega undantekningalaust. Er þetta kannski bara eitthvað sem maður er að taka eftir vegna þess að þær eru allar í stuttum pilsum?

Svo hef ég verið hérna í ca. þrjár vikur og hef einungis séð einn sem gæti talist vera of feitur síðan ég kom hingað. Það má reyndar útskýra þetta með því að flest allir matarskammtar eru svona ca. helmingi minni en heima. Kanarnir hrista stundum hausinn því þetta er ennþá stærra heima hjá þeim en heima á skerinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart því eina skiptið sem ég hef vitað til þess að japanir séu feitir eru súmóglímukappar.

Svan

Posted by Svan at 01:21 EH | Comments (2)

Aldur

Kom mér svoldið á óvart, þegar við vorum að kynna okkur skiptinemarnir þá stóðu allir upp og sögðu eitthvað um sjálfan sig en það sagði enginn frá því hvað viðkomandi var gamall/gömul. Svo þegar við sátum í afmælinu hans André umkringdir Kínverjum þá spurði Bendt þá hvað þeir væru gamlir (bara svona í casual samræðum) og það var eins og við værum að spyrja þvílíkt persónulegrar spurningar. Þeim fannst bókstaflega óþægilegt að tala um þetta.

Minntist á þetta við Bandaríkjamennina og þeim fannst það líka vera furðulegt hvað við Íslendingar tölum mikið um það hvað fólk er gamalt. Við tölum alltaf voðalega mikið um hvaða ár viðkomandi er fæddur/fædd þegar við erum að lýsa fólki, en það virðist enginn annar gera það nema við Bendt.

Svan

Posted by Svan at 01:00 EH | Comments (2)

Ball and games

Það er svona hálfgerður leikfimi kúrs hérna í skólanum sem er kallaður Ball and Games og er 1 eining. Ég átti ekki íþróttaskó (er að fara að fjárfesta í svoleiðis seinna í vikunni) þannig ég sleppti fyrsta tímanum. Bendt mætti ásamt fullt af öðru fólki og byrjaði tíminn á smá upphitun. Allir að hoppa eitthvað og teygja og svona krapp. Svo fór þjálfarinn eitthvað að lýsa því fyrir þeim hvað væri næst og gekk svona bærilega, allir að raða sér upp á hliðarlínunni og dregur hann svo fram steríógræjur og þá renna tvær grímur á hópinn.....júbb, píptest.

Vá hvað ég er glaður að hafa sleppt þessum tíma. Ég hélt að ég væri búinn að klára öll mín píptest sem ég myndi taka á ævinni í Verzló, en neibb. Píptest á háskólastigi, það er alveg málið. Reyndar tók ég nokkur píptest þegar ég var að dæma í körfunni.

Svan

Posted by Svan at 11:38 FH | Comments (5)

MSN

Mikið finnst mér það fyndið þegar maður veit að persónan sem maður er að tala við í gegnum msn er að kópera einhvern hluta af samtali manns til einhvers annars.

Svan

Posted by Svan at 11:16 FH | Comments (0)

LOTR TTT extended edition

Er extended edition komið út á DVD heima? Ég er hvergi búinn að sjá það hérna úti og ekki heldur á amazon.jp, en ég sé það í amazon.com sem þýðir að það sé region 1, which means I can't use it.

Svan

Posted by Svan at 11:05 FH | Comments (1)

Verslunarferð

Ég og Bendt fórum að versla í dag. Ég keypt mér 160gb firewire tengdan harðan disk, baðvigt og enn eitt headsettið (svo ég liti ekki út eins og mikki mús með þessi huges headset sem ég á). Bendt keypti sér eitt stykki 40 gb iPod.

Svo þarf ég að fara að kaupa mér inn bækur á Amazon.jp og nýti ábyggilega tækifærið til að kaupa mér eitthvað meira dót :) Þarf samt að fara að spara smá pening, en maður er svo sem ekkert í neinni hættu. Ef ég ætla að komast heim í spring break-inu mínu þá þarf ég að eiga eitthvað á milli handanna.

Svan

Posted by Svan at 10:59 FH | Comments (3)

október 05, 2003

Ein smá spurning

Hvað nákvæmlega vakir fyrir fólki þegar það ákveður að loka hraðbönkum um helgar??? Hvaða rugl er það eiginlega? Til hvers eru hraðbankar, jú til að maður geti tekið út pening eða lagt inn þegar bankar eru lokaðir.

Þetta er það heimskasta sem ég hef nokkurn tíman heyrt um.

Svan

Posted by Svan at 08:13 EH | Comments (0)

Mamma, mamma, sjáðu hvað þessi er skrýtinn

Mér finnst það voðalega furðulegt þegar litlir krakkar eru að benda á mann í súpermörkuðum og hvísla einhverju að foreldrum sínum. Ég lendi nú reyndar ekki oft í þessu, en Joi, Kría og Emmanuel (allar svartar) lenda í þessu fáránlega oft og þeim finnst það alltaf jafn óþægilegt.

Svan

Posted by Svan at 04:05 EH | Comments (0)

Regnhlífar

Ég var mikið búinn að gera grín af Bendt þegar hann týndi regnhlífinni sinni, keypti nýja og týndi henni strax aftur. Weeeelllllll, ég er búinn að týna minni. Fékk lánaða frá Malcolm til að komast niðrí skóla. Ég er ekki búinn að nota regnjakkann minn síðan ég kom hingað, heldur bara regnhlífar. Mér finnst það ennþá vera voðalega undarlegt að ganga um með regnhlíf hvert sem maður fer þegar maður er á vappi um bæinn og smotteríis ský eru á himni. En það er verður ótrúlega fljótt alskýjað hérna og úrhellið byrjar, enda ganga allir um með regnhlífar.

Regnhlífar eru kúl, in a very lame way though. Maður er nefnilega ekkert voðalega kúl hangandi eftir strætó í grenjandi rigningu gegnblautur hnerrandi eins og fáviti ekki með regnhlíf, þar sem að gamlar konur horfa á mann hristandi hausinn og benda á regnhlífina sína og fara að glotta yfir óförum manns.

Svan

Posted by Svan at 04:03 EH | Comments (0)

Ítalski veitingastaðurinn neðar í götunni & Booty club

André átti 29 ára afmæli í gær og við fögnuðum því annað kvöldið í röð. Við höfðum leigt út matsölustað sem var neðar í götunni og gert ráð fyrir 15 manns, en það mættu 30 og borguðu allir 2000 yen á haus fyrir tveggja rétta dinner og vín. Svo höfðum við nokkur keypt köku og komið með hana niðreftir og kostaði hún whooping 10.000 yen sem er alveg endalaust mikið (fyrir ameríkanana amk, þeim fannst hræðilegt að borga 100 dollara fyrir köku).

Anywho þá var kakan borðuð eftir matinn og kokkurinn sem átti staðinn var svo glaður að við höfðum verið svona mörg að hann borgaði okkur fyrir kökuna, þannig við fengum 10.000 kallinn sem við höfðum borgað fyrir kökuna til baka. Sem mér og Bendt fannst vera mest skrýtið, því þetta yrði aldrei nokkurn tíman gert heima. Eftir matinn þá förum ég og André upp í dorm-ið aftur og hittum þar Hiro sem er venjulega á bíl (alltaf!) en hann ætlaði að detta í það með okkur og þurftum við því að labba niður alla helvítis brekkuna (frekar löng vegalengd). Síðasta lest til Sapporo fór klukkan 23:01 og tókum við hana.

Lestarferðin var frekar áhugaverð. Við vorum mikið að tala saman og hlæja og þá stendur allt í einu upp einhver kona í dragt og öskrar á okkur að halda kjafti á japönsku og fylgir því svo eftir með "shut up". Fólkið í lestinni klappaði og einn fór að blístra til að taka undir þetta. Ég leit upp vagninn og sá þar á meðal eldri mann með derhúfu sem var eineygður og hann stóð upp um leið og ég leit í áttina að honum og sagði eitthvað geðveikt hátt og benti á okkur. Ann sat við hliðina á mér og henni leið ekkert vel því kallinn starði í áttina að okkur tveimur ótrúlega lengi og ég starði bara á móti og hún á milli okkar :þ Þetta gerðist áður en að lestin lagði af stað frá Otaru!

Stemmingin hjá okkur var frekar vandræðaleg eftir þetta, það þorði enginn einhvernvegin að tala neitt voðalega mikið eftir þetta. Svo þegar aðeins líða tók á ferðina (klst ferð) þá fórum við að tala meira saman og skemmta okkur, en samt mun lægra en áður en þá stóð konan í dragtinni upp. Hún horfði svona á okkur í smástund og allir horfðu á hana og svo gekk hún framhjá okkur og sparkaði meira að segja í mig "voðalega óvart" og fór yfir í næsta vagn (þar sem btw restin af fólkinu var með álíka mikil læti :þ). Við þetta þá stendur karlinn með derhúfuna upp (hann hefur ekki tekið augun af mér og Ann allan tímann) og bendir á okkur og sest svo aftur niður og fór aftur að stara á mig. Þetta varð svona alla leiðina til Sapporo.

Þegar við fórum til Sapporo þá fengum við að ákveða hvort við vildum frekar dansa eða djúsa og dansinn var hlutskarpari og því var farið á stað sem heitir Booty.

Þessi klúbbur var dáldið magnaður. Til að standa undir nafni þá voru þeir að sýna klámmyndir á tveimur stórum skjáum á annarri hæðinni. Sem er nett undarlegt. Voða kammó stemming, allir að tala saman í góðum fíling og verið að sýna klám í sitthvoru horninu á herberginu. Reyndar ekkert hart, allt blurrað, en samt ótrúlega furðulegt.

Svo kynntumst við tveimur kiwi stelpum (Kiwi=það sem Malcolm the New Zealander kallar alla frá Eyjaálfu) sem voru að vinna sem enskukennarar í einhverjum enskuskóla. Þær hétu Avalon og Embla og skyndilega snerist öll athygli karlpeningsins í hópnum að þeim tveimur. Það var mjög fyndið að fylgjast með þessu og hafði Bendt þær algjörlega í vasanum :þ Fór meira að segja heim með númerið hjá Avalon (þeirri sætari) í vasanum ;)

Staðurinn var mjög svipaður eins og Píanóbarinn að miklu leyti. Það var fáránlega mikið af erlendum karlmönnum og mikið af innlendum kvenmönnum. Innlendu strákarnir voru svona klæddir eins og Hip-Hopparar, í hettupeysum með headset utan um hálsinn, sem voru alltaf að spila eitthvað rappið þrátt fyrir að vera á dansgólfinu að dansa á fullu. Þeir voru flestir frekar sorglegir eitthvað.

Svo var haldið heim með fyrstu lestinni til Otaru sem lagði af stað klukkan 6:12. Við komum til Otaru um hálf átta leytið og tókum taxa í campus. Ég og Ann vorum að tala saman heillengi á leiðinni heim, en svo talaði ég við hana í dag og hún sagðist ekkert hafa munað eftir því hvernig hún komst heim, hvorki lestinni né taxanum. Ég sagði kannski líka of mikið við hana í lestinni þannig það er ágætt að hún muni ekki eftir þessu :þ Hún er samt búin að vera að suða í mér í allan dag um að ég segi henni það aftur, en ég held ég sleppi því bara :) Maður þarf að fara að læra að halda kjafti þegar maður er fullur :þ

Snilldar kvöld í alla staði.

Svan

Posted by Svan at 03:53 EH | Comments (4)

Ljósmyndasýning

Ég og Bendt héldum ljósmyndasýningu áðan þar sem við vorum að sýna myndirnar sem við tókum á skemmtistaðnum í gær :) Það mættu nánast allir, en Hiro (borið fram eins og "hetja" á ensku) fékk einkasýningu því hann mætti of seint. It was fun :)

André, Ann og Bendt fóru í "chug motherfucker chug" sem er einhver bandarískur drykkjusiður þar sem allir krækja saman höndum og þamba heilan bjór og náði ég því á myndband. André og Ann klára sína bjóra á meðan að Bendt tekur sopa og sopa eins og hin versta kelling, enda hlógu margir af honum :þ

Garg, mig langar til að setja þessar myndir inn á netið!

Svan

Posted by Svan at 03:21 EH | Comments (0)

Djamm í gær og domain

Það var djammað einstaklega mikið í gær. Ég kom heim til mín um átta leytið í morgun og vaknaði klukkan 17:00, þannig ég er ekkert að fara að sofna á næstunni. Það bara virðist enginn vera online á msn-inu at this moment, enda er sunnudagur og ekki margir á netinu þó svo að klukkan sé að ganga þrjú heima (miðnætti hérna). Bendt tók 309 myndir í gær og ég tók svona um 80.

Ég er jafnvel að spá í að fá mér domain og svo geymslupláss fyrir myndirnar mínar hjá www.dominet.net, en ég á alveg eftir að ákveða það.

www.svan.com, www.svan.net og www.svan.is virðist allt saman vera laust. Mér líður reyndar alveg ágætlega hérna þar sem ég er, en það getur verið dáldið bögg ef ég ætla að upload-a fullt af myndum að vera ekki með sitt eigið domain, og svo hef ég líka verið á leiðinni að gera það lengi vel.

Svan

Posted by Svan at 03:00 EH | Comments (0)

ADSL

Var að lesa aðeins yfir bloggið mitt og sá að ég tala voðalega mikið um þessi ADSL mál okkar Bendts. Anyways þá erum við komnir með dagsetningu á því hvenær við fáum viðgerðarmann til okkar, en það verður þann 15. okt. Við sóttum um á mánudeginum síðasta, og það tekur 3 vikur að fá þetta sett upp.

Vá hvað allt tekur hryllilega langan tíma hérna.

Svan

Posted by Svan at 02:43 EH | Comments (0)

október 04, 2003

It's alive again!!!

Jei, síðan mín er komin upp aftur. Á meðan ég var í burtu þá notaði ég gamla urlið mitt, en er búinn að henda færslunum þaðan hingað inn :)

Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist, en það var óþægilegt að hafa ekki málgagnið manns uppi í svona langan tíma. Djöfull er maður orðinn háður þessu bloggi :s

Svan

Posted by Svan at 11:59 EH | Comments (2)

Bendt kominn með myndir

Þar sem við Bendt erum búnir að húkka lappana okkar við net skólans (tók alltof langan tíma) þá er hann búinn að setja inn myndir af vélinni sinni. Ég þarf að fara að kaupa mér svona aðgang að myndageymslusíðu á netinu, Bendt ætlar að aðstoða mig. Þannig að myndirnar mínar eru væntanlegar bráðlega.

Svan

Posted by Svan at 08:43 FH | Comments (0)

Firewall

Eldveggurinn hérna hindrar mig í því að spila MTG:O...oh well, ég bjóst svo sem við því en það var frekar svekkjandi :(

Svan

Posted by Svan at 08:40 FH | Comments (0)

I can see the spam in my hotmail account rising by the second

Hvaða helvítis. Vinur minn setti e-mail addressuna mína á einhverja bloddy síðu og ef ég myndi setja inn fjórar aðrar addressur þá myndi hann fá frían smiley face bol. Weeeeeeellllllllll, ég þori að hengja mig upp á það að e-mail addressan mín verði sett á einhverja fokking póstlista. Jibbí, now I'll have even more spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam spam to delete each morning.

Svan

Posted by Svan at 08:20 FH | Comments (2)

október 03, 2003

"Nýja" síðan hennar Sibbu

Stelpan mín hefur ákveðið að reveal-a livejournal síðuna sína fyrir augum almennings.

Svan

Posted by Svan at 07:43 FH | Comments (0)

ADSL mál

Fengum hringingu frá NTT, sem er the japanese equalent of Landsíminn, þar sem við áttum að confirma hversu lengi við værum "nýbúar" (ég held að það standi á þessu blessaða blaði sem ég er búinn að ganga um með síðan ég kom hingað). Þeir held ég tengdu símalínuna í dag, þá er það bara að fá viðgerðarmanninn til að installa þessu fyrir okkur og þá er held ég allt set. But knowing this is the buerocratic Japan that I'm talking about here, it won't be that simple.

Svan

Posted by Svan at 07:42 FH | Comments (0)

október 02, 2003

Undarlegur fréttatími

Sat í gærnótt að horfa á fréttirnar með Ann. Það kom einhver voðalega alvarleg frétt um einhvern sjúkdóm sem var að herja á börn einhverstaðar og var fréttapistillinn með enskum texta og var á ensku. Svo þegar pistillinn var búinn þá varð skjárinn svartur og svo kom voðalega mjúk karlmannsrödd og sagði "And now with japanese subtitles". Ann sagði við mig "hey, that's cool. First for the hard of hearing and then for the Japanese people"...svo þegar sama fréttin var búin að koma aftur (á ensku með japönskum texta) þá varð skjárinn aftur svartur og þá kom sama mjúka karlmannsröddin "And now without subtitles".

Ég og Ann horfðum á hvort annað og veltum fyrir okkur hvaða helvítis tilgangur það væri að sýna sömu fréttina í þriðja skiptið á ensku, en núna án texta sem hafði verið tvisvar sinnum áður. Við reyndum að finna einhverja hópa sem högnuðust á þessu, en svo þegar fréttin var búin þá kom aftur svartur skjár og sama mjúka karlmannsröddin, miklu glaðari en áður: "And now once more with english subtitles"...og svo kom fréttin aftur. Þegar hún var búin í fjórða skiptið þá komu auglýsingar.

Hvaða undarlega bull er þetta? Mér datt helst í hug að þetta væri eitthvað svona "learn english" thing fyrir japana, en samt ekki því að þetta var bara basicly frétt sem sýndi grátandi börn og vonlitlar mæður þeirra. Ekki svona eins og heima þar sem nýbúakennslan er, þar er allir alltaf voðalega happý.

Ég skil þetta ekki fyrir mitt litla líf.

Svan

Posted by Svan at 07:42 FH | Comments (0)

október 01, 2003

Dorktower er fyndinn

Var að finna tvo dáldið góða Dorktower sketch-a :) 1 og 2.

Svan

Posted by Svan at 07:41 FH | Comments (0)

Fyndið

Keypti mér Japönskukennslubækurnar í dag. Það var stungið undir coverið auglýsing á japönsku. NB þetta eru Elementary books um japanskt tungumál, ég held að þessi auglýsing sé ekki að fara að koma neitt mikilli söluaukningu á whatever sem er verið að auglýsa :þ

Svan

Posted by Svan at 07:40 FH | Comments (0)

Begga að gera góða hluti

Begga vinkona mín fær ágætis útreið hjá Katrínu :p

Svan

Posted by Svan at 07:40 FH | Comments (1)

Fyrsti skóladagurinn

Fór í þrjá tíma í dag. Accounting, Intermediate Macroeconomics og Introduction in Japanese economics and business.

Accounting.
Þetta var einhver sá mesti bull tími sem ég hef nokkurn tíman farið í. Einn og hálfur tími fór í að skrifa upp eftir kennaranum skilgreiningar á eftirfarandi atriðum: "Balance sheet", "economic movement", "numerical", "descriptive", mainly, "economic activities", "firm", "unpredictable matters", financial statement, "financial movement" og "Income statement". Sú staðreynd að við þurftum að útskýra "mainly" er alveg stórfurðulegt. Kennarinn var gersamlega að fara á taugum af stressi og kennsluaðferðir hans voru frekar skrýtnar. Hann byrjaði á því að fylla töfluna af texta og svo tók þegar hann þurfti að halda á meira plássi á töflunni þá tók hann upp töflupúðann og strokaði út eitt orð, og skrifaði annað orð í staðinn og tók svo upp töflupúðan og skrifaði annað orð.........og svo framvegis.........tók allan tíman í heiminum.

Introduction in Japanese economics and business:
Jón Þrándur Stefánsson kennir þennan kúrs. Mér leist ágætlega á hann, bæði stjórnunarkúrs sem og saga viðskiptalífs í Japan. Hann lítur út fyrir að verða frekar strembinn, en mér líst mun betur á hann heldur en þennan bókhaldskúrs því mér leið eins og í þriðja bekk í Verzló aftur.

Intermediate Macroeconomics
Mér sýnist kennarinn ætla að kenna Keynsíska hagfræðikenningar. Hann gerir ráð fyrir því að við séum búin að klára grunnhagfræðina og þessa klassísku, en það eru ekkert allir búnir með hana og geri ég ráð fyrir því að þeir sleppi þessum kúrsi því hann virðist ætla að verða ágætlega strembinn, að minnsta kosti miðað við Accounting.

Það var reyndar ekki farið yfir neitt nýtt í dag en ég býst við að taka hagfræðina og stjórnunina. Morgundagurinn verður nokkuð langur, en þar sem ég er ekki með stundatöfluna fyrir framan mig þá veit ég ekki neitt hvað ég verð að gera, það eina sem ég veit er það að ég verð til klukkan 17 í skólanum :s...frá held ég 8:50...sem er ekki nógu sniðugt.

Svan

Posted by Svan at 07:39 FH | Comments (2)