nóvember 30, 2003

Nothing....lipstick, a little blood

Ég átti verstu andvökunótt ævinnar í gær. Sofnaði klukkan 10, um morguninn. Þannig sólarhringurinn er í hálfgerðu fokki hjá mér. Ætla samt að reyna að sofna núna bráðlega...efast samt um að það gangi eitthvað upp hjá mér.

Svan

Posted by Svan at 04:31 EH | Comments (1)

Hvað er í tækinu

Ég er ekki búnað blogga hvað ég hef verið að hlusta á í langan langan tíma, þannig listinn í dag er óvenjulega langur.

The Flaming Lips: Yoshimi battles the pink robots

The Beatles: Let it be...Naked

Sonic Youth: Goo

George Harrison: All things must pass

Mogwai: Happy songs for happy people

Nick Drake: Bryter Later (jebb, viss aðili smitaði mig af Nick Drake...ég er reyndar ekki einn um að vera smitaður)

Leftfield: Leftism

Portishead: Dummy

Radiohead: 7 television commercials

The Ramones: Mania

Tom Waits: Rain Dogs, Bone Machine, Alice

Will Oldham: I see a darkness

Svan

Posted by Svan at 04:28 EH | Comments (0)

'You're constantly updating your hit parade of your ten biggest wanks'

Horfði á "For Fans Only" í dag. Nokkurs konar heimildarmynd um Belle and Sebastian. Hún var ótrúlega góð. Ég öðlaðist dáldið nýja sýn á bandið, þrátt fyrir að hafa hlustað á það í töluverðan tíma áður. Mig dauðlangar á tónleikana með þeim sem verða í Tokyo í enda janúar. Gallarnir við það plan eru reyndar dáldið miklir. Ef ég ætla mér að fara þá A) geri ég mig gjaldþrota og B) fell ég í prófunum sem eru nokkrum dögum seinna. Þannig ég býst ekki við að fara.

I still wan't to go though. Spurning um að reyna að sjá þá á Glastonbury einhverntíman. Tónlistarfestivöl eru skemmtileg :)

Hérna er btw trailerinn af "For Fans Only".

Svan

Posted by Svan at 04:21 EH | Comments (0)

nóvember 29, 2003

Hoppandi nasavængir

Ég einhvernvegin komst ekki hjá því að sjá nágranna minn fyrir mér með sífellda kippi í vinstri nasavængnum þegar ég las þetta...

Miðað við fyrri tíma, þá kæmi mér ekkert á óvart ef hún myndi allt í einu taka upp á því að flytja í herbergið við hliðina á mér hérna úti í landi sólarinnar, hún er hvort eð er búin að elta mig út um allar trissur.

Svan

Posted by Svan at 10:31 EH | Comments (1)

Já, ég veit að það er lame að stela linkum af batman.is

En þetta er mjög kúl útgáfa af Moonlight Shadow :)

Svan

Posted by Svan at 10:06 EH | Comments (0)

Oh, and another thing

Þar sem Ágúst minnist í sínu heimsins lengsta commenti á Japan sem kvenfjandsamlegt samfélag þá verð ég að minnast aðeins á það. Þó sérstaklega tvö atriði.

Hérna úti er dáldið áhugaverð skattaregla (skv. kennaranum í Labour economics). Ef báðir makar þéna meira heldur en ca. 1.000.000 yen á ári (hvor í sínu lagi), þá missir sá sem þénar meira skattaafslátt upp á einhver 3-400.000 yen. Þannig það borgar sig ekki í fjölmörgum tilfellum fyrir konur að vinna meira heldur en fyrir þennan pening. Þetta er einhver föst tala sem er rétt fyrir ofan eina milljón. Þetta er ein ástæðan fyrir því að konur eru oft á tíðum heimavinnandi hérna.

Við höfum fengið það viðhorf frá sumum japönskum stelpum/konum að þær "eigi" að vera heimavinnandi og það sé hlutverk konunnar. Heitt rifrildi á milli einnar japanskrar stelpu og einnar vestrænnar varð um þetta mál snemma í haust.

Annað atriði. Kvenmenn heima á klakanum finnst óréttlátt að fá ekki jafnhá laun eins og karlar fyrir sama starf, en það sem er við lýði hérna er mikið mun verra. Fyrir nokkrum áratugum síðan var kerfi hérna í atvinnumálum sem var nokkurskonar "lifetime employment". Kerfið byggðist á því, eins og nafnið gefur til kynna að þegar þú ert ráðinn hjá fyrirtæki þá ertu ráðinn til frambúðar og einstaklega óalgengt var að fólk skipti um vinnu. Þetta átti að sjálfsögðu ekki við þegar um er að ræða ýmis minniháttar störf eða hlutastörf.

Þetta kerfi er að mestu leyti dottið uppfyrir, en angar af því eru ennþá í gangi. Þar á meðal eru svokallaðir "Carrier paths" í starfi. Þegar einstaklingur útskrifast úr skóla sækjast fyrirtækin í viðkomandi aðila í þjálfunarprógramm og þeir sem koma vel út úr þeim eru ráðnir, eða allir þeir einstaklingar sem taka þátt í prógramminu. Þeir sem eru ráðnir eru annað hvort ráðnir á carrier path eða ekki, og kemur þetta ákvæði oftar en ekki fyrir í ráðningasamning viðkomandi. Þeir sem eru ekki ráðnir á carrier path, þeir komast ekkert hærra í fyrirtækinu. Þeir eru einnig þeir fyrstu sem er sagt upp ef í hart fer. Þessir sem fara ekki á carrier path eru oftast í minniháttar störfum innan fyrirtækisins, svo sem ritarar, móttökuborð, símasvörun etc.

Konur fara aldrei á carrier path. Þetta er ágætis fullyrðing og er hún kannski ekki alveg 100% sönn og rétt...en nevertheless þá er hlutfall þeirra kvenna sem fara á carrier path við ráðningu hjá fyrirtæki stjarnfræðilega mikið lægri en hlutfall karla. Þetta þýðir að sjálfsögðu umtalsvert lægri laun en einnig, eins og ég minntist á hér áður, að þau fá ekki stöðu/launahækkun.

Einstaklega sorgleg staðreynd.

Svan

Posted by Svan at 09:24 EH | Comments (0)

Lengsta comment í heimi

Ágúst hefur náð að toppa sjálfan sig. Ég hef aldrei séð eins langt comment áður. Það er að minnsta kosti 10-15 sinnum lengra en upphaflega færslan.

Alveg er það magnað hvað menn taka upp á að gera í stað þess að læra. Ég finn til dæmis aldrei jafnmikla þörf til að taka til í herberginu mínu/húsinu heldur en þegar ég er í prófalestri.

Svan

Posted by Svan at 09:03 EH | Comments (0)

Webcam

Var að fá mér webcam. Bendt líka. Þetta er snilld. Er ótrúlega sáttur við þessi kaup mín. Sérstaklega þar sem ég fékk hana út á punktakortið mitt í raftækjaverslun einni í Sapporo (betur þekkt sem "himnaríki" hjá mér og Bendt).

Þessi búð er einmitt hættulegasta búð í heimi. Við getum gersamlega misst okkur í tækjakaupum. Við þurfum að stoppa okkur af reglulega og segja "ókei ég þarf ekki [insert name of a really cool thing] right now, specially since I'm fcuking broke".

Svan

Posted by Svan at 05:48 EH | Comments (1)

Jólagjafainnkaup

Jæja, þá er ég búinn að kaupa tvær jólagjafir. Ég á reyndar erfiðustu gjöfina eftir, hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gefa mömmu. Býst við að redda restinni í næstu viku.

Fórum til Sapporo ég og Bendt. Ég held ég hafi eytt alltof miklu. Eiginlega meira en "held", ég eyddi alltof miklu. Kominn tími til að spara. Keypti mér föt, diska, dvd myndir og svo eina frekar dýra jólagjöf, samtals var þetta um 70.000 yen. Það er dáldið of mikið fyrir fátækann námsmann. Það lítur út fyrir að ég þurfi að lifa á núðlum út þennan mánuð, but I do that anyways þannig það reddast svo sem.

Svan

Posted by Svan at 01:47 EH | Comments (1)

Skemmtilegt

Mikið finnst mér skemmtilegt (í flestum tilfellum) hvað skólastelpurnar í stuttu pilsunum eru ekkert að hafa fyrir því að krossleggja lappirnar í lestunum.

Svan

Posted by Svan at 12:34 EH | Comments (4)

nóvember 28, 2003

Furðulegar staðreyndir

Bendt var í Labour Economics um daginn og þar var kennarinn að segja þeim frá ýmsum lýðfræðilegum staðreyndum hérna í Japan. Hann sagði að 40-60% af öllum getnaði færi í fóstureyðingar. Þessi tala hefði breyst úr 50-60% í 40-50% út af því að nú nýlega væru getnaðarvarnir leyfðar. Flestar þessara þungana eru meðal 17-20 ára kvenna.

Þetta eru fáránlega háar tölur. En þetta eru víst skjalfestar staðreyndir.

Önnur skondin staðreynd. Fæðingar utan hjónabands þekkjast varla. Þegar barn kemur í heiminn er hjúskaparstaða foreldranna skráð niður. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar öllum. Þekkt er að einstaklingur sem fæddist utan hjónabands sé hafnað inngöngu í skóla eða stöðu í vinnu vegna þessa.

Svan

Posted by Svan at 05:08 EH | Comments (5)

Pakki

Fékk pakka að heiman í gær. Sótti hann á pósthúsið áðan. Fullt af DVD myndum, föt og íslenskt nammi. Meðal DVD myndanna var LOTR: TTT extended edition :)

Held ég góni á hana í kvöld :)

Svan

Posted by Svan at 08:42 FH | Comments (2)

nóvember 27, 2003

Thanksgiving

Núna eru kanarnir að halda upp á Thanksgiving. Ég er eiginlega ekki að taka þátt í þessu út af prinsip ástæðum. Mér finnst dáldið asnalegt að vera að halda upp á þjóðarmorð einu sinni á ári :þ Anne brást illa við þegar ég sagði þetta við hana fyrir einhverju síðan, en tók svo undir að það mætti svo sem alveg taka undir þetta viðhorf :þ

Svan

Posted by Svan at 02:42 EH | Comments (0)

Gott að einhver er að fá eitthvað

Kærastan hans Malcolm er komin hingað uppeftir og verður hérna í mánuð. Ég öfunda hann.

Svan

Posted by Svan at 10:46 FH | Comments (3)

nóvember 26, 2003

Hobo?

Um daginn fór ég að spá í hvort að orðið "Hobo" gæti staðið fyrir homeward bound. Bara pæling.

Svan

Posted by Svan at 11:36 FH | Comments (1)

The palindrome of Bolton would be 'Notlob'

Núðlur og hundamatur í kvöldmatinn. Jummý. Lagði mig annars í 4 tíma í dag, nóttin á eftir að vera áhugaverð.

Svan

Posted by Svan at 11:29 FH | Comments (1)

Fjórða stafrófið að bætast við

Intermediate macroeconomics hefur verið að ná nýjum hæðum undanfarna tíma. Til að byrja með leit þetta út fyrir að vera tiltölulega auðveldur kúrs, þangað til allt í einu að stærðfræðin byrjaði að koma. Núna erum við að læra gríska stafrófið líka. Vá hvað ég vildi hafa tekið stærðfræðibrautina í VÍ á sínum tíma. Eftir á að hyggja. Því ég hefði viljað gera ýmislegt annað en að vera á þessari braut þegar ég var í skólanum :þ Letibrautin hentaði mér bara fínt.

Svan

Posted by Svan at 04:34 FH | Comments (1)

nóvember 25, 2003

'So, what's your major?'

Eins og Amy komst að orði í gær, þá er hún ekki lengur að major-a í viðskiptafræði, heldur er hún að major-a í Kanji. 100 nýjir karakterar á viku. Ég er hinsvegar að major-a í japönsku almennt ekki í kanji og síður en svo í viðskiptafræði. Ágætis stökk þar, beint úr markaðsfræðinni og hagfræði yfir í tungumál sem ég hafði aldrei talað og varla heyrt á ævinni.

Jón Svan Sverrisson japönskunemi.

Svan

Posted by Svan at 02:49 FH | Comments (2)

nóvember 24, 2003

Hrmph

Manneskjan sem er með röngu tilvitnunina sem nick á msn listanum mínum neitar að breyta því hún komst að því að þetta væri að bögga mig. See, nú er þetta ennþá verra.

Svo hótaði hún að breyta þessu ennþá meira ef það myndi bögga mig meira. Ég náttla laug og sagði að það myndi ekkert bögga mig neitt ef hún myndi breyta "Stelpan sem starir á hafið" yfir í "Stúlkan sem starir á sjóinn".

Svan

Posted by Svan at 03:37 EH | Comments (2)

Jarðefnaiðnaðurinn strikes back

Mér finnst það ekkert lítið fyndið að þetta stupid "jei.is" blogg mitt fyrir einhverjum mánuðum síðan skuli ennþá vera valdur að því að Tona dettur í hug orðið "jarðefnaiðnaður" í hvert skipti sem hann segir "Jei".

Svan

Posted by Svan at 03:31 EH | Comments (0)

'You've got fe-mail'

Sátum í all you can eat restaurantinum niðrí bæ þegar Kristen spurði Joi hvort hún ætti auka vekjaraklukku því af einhverjum ástæðum er búið að confiscate-a símann hennar Kristen (og þar af leiðandi vekjaraklukkuna). Joi átti enga svoleiðis og þá spurði hún mig og Steven (afmælisbarnið) en við áttum hvorugir þannig. Við sögðumst báðir nota símana til að láta vekja okkur og við gátum ekki misst þá. Steven notar vekjaraklukkuna, en ég vakna iðulega við síma meila ("smeila") frá minni heittelskuðu.

Þá kom Steven með þennan mjög svo fyndna vonda brandara: "So you don't get E-mail, you get Fe-mail".

Ákvað að deila þessu með ykkur.

Svan

Posted by Svan at 03:28 EH | Comments (0)

Jarðskjálftar

Af hverju(?) finn ég aldrei fyrir þessum fjöldamörgu jarðskjálftum sem ríða yfir hérna? Bendt er búinn að finna fyrir nánast öllum, ég hef ekki fundið fyrir neinum einasta. Furðulegt. Það var einn áðan og Bendt spurði mig hvort ég hefði fundið fyrir honum, en neibb, minns fann ekki neitt.

Svan

Posted by Svan at 03:01 EH | Comments (2)

Þá er ég endanlega búinn að missa það

Ef það væri hægt að láta lífið úr frústrasjón þá væri ég í stórhættu. Einnig held ég að ég þurfi að fara að láta athuga mig þegar ég fæ undarlegar hugmyndir þegar ég sé hráa lambalifur.

Svan

Posted by Svan at 01:12 EH | Comments (1)

Enskir subtitles

Var að finna þessa mynd á netinu. Ég hef séð nokkuð mikið af efni hérna úti sem er með enskum subtitles og eru mikið af því oft alveg drepfyndið. Fyndnasta svona subtitle fcuk up sem ég hef séð á ævinni er samt í einni Bruce Lee myndinni, man ekki hvaða. Þar er einhver gaur að ganga í burtu frá einhverri konu þar sem hún stendur og heldur utan um barnið sitt í einhverjum skógi og virðist vera geðveikt reið yfir því að hann skuli vera að fara og öskrar á eftir honum "Why don't you just masturbate in hell?". Ég hef verið að reyna að spá í því hvernig þessi þýðingarvilla hafi átt sér stað.

Svan

Posted by Svan at 03:40 FH | Comments (2)

Athyglivert próf

Tók þetta próf í dag. Ætla samt ekki að segja hvað ég fékk út úr því.

Svan

Posted by Svan at 03:22 FH | Comments (0)

nóvember 23, 2003

Hmmmm

Undanfarnar vikur eru búnar að vera dáldið undarlegar. Eiginlega dáldið erfiðar.

Svan

Posted by Svan at 10:20 EH | Comments (0)

Spara spara spara

Hérna er fólk alltaf að spara. Gasið, rafmagnið, vatnið og svo framvegis. Sumir eru að ganga það langt í sparnaðnum að þeir slökkva á gasinu á nóttinni, láta herbergið sitt kólna niðrúr öllu valdi og geta stundum ekki sofið út af hausverki vegna kulda. Við þetta eru þau að spara sér kannski 1000 til 1500 yen á mánuði. Sumir eru líka að fá kvef undan sparnaðnum. Sniðuga fólk.

Svan

Posted by Svan at 10:18 EH | Comments (0)

Ríkissósan

Einhvernvegin þá virðast flestar sósur hérna bragðast nákvæmlega eins. Það er að sjálfsögðu smá bragðumunur, en samt er grunnbragðið það sama. Mér finnst þetta vera frekar furðulegt.

Svan

Posted by Svan at 09:56 EH | Comments (0)

Myndasíðurnar

Nú vorum við að fá athugasemdir frá hinum skiptinemunum að við ættum að hafa athugasendirnar undir myndunum okkar á myndasíðunum á ensku til að þau myndu skilja þær. Bendt ætlar eitthvað að bæta þetta, ég veit ekki alveg hvort ég nenni því. Svo finnst mér líka dáldið gaman að hafa þau svona úti í myrkrinu :)

Svan

Posted by Svan at 04:40 EH | Comments (0)

Nýjar myndir

Henti inn nýjum myndum. Svona daglegt líf í nóvember, þar á meðal fyrsta snjónum, út að borða til Sapporo, körfuboltaleiknum og svo hittingur í kaffiteríunni til að mingla við Japanana.

Svan

Posted by Svan at 04:08 EH | Comments (0)

nóvember 22, 2003

Fullt að ske í dag

Fyrsti snjórinn. Það bara líka töluverður snjór. Bendt og Anne bjuggu til snjókarl áðan, var reyndar ekkert sérstaklega stór. Ég komst ekkert að því að það væri byrjað að snjóa fyrr en ég kíkti á síðuna hans Bendts, opnaði þá gluggann og sá allt þakið snjó. Þar á meðal fötin sem ég setti út í þurrk. Þau voru flest öll þakin snjó og sum hver pikk frosin. Þannig ég henti þeim inn.

Svo fórum við til Sapporo með seminar hópnum mínum og tók ég fullt af myndum og þarf að henda þeim inn. Reyndi áðan, var búinn að setja helling af texta og allt, en allt fór í voll og myndirnar ekki ennþá komnar inn. Þarf að pikka þetta inn seinna, geri það ábyggilega á morgun. Mjög góður matur og á mjög sanngjörnu verði.

Svan

Posted by Svan at 07:47 EH | Comments (0)

nóvember 21, 2003

Smells like teen spirit(???)

Mér fannst það dáldið fyndið, í gær í kareokee-inu þá var Wu með okkur og þegar við pöntuðum Smells like teen spirit og sungum(/gauluðum) það þá var hann að heyra það í fyrsta skiptið. Mér fannst það dáldið furðulegt að einhver skuli vera að heyra þetta lag í fyrsta skiptið tíu árum eftir að það var gefið út, sérstaklega miðað við hversu gríðalega mikil áhrif það hafði á nánast alla tónlist sem var gefin út seinna meir. Þetta undirstrikar eiginlega hversu mikill munur er á austrinu og vestrinu.

Svan

Posted by Svan at 12:17 EH | Comments (1)

Myndir frá gærkvöldinu

Bendt henti inn myndum frá því í gær. Ég hef augljóslega skemmt mér mjög vel, a.m.k. miðað við myndirnar og lýsinguna frá Bendt á blogginu hans :$

Svan

Posted by Svan at 08:16 FH | Comments (1)

nóvember 20, 2003

Áfengi og fimmtudagar

Nú sem Bifrestingur þá ættu þessir hlutir alveg einstaklega vel saman, en fyrsta fimmtudagsdjammið mitt hérna úti í Japan endaði með þvílíkum ósköpum að jafnvel ég er farinn að efast um ágæti þessarar blöndu. Önnur eins líðan á föstudagsmorgni hefur ekki fundist síðan ég veit ekki hvenær.

Svan

Posted by Svan at 11:16 EH | Comments (0)

Pöbbakvöld

Fórum á pöbbinn sem að Kristoff vinnur á í kvöld. eittþúsund og fimmhundruð yen, og þú mátt drekka eins og þú vilt. Að sjálfsögðu nýtum við okkur það. Svo kareokee þarna, og ég held að ég hafi sungið svona 75% af öllum lögunum þetta kvöld. In other words, I had fun at the expanse of others.

Dæmi um lög sem að enginn þekkti nema ég og Bendt: For Tomorrow með Blur, Parklife með Blur, Sweet child of mine með Guns and Roses, Paranoid Android með Radiohead (ég valdi það reyndar ekki, André gerði það fyrir mistök).

Svo var ég að útskýra fyrir Anne og Amy hvað ég væri ótrúlega ástfanginn. Þeim fannst það voða sætt. And it's true too :)

Svan

Posted by Svan at 05:35 EH | Comments (5)

Körfuboltaleikur

Veðmálið mikla var í gær. Gaigogujin elite á móti Nihongo elite kepptu í körfubolta. Gaigogujin liðið samanstóð af mér, Kristoff, Jared, Kristen og Buddy. Leikurinn var upp í 25 og voru Buddy og Jared það sigurvissir að þeir gáfu Nihongo liðinu 10 stig í upphafi, þannig leikurinn byrjaði 10-0 fyrir Nihongo.

Það lið sem myndi tapa myndi borga hinu liðinu fimmtán bjóra. Teknir vor tveir leikir og unnum "við" þá báða. Orðið "við" er innan gæsalappa vegna þess að Buddy skoraði 40 stig af 51 sem við skoruðum. Ég átti ekki nema eina körfu, Jared tvær og kristoff tvær. Restina átti Buddy. En já, við græddum bjór á þessu :)

Svan

Posted by Svan at 04:15 FH | Comments (3)

Kaffidrykkja

Þá held ég að ég sé endanlega orðinn háður kaffidrykkju, Sibbu og Þóri eflaust til mikillar ánægju.

Svan

Posted by Svan at 04:08 FH | Comments (7)

Yfirsvefn

Djöfull þoli ég ekki að sofa yfir mig! Jarg hvað það er pirrandi.

Svan

Posted by Svan at 04:04 FH | Comments (1)

nóvember 19, 2003

Bjórkollur að gefa út nýja bók

Jæja, þá er nýútkomin bók frá drykkjumannafélagin Bjórkollur. Ég held að það eigi að fara að senda mér bókina út. Mamma og pabbi voru annars að setja saman pakka til að senda mér út, þar á meðal Two Towers extended edition og ýmislegt fleira.

Svan

Posted by Svan at 02:08 EH | Comments (0)

Ummm...

Í hagfræði í dag tókst mér að rugla saman Adam Smith og Douglas Adams.

Svan

Posted by Svan at 04:31 FH | Comments (6)

nóvember 18, 2003

(Smá) Dilemma

Það er manneskja á msn listanum mínum sem ég þekki ekkert sérstaklega vel og hún er með tilvitnun úr einu frægu íslensku lagi sem nick.......nema að henn tekst að klúðra tilvitnuninni. Nú er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að benda henni á þetta eða ekki.

Hvernig fer ég að því að láta svona lagað fara í taugarnar á mér???

Svan

Posted by Svan at 09:04 FH | Comments (3)

'How do you rike the rife in Otaru?'

Fórum í High school í dag. Þetta var einstaklega fyndin lífsreynsla. Okkur var skipt í þrjá hópa, en þar sem við vorum ekki nema 5 talsins og 3 aðstoðarkennarar, þá voru hóparnir frekar fámennir. Aumingja Soklang var ein á tímabili. Anywho þá vorum við Joi saman í hóp og var okkur tilt í sæti fyrir framan allan bekkinn. Þau byrjuðu á því að kynna sig, með hinu margfræga "herro!". Þessi "L" eða "L" leysa þeirra er alveg drepfyndin.

Síðan komu fyrst fimm manns sem spurðu okkur almennra spurninga á ensku. Okkur leið eins og í yfirheyrslu, því þau stóðu svona yfir okkur og spurðu og svo störðu allir á okkur þegar við vorum að svara. Svo fórum við í svona málsháttaleik, þar sem að okkur var gefinn enskt máltæki og áttum að giska á hvaða dýr væri notað í japanska version-inu af máltækinu. Gátum þrjú af fjórum, bara á rökræðum. Which was fun.

Tveir strákar fluttu svo tvö vinsæl dægurlög og kom það mjög vel út :) Eftir það var okkur kennt að nota skopparakringlu og eitthvað annað dót sem ég man ekki hvað heitir.

Svo fékk ég að berja strák í hausinn með bambuspriki. Held að ég hafi barið annað hvort á vitlausan stað, eða þá of fast miðað við viðbrögðin frá restinni af bekknum :s

Svo brutum við saman huge pappír í svona fugl, which was fun. Fengum hjálp þó. Svo áttum við að gera svona litla fugla sjálf.

Það fyndna við þessa ferð var hinsvegar athyglin sem að ég og Buddy, þó aðallega Buddy, fengum frá japönsku skólastelpunum. Það var starað á okkur allan tímann og við eltir út um allt. Buddy fór heavy mikið hjá sér. Þær eltu okkur út um allt.

Biðu fyrir utan kennslustofuna með öllum vinkonum sínum þegar við komum út. Blokkeruðu gangana. Eltu okkur fram í andyri. Það bókstaflega leið næstum yfir eina stelpuna þegar hún tók í hendina á Buddy, og eftir að hún var búin að taka í hendina á honum þá vildu þær allar taka í hendina á okkur og við töfðumst alveg heilmikið á öllu þessu stússi. Voru svo á endanum límdar við gluggann þegar við vorum að keyra í burtu. Svo fengum við minjagripi frá þeim "so we would never forget them".

Mér fannst þetta vera mjög fyndin ferð.

Svan

Posted by Svan at 04:25 FH | Comments (10)

nóvember 17, 2003

Ævintýri hjá hinum skiptinemunum

Það er greinilegt ýmislegt að ske hjá hinum skiptinemunum sem koma úr Bifröst. Drepfyndin heimsókn frá trúboðum og fá svo að hitta Clinton.

Svan

Posted by Svan at 04:19 EH | Comments (0)

Læri læri lær

Japönskupróf á morgun, og stefnt er á að bæta sig frá því síðast. Reyndar ekkert alltof erfitt þar sem ég fékk ekki nema rétt tæpa 4.0 á síðasta prófi. En dagurinn í dag fer í lærdóm. Búnað vera frekar duglegur í dag, verð ég að segja. Kannski fyrir utan þennan eins og hálftíma legg sem ég tók :$

Svan

Posted by Svan at 08:11 FH | Comments (1)

Laundry day

Þvottadagur á laugardaginn síðasta. Ég þvoði öll fötin mín. Það er öll fötin mín nema grútskítugan bol og innistuttbuxurnar mínar. Svo ákvað fólkið að fara í keilu á laugardagskvöldinu. Ég komst náttla ekkert, eigandi engin föt. Ég lærði dáldið af þessu. Ég ætti kannski að þvo fötin mín reglulegar.

Svan

Posted by Svan at 08:03 FH | Comments (1)

nóvember 16, 2003

Blur

Ótrúlega finnst mér það fyndið að ég skuli vera að "uppgvöta" Blur núna. Ég hef aldrei einhvernvegin gefið þeim sjens, en svo þegar ég sat í og var að surfa netið með headsettið mitt á í fyrradag þá kom best of diskurinn þeirra á í iTunes eftir Blues brothers disknum mínum og ég hlustaði á hann í gegn. Hann hefur fengið nokkrar hlustanir síðan.

Blur eru kúl.

Svan

Posted by Svan at 11:43 EH | Comments (0)

Spam

Nokkur subject á spaminu sem ég hef verið að fá undanfarið. Ég hef í rauninn aldrei lesið þetta, fyrr en um daginn og þetta er mjög áhugavert tungumál sem þau eru að tala þarna, þetta er að minnsta kosti ekki nein enska sem ég skil.

falatio school and more pigment imperceivable harpers attics circumscribing

hot for teacher amalgamating punishing commission inquirers tigers

Fwd: My hubbys an ahole breezily beefsteak exclusionary flexible metrics

Re: Not to be missed teething midsection teething disrupted puzzler

Fwd: Listen to her burningly victory findings dimensionally coherent

Fwd: teaching ways of coitis economical flax embassies scraps stimulated

BBQ beat yyour work commpeetiittion kk

Fwd: Thought of you when I saw this polygons ornamentally ante epidermis taper

Fwd: monogamy is for losers eventual excusing gleans transpire sheltering

Re: Not to be missed penultimate apiaries irrigate terrorizing diary

Ég skil ekki helminginn af þessu. Eitt og eitt orð, sérstaklega þau sem eru fremst í subjectinu meika einhvern sense fyrir mér. Restin er algerlega samhengislaus. Hvað er pointið í því nákvæmlega að senda fólki auglýsingar sem meika ekki sens. Mér finnst þetta vera frekar fyndið.

Svan

Posted by Svan at 04:44 EH | Comments (3)

Snjór

Byrjað að snjóa fyrir alvöru núna. Eða svona þannig. Er reyndar ekki ennþá kominn snjór á jörðina, en ég spái því að það komi annað hvort á morgun eða þá á næstum dögum. Það er líka orðið frekar kalt úti.

Svan

Posted by Svan at 03:34 EH | Comments (0)

Níu eða tíu

Lisa var að segja okkur svolítið magnað. Kannski er þetta common knowledge hjá öllum nema mér, en anywho. Japanskar og kínverskar konur þurfa að bíða í tíu mánuði frá getnaði til barnsburðar. Þetta er kennt í skólum og er, skv Lisu a.m.k., almenna reglan sem að allir fara eftir. Kemur mér dáldið á óvart. Ég hef svona verið að pæla í því hvaða ástæða liggi þarna á bakvið, mér dettur helst í hug mataræðið.

Svan

Posted by Svan at 09:17 FH | Comments (3)

nóvember 15, 2003

Japönskupróf á þriðjudaginn

Sigh. Stórt próf á þriðjudaginn. Ég er voðalega óöruggur á því hvað við eigum að kunna. Þarf að læra mikið á morgun og hinn.

Svan

Posted by Svan at 08:08 EH | Comments (0)

Cinnamon girl

Mér tekst alltaf að rústa sólarhringnum um helgar. Bara að hanga í tölvunni að spila. Þarf að fara að gera eitthvað í þessu.

Anyways, þá hef ég verið að hlusta dáldið mikið á meistara Neil Young undanfarið :) Neil Young er kúl.

Svan

Posted by Svan at 06:28 EH | Comments (0)

nóvember 14, 2003

Guð blessi internetið

Var að fá símreikninginn minn í dag frá þeim mánuði sem ég var ekki með netið. Hann var hár. Nei, hann var mjög hár. Ég held að hann hafi verið hæstur hjá mér af öllum sem búa með mér. Sigh. Þar fóru sparnaðaráætlunirnar til andskotans.

Svan

Posted by Svan at 07:50 FH | Comments (5)

nóvember 13, 2003

Hmmmm

Eins og ég hef nú oft sagt R.F.M. við fólk sem á í tæknivandræðum, þá kinda sé ég eftir að hafa hent þeim sem fylgdi með rafmagnstannburstanum mínum því núna kemst ég líklega aldrei að því hvort að raufin sem er á hausnum sé til þess að setja tannkrem í eða ekki. Ég get svo sem lifað með það að setja tannkremið ofan á burstann, en hitt hefði bara verið kúl fídus.

Af hveru er ég annars að spá í þessu???

Svan

Posted by Svan at 05:00 EH | Comments (2)

Frekar kúl

Tók þennan link frá síðunni hennar Sellu. Mér hefur alltaf fundist gaman af svona sjónbrelluthingy-um.

Svan

Posted by Svan at 04:46 EH | Comments (0)

What have you been reading? The gospel according to saint Bastard?

Er mikið að hlusta á Eddie Izzard. Ég á fjögur eða fimm standup með honum heima, en er ekki með þau hérna :( Er að hlusta á Dress to Kill, sem er eitt af mínum uppáhalds standup-um með honum. Ég er ennþá að gráta þá staðreynd að ég skildi ekki hafa verið búinn að uppgvöta hann áður en hann kom til Íslands. Djöfull hefði mig langað.

Svan

Posted by Svan at 04:22 EH | Comments (2)

Körfuboltaæfing

Váááá hvað ég hef ekki hreyft mig almennilega lengi. Fór á körfuboltaæfingu áðan með liði innan skólans. Ég varð þollaus á nánast engum tíma. Píndi mig reyndar áfram í fjóra leiki þrátt fyrir að vera nánast búinn á því eftir fyrsta leik. Liðin voru blönduð, s.s. bæði kyn, og var ég að dekka stelpu sem spilaði sem fjarki. Ég held ég hafi blokkað hana svona 7-8 sinnum í þriðja leik, eiginlega það oft að ég var að fá samviskubit yfir því. Hún virtist samt vera voðalega kúl á því.

Svo var mér sagt hvað spékoppar væru á japönsku. Á milli eins leikins þá voru stelpurnar sem voru á æfingunni voðalega mikið að spá og spjökulera í spékoppunum mínum :$ Svo voru þær að spyrja mig hinna og þessara spurninga um Buddy og Jared til dæmis eins og aldur og hvaðan í BNA þeir væru og svo framvegis. Mér sýndist það alveg á þeim að þeim dauðlangaði til að spyrja um hvort þeir ættu kærustur, en þær slepptu því. Það er alveg ýmislegt að ske hérna í þessum málum, hjá flestum nema mér sem betur fer. Þarf að hegða mér vel :þ

Svan

Posted by Svan at 04:15 EH | Comments (2)

Ian Anderson að gera góða hluti

Enn einn tónlistarmaðurinn að pirra Bandaríkjamenn. Æj ég veit það ekki, það má svo sem alveg gagnrýna þá fyrir ýmislegt annað en að fánadýrkun.

Svan

Posted by Svan at 03:58 EH | Comments (0)

'I am always one alphabet behind'

Kanji í næstu viku. Einn samnemenda minna sagðist vera alltaf einu stafrófi á eftir sem er frekar fyndin staðhæfing. Það var Katagana próf í dag, mér gekk ágætlega vel samt engar glory-ur...

Svan

Posted by Svan at 08:26 FH | Comments (2)

nóvember 12, 2003

[sarcasm]Leoncie er snilld[/sarcasm]

Jóhanna Garpur var að senda mér link á þetta líka snilldar lag. Voðalegur jólafílingur eitthvað í upphafsstefinu.

Svan

Posted by Svan at 07:54 FH | Comments (0)

nóvember 11, 2003

Glaður í dag

Ég er bara frekar kátur núna. Pestin, eða þessi heiðarlega tilraun móður náttúru til að gera mig veikan, er farin til andskotans (sjö, níu, þrettán). Svo hættu sumir í bloggverkfalli vegna þess að einum stykki link var hent upp, sem var líka voðalega gaman. Ummmm, what else. Jú, ég verslaði í búið og við Bendt elduðum okkur góðan mat.

Overall fínasti dagur.

Svan

Posted by Svan at 02:11 EH | Comments (3)

Boy are my wrists red

Fór í blak áðan. Ég er helaumur í úlnliðunum. Vá hvað ég hef ekki farið í blak lengi, það sást alveg á spilamennskunni. Samt stuð.

En ég get svo sem alveg ímyndað mér betri líkamsrækt, tók ekkert sérstaklega mikið á.

Svan

Posted by Svan at 01:26 EH | Comments (0)

nóvember 10, 2003

Hæstlaunaðasti tutorinn

Lisa, tutorinn hennar Anne, er búin að vera endalaust dugleg að hjálpa okkur. Þetta kerfi með tutora er mjög sniðugt, eitt það sem ég er einna sáttastur við í þessu prógrammi (YOUC program). Við sækjum um að fá tutor til að aðstoða okkur að aðlagast öllu hérna og hjálpa okkur við japönskunámið. Tutorarnir eru nemendur við skólann og fá þau greitt frá skólanum fyrir hvern unninn tíma. Við Bendt notuðum tutorana okkar mikið til að redda netsambandsmálum inn í herbergin okkar, en svo voðalega lítið meira því þær eiga heima dáldið frá skólanum og því erfitt að vera að kalla á þær fram og til baka með aðstoð við hin ýmsu smáatriði. Hins vegar hefur Lisa, sem á heima rétt hjá okkur, nánast bara verið hérna í húsinu til að aðstoða fólk. Ég, Bendt, André, Malcolm, Buddy og að sjálfsögðu Anne höfum öll fengið mjög mikla hjálp frá henni. Svo skrifaði hún inn tímana sína og fékk að öllum fannst himinháa upphæð fyrir vinnuna (náttla ekkert miðað við hvað hún er að eyða miklum tíma í þetta, en henni finnst þetta gaman þannig hún er ekkert að kvarta).

Það er ekkert lítið sem hún er búin að hjálpa okkur. Enda á hún, eins og ég sagði, nánast heima í húsinu okkar.

Svan

Posted by Svan at 04:51 EH | Comments (0)

Ann/Anne

Ég og Bendt héldum allan tímann að nafnið hennar Anne væri skrifað án "e-sins" því þannig væri hún skráð í allar skrár tengdar skólanum. Að sjálfsögðu var þetta bara fokk öpp hjá japananum (standard Engrish) og er nafnið hennar skrifað með "e-i" í endanum.

Er samt ekki "Ann" án "e-sins" til?

Svan

Posted by Svan at 04:32 EH | Comments (2)

Ekki bara tannpína, heldur líka kannski pest

Hvaða helvítis. Held að ég sé að fá einhverja pest í mig akkúrat núna. Ekki sniðugt. Ætla að fara vel með mig, nota þessa húfu og vettlinga sem ég keypti mér. Þarf að fá mér trefil.

Svan

Posted by Svan at 09:19 FH | Comments (1)

Prófavika á Bifröst

Núna er prófavikurnar að byrja á Bifröst. Vá hvað tíminn líður. En samt, prófin á Bifröst eru frekar snemma miðað við aðra skóla. En þegar prófin á Bifröst eru búin þá er missó, og manni líður alltaf eins og skólinn sé búinn því þá er maður kominn í bæinn og ekki nema 2-3 dagar eftir af skólanum þó svo að maður hafi verið að langt fram að jólum.

Svan

Posted by Svan at 07:28 FH | Comments (0)

Tannpína

Ég held að ég sé að fá tannpínu í neðri framtennurnar. Vá hvað ég nenni ekki því veseni að fara til tannlæknis hérna úti í Japan.

Svan

Posted by Svan at 07:22 FH | Comments (2)

Þakkir

Ég vil þakka Þóri fyrir að veita mér aulaverðlaunin. Þetta var reyndar ekki alveg eins slæmt eins og hann segir, en hefur þó rétt fyrir sér að ég hefði náttla ekki vera að segja neitt frá myndinni.

Svan

Posted by Svan at 07:00 FH | Comments (0)

nóvember 09, 2003

Matrix

Fór á Matrix áðan. Þarf að spá augljóslega dáldið meira í henni...

Svan

Posted by Svan at 03:42 EH | Comments (4)

Nýjar myndir

Henti inn myndum frá afmælinu hennar Priyu.

Svan

Posted by Svan at 06:22 FH | Comments (3)

nóvember 08, 2003

Ættarstimplar

Þegar við komum hingað út þá þurftum við að kaupa okkur stimpla sem var svona einkennirmerki okkar. Við notuðum þetta merki í bankaviðskiptum og þegar við vorum að skrá okkur sem aliens og þess háttar. Þessir stimplar eru Kanji stafir. Þegar Ann var að nota stimpilinn sinn í fyrsta skiptið í bankanum þá fór starfsmaðurinn sem var að afgreiða hana að hlæja og kallaði á starfsmanninn á næsta borði og fór að hlæja líka. Kanji karakterinn hennar, "yasui", þýðir nefnilega "cheap". Þessi stimplar eru eiginlega "family name" þannig að hennar fjölskyldu nafn er s.s. "cheap".

Mitt er "land" en Bendts er samansett úr "fjalli" og "hátt"

Svan

Posted by Svan at 04:14 EH | Comments (0)

nóvember 07, 2003

Kominn heim

Var að ganga inn úr dyrunum eftir að hafa setið í lest heillengi. Það er aðeins og seint að koma heim klukkan hálf átta.

Hittum fullt af norðmönnum í Sapporo. Þar var talað um scandinavian mating rituals og heimpólitíkina. Einn þeirra kom með einstaklega áhugavert comment. Samfélagði samþykkti ekki að hata samkynhneigða, ekki heldur litaða en fyndist það einstaklega skiljanlegt ef þér væri illa við Bandaríkin og Bandaríkjamenn. Fór að spá í þessu og ég held að þetta sé voðalega svipað heima. Hinir Evrópubúarnir tóku undir þetta líka.

Svan

Posted by Svan at 09:16 EH | Comments (4)

Hollur og staðgóður morgunmatur

Minnsta vanilluísdolla í heimi og snickers. Ég get varla ímyndað mér betri leið til að starta "morgninum".

Ég þarf að fara út í súpermarkað.

Svan

Posted by Svan at 05:06 FH | Comments (2)

Yfirsvefn

Vá hvað ég svaf hrottalega yfir mig í morgun. Vaknaði allt of allt of seint. Þoli ekki þegar ég geri þetta.

Svan

Posted by Svan at 04:01 FH | Comments (0)

nóvember 06, 2003

'Horrible movie, awful soundtrack!'

Sumt skil ég ekki. Eitt af því sem ég skil ekki og mun aldrei koma til með að skilja er Buddy. Hvernig hann fór að því að finnast Kill Bill vera hræðilega leiðinleg mynd og tímasóun, plús það að finnast soundtrackið hræðilegt er bara gersamlega ofar (eða eiginlega undir) mínum skilningi.

Svo dýrkar hann allar matrix myndirnar og sagðist skilja númer tvö fullkomnlega. Einhvernvegin efa ég það.

Svan

Posted by Svan at 05:16 EH | Comments (0)

Helgin

Ýmislegt að ske um helgina. Sapporo ferð annað kvöld til að fagna afmæli hennar Priyu, og erum við André, Buddy, Jared og jafnvel Bendt að spá í að fara fyrr og versla eitthvað. Ég veit samt ekki alveg hversu snðugt það er í rauninni því þá þurfum við að dröslast með það sem við kaupum okkur út um allt þegar við förum út á lífið.

Laugardagurinn fer líklega í jólagjafainnkaup handa fólkinu heima. Ég er kominn með nokkuð góða hugmynd um hvað ég ætla að gefa fólkinu heima, en það er ein manneskja sem ég á í erfiðleikum með að finna gjöf handa :s Þetta reddast. Ætlum svo að enda þessa verslunarferð á því að fara á Matrix.

Sunnudagurinn: Lærdómur. Eingöngu. Which is gonna be tremendous fun.

Svan

Posted by Svan at 05:12 EH | Comments (1)

Kvenhylli Bendts

Undanfarna tvo til þrjá daga þá hefur alltaf nýr og nýr kvenmaður verið inn í herberginu hans Bendts þegar ég hef verið að heimsækja hann. Eitthvað er að gerast.

Svan

Posted by Svan at 10:12 FH | Comments (4)

Fyrirlesturinn minn

Jei hvað mér gekk vel. Mamma sendi mér bækling sem við höfðum prentað frá ferðamálaráði þar sem var actually meiri upplýsingar um japanska túrista heldur en á heimasíðu ferðamálaráðs. Þetta bjargaði mér alveg. Ég var reyndar til 4 um nótt að gera þennan bækling og var vakinn klukkan 7...þannig minns er dáldið þreyttur.

Með mér í fyrirlestrinum voru Kristen og Jared (bæði fædd '83) og voru þau að hylla Bandaríkin allan tímann sem var dáldið fyndið. Jared bað mig meira að segja um að sameina "U.S. mainland", "Hawaii" og "Guam" í listanum mínum yfir most travelled destinations svo að "the states are on the top where they belong".

Anywho þá spratt upp mikil umræða um auglýsingaherferð Flugleiða sem bjó til femínistasamtökin (Have a dirty weekend in Iceland) sem ég minntist aðeins á í lokin. Fólk var með einstaklega skiptar skoðanir á því hvort þetta væri gott eða skaðlegt fyrir íslenskan túrisma.

Overall þó stóðum við okkur bara fínt.

Svan

Posted by Svan at 07:46 FH | Comments (0)

nóvember 05, 2003

Magic online bindindi

Byrjaði í Magic online bindindi í dag. Reyndar af illri nauðsyn því það var frekar mikið að gera hjá mér, en ég ætla að halda þetta aðeins út lengur. Finna mér eitthvða skemmtilegra til að gera um helgina en að hanga í tölvunni alla daga. Ég er nú einu sinni úti í Japan, og á því ekki að vera að gera eitthvað sem ég gæti auðveldlega verið að gera heima hjá mér. Ég væri reyndar ábyggilega ekki að spila Magic online allar helgar ef ég væri heima hjá mér, ég held ég fengi það ekki.

Svan

Posted by Svan at 05:31 EH | Comments (1)

Belle and Sebastian tónleikar

Bendt var að segja mér frá Belle and Sebastian tónleikum hérna úti í Japan. Váááááááá hvað mig langar! En. Þeir eru í fokking Tokyo (sem er btw borið fram To-kyo ekki Tó-Ký-Ó eins og við berum það fram heima).

Tokyo er langt(!) í burtu. Langt langt langt í burtu. 15-20.000-kall-með-flugi langt í burtu. Þá er ekki komið inn hótelkostnaður sem er víst einn sá dýrasti í heimi. Mig langar samt.

Svan

Posted by Svan at 05:26 EH | Comments (0)

Japanskir þjóðhátíðardagar

Ég og Bendt höfum verið að tala mikið um hversu marga þjóðhátíðardaga Japanir hafa, en það hafa verið þrír eða fjórir síðan við komum hingað. Ég var að finna lista af þjóðhátíðardögunum þeirra:

2003
January 1 New Year
January 13 Coming of Age
February 11 National Foundation Day
March 21 Vernal Equinox Day
April 29 Green Day
May 3 Constitution Day
May 5 Children’s Day
July 21 Sea Day
September 15 Respect for Aged Day
September 23 Autumnal Equinox Day
October 13 Sports Day
November 4 Culture Day
November 24 Labour/Thanksgiving Day
December 23 Emperor’s Day
December 25 Christmas

Þannig að þjóðhátíðardagur"inn" þeirra er fjórða maí, allt hitt eru bara svona mismunandi þema dagar (ef svo má að orði komast) og eru eingöngu skólum og opinberum stofnunum lokað.

Svan

Posted by Svan at 08:41 FH | Comments (0)

nóvember 04, 2003

Jæja...

Horfði á Sleepless in Seattle með Ann í kvöld. Hversu hryllilega mikið er ég að forðast það að gera það sem ég á að vera að gera? Tók herbergið mitt í gegn í dag og fer svo að horfa á mestu chick flick í heimi.

Svan

Posted by Svan at 04:19 EH | Comments (4)

Hvers ég sakna

Jæja, þá er ég búinn að vera hérna úti í einhverja 50 daga. Er búinn að fíla mig mjög vel hingað til og tel ég mig vera mjög heppinn með hvernig þessi skiptinemahópur er. En það eru nokkrir hlutir sem ég sakna að heiman.

• Að getað pantað sér mat heim til sín þegar maður er latur.
• Að geta farið út í búð og keypt sér einhverja geisladiska sem maður veit actually hvað er.
• Að geta keyrt á milli staða, ekki verið svona háður almenningssamgöngum (eða að þurfa að labba út um allt)
• Að fá almennilegan skammt af mat á veitingastöðum. Mig langar líka mest í heimi að getað sest niður einhverstaðar og fengið mér steik og bakaða kartöflu.
• Að fá ekki bara svarið "beer" þegar maður spyr hvaða tegund af bjór er til á veitngastöðum. Þau virðast aldrei vita hvernig bjór er á krananum hjá þeim. Það virðist ekki skipta máli heldur
• Að geta sofið í rúminu mínu. Vá hvað ég sakna rúmsins míns.
• Ég sakna miðbæjar Reykjavíkur. Bæði djammlífsins og svo bara að rúnta um.
• Að getað ekki spilað á mótum niðrí Nexus reglulega (yeah, I know I'm a nerd)
• Family-unar og vinanna.
• Mest af öllu sakna ég þó kærustunnar minnar. Erfitt að vera svona aðskilin :s

Number of other things too which I am probably forgetting.

Var að fá í fyrsta skiptið smá snert af heimþrá. Samt ekkert alvarlegt. Mér líður bara svo vel heima hjá mér. Ég hef alltaf haldið því fram að ég muni eiga í erfiðleikum með að búa annarstaðar en á Íslandi, en hélt að þessi ferð mín myndi breyta því eitthvað. Hún er ef eitthvað er búin að styrkja þessa trú mína. Ég get eiginlega ekkert átt heimili nema á Íslandi.

Svan

Posted by Svan at 04:02 EH | Comments (1)

*sigh*

Voðalega er ég eitthvað eirðarlaus. Finnst eins og það sé ekkert að gera hjá mér þrátt fyrir að það sé mest í heiminum að gera akkúrat núna. Þarf að gera fyrirlestur um outgoing tourism frá Japan til Íslands sem ég á að halda á fimmtudaginn, en finn nákvæmlega engin gögn um það og gafst bara upp á að leita. Mér er skapi næst að skálda eitthvað upp. Sem er dáldið erfitt þar sem prófessorinn er ekki bara íslenskur heldur er lika að vinna að einhverri huges rannsókn um nákvæmlega outgoing tourism frá Japan til Íslands.

Veit einhver hvar maður getur fengið gögn um þetta? Ég er búinn að skoða hagstofuna aðeins og þá aðallega gistitölur þar sem er minnst á að túristar séu mikið frá BNA, Kanada og Japan etc. en ekkert meira. Erfitt að byggja heilan fyrirlestur á þessari einu setningu.

Baaaaaahhh, hvað ég hef bara ekki nennuna til að gera þetta.

Svan

Posted by Svan at 03:34 EH | Comments (3)

Þrif

Tók til í herberginu mínu áðan. Allt hreint og fínt :) Svo fattaði ég voðalega sniðuga leið til að þrífa baðherbergið. Þar sem það er allt úr plasti og við erum með svona "step down" þröskuld þá byrjaði ég bara á því að spúla það með sturtuhausnum. Fór svo rétt yfir með klút og það lítur út eins og nýtt. Alltaf gaman að vera sniðugur.

Svan

Posted by Svan at 07:44 FH | Comments (2)

Póstnúmerareglan

Gonnza talar um það á blogginu sínu að póstnúmerareglan svokallaða varðandi framhjáhöld sé dáldið algeng hjá erlendu skiptinemunum í Þjóðverjalandi. Það sama má sjá hérna í Japan, það er voðalega mikið af fólki sem er með maka heima sem er að hegða sér eins og hann/hún sé ekki til. Skil þetta ekki...

Svan

(ps. henti inn link á Gonnzu)

Posted by Svan at 07:42 FH | Comments (0)

Fyrirlestur um brosandi börn

Við Bendt eigum að halda fyrirlestur um íslenska skólakerfið. Við vitum svo sem ekkert hvað við ætlum að segja návkæmlega, ætlum bara að spinna, en við fórum á netið og fundum fullt af myndum af skólakrökkum og settum í smá P.P.show. Erum svona hálfpartinn að vona að við verðum ekki fyrstir svo við getum stolið hugmyndum frá hinum :þ

Svo er vocab test á eftir. Þau eru alltaf stórskemmtileg :s Reyndar í léttari kantinum núna, tölur, hvernig maður segir hvað tímanum líður og svo tímar á sólarhringnum (dagur, nótt, morgun, kvöld etc).

Svan

Posted by Svan at 12:18 FH | Comments (0)

Vekjaraklukkan mín

Ég held ég hafi ekki vaknað við vekjaraklukkuna í símanum mínum í svona einn mánuð. Ekki það að ég sé þetta duglegur að vakna sjálfur...

Svan

Posted by Svan at 12:14 FH | Comments (0)

Kuldi

Hvað er málið með það að það eru allir að væla undan kulda heima? Það er rétt svo kominn nóvember og þar af leiðandi ennþá haust. Ég bara trúi því eiginlega ekki að það sé þetta kalt heima.

Hérna er ennþá svona sumar-haust, s.s. sól og blíða fyrri part dags en maður þarf að pakka hlýjum fötum til að meika gönguna heim í lok skóladags því það kólnar dáldið fljótt og byrjar að rigna. Samt aldrei undir frostmarki, ekki einu sinni nálægt því.

Svan

Posted by Svan at 12:12 FH | Comments (3)

nóvember 03, 2003

Heimasíðu projectið hennar Dússý

Dússý systir var að búa til heimasíðu í skólanum og er hún mun flottar en þær heimasíður sem að upplýsingafræðikennararnir í VÍ létu mann gera.

Bara ef hún væri nú duglegri að blogga :þ

Svan

Posted by Svan at 06:18 EH | Comments (0)

Partýpizzugerðin náði nýjum hæðum í dag

Ég og Bendt erum sífellt að ná að fullkomna partýpizzugerðina. Pizzan er sífellt að verða betri og betri. Ný og ný trikk fæðast með hverri tilraun.

Ég held að við mumum fá leið á þessum pizzum á endanum.

Svan

Posted by Svan at 10:55 FH | Comments (0)

Warning: while having a flaming head might look good it rarely has practical qualities

Ég er búinn að vera að horfa of mikið á Weebl og Bob í dag. Þarf að fara að læra...

Svan

Posted by Svan at 07:51 FH | Comments (0)

Ég þarf...

...að fara í klippingu. Það á eftir að verða áhugavert. Annað hvort fæ ég einhvern hérna á svæðinu til að klippa mig, eða þá að ég fari í einhverja svona ævintýramennsku.

Svan

Posted by Svan at 05:14 FH | Comments (3)

nóvember 02, 2003

Þjóðhátíðardagar

Á morgun er frí í skólanum. Þjóðhátíðardagur. Þetta er held ég þriðji eða fjórði þjóðhátíðardagurinn sem er búið að halda upp á síðan við komum út. Það fyndna við alla þessa þjóðhátíðardaga er það að er allt opið, nema skólar og opinberar stofnanir. Allar búðir og allt. Við spurðum Fumi og Takayo hvað Japanir gerðu á þjóðhátíðardögum (spurðum á þeim fyrsta) og við fengum það svar að sumir væru í fríi en aðrir gerðu bara ekki neitt. Smá munur frá því og 17. júní.

Enda hafa þeir mikið fleiri þjóðhátíðardaga heldur en við. Ég held að við Íslendingar hefðum ekki gott af fleiri þjóðhátíðardögum, miðað við fylleríið sem fylgir þeim.

Svan

Posted by Svan at 04:01 EH | Comments (0)

Svan vandamálaleysir

Núna í síðustu viku þá hefur eitt vandamál verið að plaga mig. Eftir að hafa þurft að þjást vegna þessa í heila viku þá ákvað ég að gera eitthvað í þessu.

Ég keypti mér nýja ljósaperu inn á baðið.

Svan

Posted by Svan at 03:07 EH | Comments (0)

nóvember 01, 2003

Hey kúl

Sella er byrjuð að blogga :)

Svan

Posted by Svan at 11:19 FH | Comments (2)

Nýjar myndir

Ég gekk berserksgang á myndavélinn í gær og tók rétt yfir 200 myndir. Þetta Halloween djamm var með þeim skemmtilegri sem ég hef farið á í langan tíma.

Tók svo myndband af Bendt að dansa Beljudansinn. Þetta er um fjögur og hálft mb af erlendri traffík, en er vel þess virði. Það getur verið að þið þurfið að hægri smella og velja "save target as" og opna þetta í windows media player.

Svan

Posted by Svan at 09:17 FH | Comments (0)