Mikið er nú gott að tala Íslensku þegar maður er svona í útlandinu.
Svan
Fyndið, það er eitt par hérna sem hefur dáldið verið að fara leynt með sambandið sitt, en manni var farið að gruna ýmislegt. Í fyrradag þá spurðu þau mig að því í sitthvoru lagi hver væri höfuðborg Finnlands. Fyrst stelpan og svo strákurinn einhverjum klukkutíma síðan.
Bastarðurinn ég að sjálfsögðu spurði svo stelpuna fyrir framan fullt af fólki (þar á meðal strákinn) þar sem við sátum á the Pasta club af hverju þau hefðu verið að spá í þessu. Svo fór fólk að spá meira í þessu eftir matinn. :þ
Svan
Jæja, nú var André að fara heim. Það er alltaf að fækka í hópnum. Ég er samt frekar glaður að hafa tekið þá ákvörðun að fara frekar heim í spring break-inu heldur en í jólafríinu þar sem ég fæ meiri tíma til að eyða með kærstununni og family-unni.
Svo er enn eitt partýið á morgun (ekki er ég að kvarta). Priya nágranni minn ætlar að halda fiðlutónleika fyrir partýið og ætla ég að láta sjá mig þar.
Mér og Bendt er svo boðið í mat á jóladag held ég. Við erum svona að melta það hvort við ætlum að fara þangað (líklegra) eða þá að brasa eitthvað með hinum skiptinemunum.
Svan
Í gær komst ég að því að mjólkurtegundin sem ég er búinn að drekka síðan ég kom hingað út varð valdur að 13-14 þúsund matareitrunum, 180 manns á spítala og einu dauðsfalli fyrir þremur árum síðan.
Skemmtilegt.
Svan
Þá erum við komin í jólafrí. Eða réttara sagt vetrarfrí. Vá hvað það er vont að splitta upp önninni svona hrikalega. Líklega á ég eftir að tapa öllu því sem ég er búnað læra í vetur á þessum þrem vikum, þarf að leggja heví mikið á mig til að ná því aftur upp í byrjun janúar, eingöngu til að falla á tíma hvað varðar þessar tvær ritgerðir mínar.
Stress og áhyggjur.
Svo er ég ekkert að fatta að það séu að koma jól. Bara alls ekki. Það er ekki haldið upp á jólin hérna almennilega og hvergi jólaskraut né jólatónlist spiluð. Við ætlum reyndar að halda þau hátíðleg skiptinemarnir hérna halda matarboð og svona, en samt ekkert í námunda við það sem er heima.
Ég áttaði mig eiginlega mest á því að það væri að koma jól þegar ég leigði dvd myndirnar um daginn því að það var viku skilafrestur og ég mátti hafa þær þangað til 23 desember. Þá poppaði það upp í hausinn á mér að það væri um vika í jól. Jamm, ég er í það miklu jólaskapi.
Svan
Blackadder er augljóslega að gera góða hluti hérna. Ég var spurður að því í dag hvenær ég ætlaði að klára að sýna restina af fjórðu seríu. Svo virtist fólkið bara almennt vera að fíla þetta.
Svan
Anne var að segja mér að local mall-ið hennar væri mall-ið sem hefði verið notað í hinni snilldar mynd Mallrats.
Það liggur við að mig langar til að heimsækja hana út bara út af þessu.
Svan
Ég er gersamlega að kálast í bakinu. Ég þarf að fara í nudd. Þá er það bara að finna nuddstofu en spurning hvort ég hitti á nuddstofu eða "nuddstofu" þegar ég finn hana loksins.
Svan
Japanskt sjónvarp er fyndið. Mjög fyndið eiginlega. Ég sá þátt um daginn sem var þannig að pör fóru saman í þáttinn, en þá höfðu þáttastjórnendurnir verið að leggja gildrur fyrir karlinn til að testa hvort sambandið sé að fara standast. Sem sagt gullfallegar gellur að bjóða honum hitt og þetta og myndavélar að njósna um hvernig hann stendur sig. Svo eru myndbrot sýnd eitt og eitt og strákgreyið hefur svona takka fyrir framan sig sem hann getur ýtt á til að láta þá ekki sýna meira og þar með viðurkenna að hann hafi verið að halda framhjá.
Snilldar sjónvarpsefni.
Svo í hvert skipti sem einhver segir eitthvað fyndið þá er það skrifað stórum stöfum og sett neðst á skjáinn með fullt af upphrópunarmerkjum. Sem væri dáldið pirrandi ef maður skyldi tungumálið fullkomnlega, en þar sem ég skil það ekki þá er þetta fínt því þá fæ ég sjens á því að lesa og æfa mig :þ
Svan
Jæja, í dag er ég búinn að vera hérna í þrjá mánuði. Þetta er síðasta vikan í skólanum fyrir vetrarfrí en svo eru um þrjár vikur í janúar og svo próf. Vorfríinu mínu ætla ég að eyða á klakanum. Svo er seinni önnin rétt tæpir fjórir mánuðir.
Overall þá er ég búinn að hafa það mjög fínt hérna. Það er ýmislegt heima sem ég sakna og á erfitt með að vera án, en spjara mig fínt :) Ég er reyndar mikið heimakærari en ég bjóst við, satt að segja þá kom það mér dáldið á óvart sjálfum.
Núna fara hinir og þessir vinir mínir að tygja sig heim eða eitthvert í nágrannalöndin til að geta eitt jólunum með fjölskyldum sínum, mökum eða vinum. Anne og André þar á meðal. Anne fer á fimmtudaginn og André á laugardaginn. Þau verða bæði í þrjár vikur. Það mun verða frekar furðulegt að hafa þau ekki, sérstaklega Anne. Svo ætlar einn kaninn actually að fara til Þýskalands í jólafríinu bara svona til að ferðast, fannst það vera voðalega lógískur staður til að fara til frá Japan.
Annars virðist fólkið fyrst núna eitthvað að fara að draga sig saman hérna :þ Dáldið seint finnst mér, sérstaklega þegar fólk er að fara að láta sig hverfa í einhvern tíma yfir jólafríið. Það verður spennandi að fylgjast með. Ég þakka að minnsta kosti guði fyrir það að veggirnir séu ekki svipaðir og þeir eru í six pökkunum á Bifröst því svo virðist sem að ég sé komin með pör sitthvoru megin við mig.
Svan
Ég leigði Mononoke Hime og Sen to Chihiro no kamikakushi á DvD í dag og það kostaði mig 200 yen samtals og ég fæ þær í viku. Sem er dáldið magnað. Ég hef reyndar séð Mononoke Hime margoft og finnst hún snilld, en aldrei Sen to Chihiro no kamikakushi og hlakka til að sjá hana.
Svan
Tveir bestu nemendurnir í þjóðhagfræðinni hjá okkur sögðu við Anne nú um daginn: "Mikið hlýtur Svan að læra vel og mikið fyrir hagfræðina, hann spyr alltaf svo rosalega gáfulegra spurninga í tíma".
Anne hló einhver ósköp þegar hún heyrði þetta og það gerði Bendt líka. Sem er náttla gríðarlega ósanngjarnt af þeim, þar sem ég sit sveittur dag og nótt að læra hagfræði.
Svan
Er að fara til Sapporo í dag með Anne til að klára jólagjafakaupin. Er orðinn dáldið seinn í því sérstaklega þar sem ég þarf að senda þetta þvert yfir hnöttinn.
Svan
Fórum í keilu í gær. Borguðum 1500 yen fyrir fjóra leiki, kvöldmat, all you can drink (hvaða drykk sem er) og rútu til að keyra okkur á milli staða. Fínasti díll það. Ég, Park og einhver stelpa sem ég þekki ekki neitt lentum saman á braut. Fyrsti leikuinn var dáldið skrautlegur. Park fyrstur, svo ég og svo stelpan. Hún byrjaði í á því að fá feykju og skríkti einhver ósköp. Næsta umferð, fella. Næsta umferð, fella. Næsta umferð, fella. Næsta umferð, fella. Hún endaði á því að ná 7 fellum, 2 feykjum og einni níu minnir mig og fékk 225 stig. Ég hef aldrei séð jafn góðan keiluspilara. Fór svo að fá mér eitthvað að drekka úr einum sjálfsalanum og sé myndir af henni upp á vegg haldandi á bikurum. Veggurinn var eiginlega þakinn myndum af henni að taka á móti verðlaunum. Já hún var góð. Hún var virkilega fúl yfir því að fá 212 stig í seinni leiknum.
Woo var á næstu braut og var hann með tveimur gömlum konum á braut. Þær voru virkilega fyndnar. Köstuðu rosalega hægt með miklum snúning og voru mjög mjög góðar. Náðu svona um 170-190 stigum. Ég, Park og Woo vorum ekki nærri því eins góðir. Ég lenti samt í þriðja sæti yfir alla skiptinemana og fékk vekjaraklukku/reiknivél/worldclock í verðlaun og svona ferðakit (tannbursta, ljóta inniskó, greiðu, drasl til að spenna yfir augun og eitthvað þannig).
Fínasti dagur í gær.
Svan
Ég hreinlega verð að mæta með myndavélina mína í leikfimitíma einhvern daginn. Upphitanirnar okkar eru mesti brandari í heimi. Kannski er ég búnað tala um þetta áður, man það ekki :p
Anyways þá gekk mér mun betur í leikfimi í dag en síðast. Svo komst ég líka að því að ég er ekki fallinn í leikfimi, sem er gott. Hélt að ég væri fallinn á mætingu því ég mætti ekki í fyrstu tímanna sökum skóleysis og svo svaf ég yfir mig síðast og hélt að ég væri því búnað fara yfir limit-ið en ég er akkúrat búinn að sleppa jafnmörgum tímum og má.
Spilaði sex leiki í dag og vann hverja stelpuna á fætur öðrum. Ég er ekkert voðalega mikill sjentilmaður að vera að gefa þeim einhver stig, heldur var að taka þetta venjulega á núllinu. Er svona að reyna að fá kennarann til að sjá það að ég, Woo og ein stelpa þarna í hópnum eigum ekkert heima í beginner class. Ég hef tapað tveim leikum af átta og það á móti Woo og þessari stelpu. Woo hefur held ég ekki tapað leik síðan við byrjuðum að telja. Leikfimitímarnir okkar eru hálfgert bull.
Svan
Svan
Í gærkvöldi var haldin ræða (ekki af mér né Bendt) sem endaði á orðunum "Iceland rules" og þá klöppuðu allir og hrópuðu hitt og þetta til samþykkis. Ég held að við tveir séum hin ágætasta landkynning.
Svan
Ég og Bendt höfum verið að skipuleggja partý sem á að halda í kvöld undanfarna daga. Bjuggum til sangríu á miðvikudaginn og létum hana standa úti á svölum hjá mér í 3 daga áður en við blönduðum sódavatninu út í. Hún bragðaðist bara mjög vel. Svo leigðum við diskóljós og Bendt var að ljúka við að tape-a litaðan sellófan yfir ljósin (reyndar dáldið of ljós) í þann mund sem fólkið byrjaði að týnast inn.
Held að þetta eigi eftir að vera ágætis kvöld :)
Svan
1.
André: "How can you ask for another song to be the last song after we have finished "The passenger" by Iggy Pop? And such a horrible song too!"
Ég: "Yeah this Blink 182 song is far worse then "The passenger" as a last song"
Steven: "How can you say that? And this is coming from the guy who didn't like Jon Bon Jovi"
2.
Ég: "Hey, that's a quote from David Bowie's "Life on Mars", wow, I didn't think that Bush was the type of band who did stuff like that!"
Ónefndur kani: "David who?"
3.
Ég: "No, I don't really agree with you that "Push" by Matchbox twenty is the best song ever written"
Skrýtna fólk sem ég umgengst.
Svan
Kareokee kvöld í kvöld. Átti að vera boys night out og þar með talin ferð á strippbúllu, en ég beilaði snemma heim með Buddy, Jared og Kristoff. Ég held að þeir hafi ekkert fundið neinn TB ("titty bar" eins og kananarnir kalla það).
Ég held að Bendt hafi tekið heillangt myndband af mér að gaula "I am the walrus". Ég á eftir að ákveða hvort ég hendi því á netið eða ekki, þarf að skoða það fyrst :þ
Svan
"Það er allt Þóri að kenna að ég er komin í sjálfstæðisflokkinn"
Aldrei bjóst ég við að Þórir færi að recruit-a fólk í lið með óvininum.
Svan
Ég elska forrit sem er með free evaluation period sem lokar ekki forritinu þegar tímanum líður heldur reynir að spila á samviskuna hjá manni að láta þá fá einhverja aura fyrir forritið. Hef reyndar verið að nota þetta dáldið lengi og mikið, og ætti kannski að henda í þá einhvern pening. Bíð kannski "aðeins" lengur með það.
Svan
Var að horfa á extended edition af The Two Towers áðan. Mig langar til að sjá Return of the King eftir viku, ekki eftir tvo fjandans mánuði. Vá hvað minns er pirraður. Argh.
Mig langar til að fljúga heim til að vera þar í viku til að ná að sjá myndina og koma svo aftur út. Jú, og til að ná jólunum líka.
Svan
Ég held að Dússý sys sé búin að gefa hugtakinu lazyblogger nýja merkgingu. Ein til tvær færslur á svona 20 daga fresti, það er málið.
Svan
Var að henda inn "nokkrum" myndum sem ég er búinn að taka á undanförnum dögum. Mappan heitir dagar í desember og inniheldur nokkra atburði. Á eftir að klára að skrifa umsögn um myndirnar (gallery remote er með einhvern derring þannig ég verð að gera þetta manual).
Svan
Ég mæli með því að fólk lesi þetta. Þett'er langt, ég veit það en vel þess virði. Ég táraðist næstum.
Svan
"We don't have a national costume. We only have beer bellies and big asses"
Einn kananna sagði þetta þegar við vorum að tala um verð á þjóðbúningum.
Svan
Japönskupróf í dag, og mér gekk ekki vel. Ég hef verið að hitta Fumi nánast daglega til að pikka upp það sem ég hef "misst" af með það sem eflaust má skrifa á leti og aumingjaskap. Skólinn er allt í einu byrjaður að vera erfiður. Ég hlakka ekkert voðalega mikið til prófanna.
Svan
Við erum búin að uppgvöta nýjan veitingastað hérna í nágrenninu sem heitir "The pasta club" og selur hann heví góðar pizzur á 1000 yen stykkið. Við erum þegar búnað fara þangað tvisvar og fer ég að henda inn myndum þaðan og frá öðrum stöðum bráðlega. Anywho, þegar við fórum þangað fyrst þá fengum við okkur rauðvín og flaskan var með því fyndnari texta utan á.
"Produced and Botted by Hokkaido Wines Limited"
Svo þegar ég sá þetta utan á flöskunni þá fór ég að líta í kringum mig og það voru auglýsingar á hinum og þessum stöðum með þessu stórfenglega "Botted". Þetta "L" vandamál þeirra er alveg ótrúlega fyndið.
Svan
Sá stórfenglegi atburður átti sér stað að bæði ég og Bendt skildum hvað var verið að gera í hagfræði í dag. Annað eins hefur ekki gerst síðan einhverntíman í byrjun október.
Svan
Keypti mér snjóskó í Wing Bay í fyrradag á 3000 yen. Ég býst reyndar við því að þeir endist jafnlengi eins og að skór fyrir 3000 yen eiga að endast, kannski út mánuðinn. Sibbu fannst þetta vera hryllilega ljótir skór, en þeir eru með svona psuedo broddum undir þannig ég er ekki á rassgatinu þegar ég er að labba niður þessa djöskotans brekku sem ég bý í.
Mér finnst það dáldið magnað að göturnar hérna eru ekki ruddar. Leigubílar komast til dæmis ekki lengur heim til okkar, heldur reyna og reyna að komast upp og henda okkur svo út þegar þeir eru orðnir sáttir við upphæðina á mælinum. Svo var næstum keyrt yfir myndavélina mína í dag. Sem var áhugavert.
Svan
Ég er að spá í að byrja að safna naflakuski. Huge glerkrukka af því gæti orðið áhugavert conversation piece eftir svona 4-5 ár.
Svan
Var að láta millifæra á mig pening á japanska bankareikninginn minn frá reikningnum mínum heima. Var búnað gleyma því og svo fékk ég sent heim til mín svona blaðsnepil á japönsku að sjálfsögðu með tölunni 142.000 yen á, og ég hélt að það væri reikningur. Fékk frekar mikið sjokk. Þar sem ég venjulega skil ekki neitt hvað stendur í þessum reikningum því þeir eru jú á japönsku þá bara venjulega segi ég ekki neitt og borga bara brosandi (okei, segjum ekki brosandi...bit of an overstatement).
Svan
Ég held að ég hafi overdose-að kanana af breskum húmor. Tengdi lappann minn við imbann inn í lounge-i og sýndi 2 þætti af annarri seríu af blackadder og færði mig svo í fjórðu seríu og sýndi fyrstu tvo. Þeim fannst þetta reyndar vera ótrúlega fyndið, en hlógu eiginlega alltaf á röngum moment-um. Buddy fann sér tvær pickup línur í þessum þáttum sem hann ætlar actually að nota, þar á meðal þessa sem ég setti í fyrirsögnina (allt nema endann).
Blackadder er viðbjóðslega fyndinn. Ég held ég bíði samt aðeins með að sýna Jeeves and Wooster.
Svan
Mikið er nú gaman að heyra nýjar og nýjar sögur úr sveitinni. Hver er að setja í hvern og hver er að barna hvern. En að sjálfsögðu tekur maður þessu sem kjaftasögum, sem eru líkast til ósannar.
Svan
Ég valdi túrisma í byrjun annar, en er að komast að því að það er hundleiðinlegt efni. Þess vegna ákvað ég að breyta því í rannsóknarritgerð um notkun kynlífs í auglýsingum. Anne hneykslaðist töluvert þegar ég ákvað þetta og sagði að ég væri með kynlíf á heilanum. Ég glotti bara við tönn.
Svan
Erum að fara í safn í Sapporo þar sem áhrif seinni heimstyrjaldarinnar á Japan verða til sýnis. Við erum að fara með local elementary skóla og leggjum við af stað klukkan tæplega níu um morguninn á sunnudegi. Planið hjá mér er svo að klára jólagjafainnkaupin þessi helgi og mun þessi Sapporo ferð meðal annars notuð til þess.
Svan
Kennarinn sem átti að vera með Kanji prófið var veikur í morgun. Skoðanir mínar á veikindum kennara á prófdögum eru mjög tvískiptar, það fer algjörlega eftir því hversu vel undirbúinn ég er fyrir prófið. Í dag þá varð ég frekar svekktur.
Svan
Mikið er það undarlegt að vera ekki að hafa neinar áhyggjur af jólaprófunum núna. Einu áhyggjurnar sem ég hef af prófum eru vikulegu próin í japönsku. Eitt stykki Kanji próf snemma á morgun.
Svan
Hversu magnað er það að hægt sé að smita einhvern af geispa þrátt fyrir að viðkomandi sé í allt annarri heimsálfu heldur en þú. Merkilegt hvað þessi tækni er að gera okkur kleift að gera.
Svan
Óska Önnu til hamingju með afmælið :) Hún er orðin hundgömul.
Svan
Hver er að ykkar mati besti tónlistarmaður/hljómsveit síðasta áratugar (90-99)? Endilega svariði í commentakerfinu. Mitt atkvæði fer til Radiohead.
Svan
Fékk sent alla Blackadder þættina sem gerðir hafa verið. Síðan þá höfum við Bendt reynt að horfa á einn þátt á hverju kvöldi. Horfuðum á uppáhaldsþáttinn minn í kvöld, þar sem að hann er að halda tvö partý, annað handa púrítana frændfólki sínu og svo annað handa mestu rónunum í bænum til að sanna hversu mikill drykkjumaður hann er. Blackadder er snilld :)
Svan
Blue grass. Neibb, ég er ekki að tala um tónlistarstefnuna. Ég er að tala um að í japönsku til forna var ekki gerður greinarmunur á bláum og grænum. Það er ekki fyrr en í seinni tíð að orðið "Midori" var búið til sem þýðir grænn. Japanir nota actually orðið "aoi" (sem þýðir "blár") yfir gras. Einnig yfir umferðaljós. Mér finnst þetta vera alveg magnað. Að fækka litunum um einn myndi ábyggilega gera litblindum auðveldara fyrir.
(ég varð að koma litblindubrandara inn í þetta. En af einskærra góðmennsku minni þá setti ég ekki hinn venjulega link sem er alltaf settur á litblindubrandara).
Svan
Bráðlega fara hinir skiptinemarnir að koma heim. Sem sagt þeir sem ætla að vera eina önn, sem eru eiginlega allir aðrir en ég og Bendt. Ég veit það ekki, ég er eiginlega á báðum áttum hvort ég myndi vilja koma heim fyrir jólin eða ekki. Ef ég hefði verið spurður að þessu fyrir ári síðan, þá myndi ég 100% vilja vera áfram, en ég er ekki jafn viss um það núna. Ég er samt að skemmta mér fínt hérna úti og er skólinn ágætur.
Svan
Þetta hérna er án alls efa jólagjöfin í ár. Danni sýndi mér þessa síðu fyrir einhverjum árum síðan og hef ég alltaf ætlað mér að muna eftir henni þegar það kemur að því að kaupa jólagjafir. Gleymi því alltaf. Líka í ár.
Svan
Ætlaði mér að reyna að snúa sólarhringnum við í kvöld. Fór heví snemma að sofa vaknaði svo eldhress og glaðvakandi við að síminn minn pípti og ætlaði að fara að setjast við tölvuna til að sinna skyldustörfunum, en sá þá að klukkan var hálf tvö. Ég er ekkert að fara að sofna í bráð. Æðislegt.
Er svona að reyna að læra fyrir japönsku vocab prófið.
Svan
Þá er ég búinn að missa 7 kíló í heildina síðan ég kom hingað, og ég mældi það með hálfskílóa naflahringnum mínum sem ég fékk mér um daginn.
Ég er líka farinn að borða nánast ekki neitt. Mikið minni skammtar af mat, enda er maginn á mér orðinn frekar lítill.
Svan
Gerði svolítið í dag sem ég hélt að ég myndi aldrei gera á ævinni. Eins og er venjulega með þannig hluti þá var það frekar gaman.
Svan
Á mánudögum er leikfimi. Þetta eru án efa undarlegustu tímarnir í vikunni. Hópnum er skipt í þrennt, fyrsta lagi þeir sem eru í badmintoni, öðru lagi þeir sem eru í borðtennis og svo restin sem er í hinum ýmsu boltaleikjum. Ég og Bendt erum í badmintoni, eftir að Hemmi smitaði okkur (amk mig) í fyrrahaust.
Kennarinn okkar er minnsti kall í heimi, hann er vel undir einn og fimmtíu og er alltaf með níþröngu jogging buxurnar sínar ofan í sokkunum og girtar uppfyrir nafla. Eftir upphitun, sem ég btw verð að taka vídjó af einhverntíman því hún er alveg hilarious, þá lét hann okkur spila maður á mann fyrir framan alla tvö og tvö í einu. Hann flokkaði okkur niður svo niður eftir getu. Við erum alltaf í svona vestum með númerum á svo hann þurfi ekki að muna nöfnin okkar, en það vitlausa er að númerin eru random eftir tímum þannig ég næ ekki alveg pointinu. Anywho þá miðað við númerin þá sáum við að ég og Imke ættum að spila saman. Hún spurði mig hvort ég væri góður, og ég náttla hógværðin uppmáluð sagði "nah, I suck big time". Þetta fannst öllum voðalega fyndið í kringum okkur. Svo þegar það kom að leiknum þá gekk mér svo vel að ég vann 5-0 eftir rétt rúma mínútu og bjargaði öllum boltum og var bara að standa mig fáránlega vel, mikið betur heldur en ég er í raun og veru góður. Svo setti kennarinn mig í "beginners class", þar sem ég á í raun og veru að vera og öllum fannst þetta alveg svakalega hneykslanlegt sérstaklega miðað við hvernig mér gekk.
Bendt, Jason, André og Jessie voru settir í Middle class. Woo var settur í beginners þrátt f. að hann sé mjög góður.
Svo áttum við að spila innbyrðis leiki innan hópsins sem við vorum í. Stelpan sem ég spilaði fyrst á móti var langsamlega minnst af öllum í hópnum og var með genuine hræðslusvip að lenda á móti mér, þar sem mér gekk svo vel þegar ég var að spila fyrir framan alla. Hún rústaði mér. Illilega. Næsti leikur, spilaði á móti Woo, sem er án efa sé besti í beginners class, jú ég skíttapaði líka.
Dáldið fyndið. Allir að undrast á því að ég skyldi hafa verið settur í beginners class og svo skíttapaði ég báðum leikjunum mínum í dag :þ
Svan