október 31, 2004

Mugamma

Í Annie Hall, þegar Woody Allen og Diane Keaton eru sundur hittir hann blaðakonuna frá Rolling Stones sem segir við hann, þegar hún situr í rúminu hans með sígarettu, „Sex with you is really a Kafka-esque experience“. Slíka upplifun átti ég í dag.

Í morgun vaknaði ég snemma því ég þurfti að gera það sem enginn vill þurfa að gera hér í Egyptalandi: Heimsækja Mugamma. Mugamma er stórt hús við eitt aðaltorg borgarinnar. Virðist reisulegt að sjá en þegar nær kemur sést að sumstaðar eru loftræstikassarnir að því er virðist að detta úr veggjunum. Ástand hússins er e.t.v. táknrænt. Í Mugamma er ýmiskonar stjórnsýsla ríkisins, á líklegast 20 hæðum – sem eru hver um sig svo stór að það virðist alltaf vera gangur handan við hornið.

Á annarri hæðinni er „útlendingaeftirlitið“, málefni flóttamanna o.þ.h. vesen. Básarnir eru númeraðir og eru ca. 50 talsins. Þrír flokkar útlendinga virðast vera skilgreindir: Arabar, Palestínumenn og „non-Arabs“. Flestir sem vinna í þessari deild eru konur á miðjum aldri. 2-3 fyrir hvern bás. Ekki tölva sjáanleg, nema í sérstöku herbergi fyrir miðjum helmningi hæðarinnar sem þessi hluti stjórnsýslunnar tekur í þessu lygilega stóra húsi sem verður best lýst sem „byggt í austur-evrópskum bírókrasíustíl“.

Í dag var víst bærilega lítið að gera. Tveir hópar voru áberandi, svartir Súdanar að útvega sér 3-5 ára dvalarleyfi og 16-18 ára strákagemlingar frá Singapore, Indónesíu og öðrum SA-Asíulöndum að útvega sér tímabundin námsleyfi. Þeir þykjast geta safnað skeggi og ganga með vasa-Kórann á sér (vasa-Kóraninn þarf ég að útskýra við tækifæri).

Lesa áfram
Agust skrifaði kl. 1:00
Flokkun: Íslenska

október 28, 2004

Internetlaus á Cilentro

Jæja, ég gefst upp. Internetið hérna virðist liggja niðri. Ég næ sambandi við routerinn hérna á staðnum en kemst hvorki á netið né get skoðað tölvupóst. Pirrandi.

Ég keypti headset í dag. Ætli ég prufi það ekki á morgun. Einhvern tímann þegar þessi staður er ekki fullur af afkvæmum ríkustu Egyptanna.

Hingað kemur enginn sem á ekki nóg af peningum. Krakkarnir eru klæddir í „vestræn“ föt og eru ótrúlega hávær. Það er reyndar eitt þjóðareinkennið. Hávaði er normið. Ekki einsog þeir séu að reyna að tala hærra en næsti maður en prívatsamtöl hérna eru ekki einu sinni neitt pukur. Ekki nema þegar maður sér ungt fólk af sitthvoru kyni tala saman. Ekki það að flört unga fólksins hérna er sér pistill. Oft gaman að fylgjast með því.

Maður sér yfirleitt fólk ekki haldast í hendur hérna, sem er u.þ.b. mesta framhleypnin sem maður sér í samskiptum kynjanna hérna, fyrr en komið eitthvað yfir tvítugt. Að minnsta kosti í tilfelli karlanna. Það er þá yfirleitt fólk sem er komið með „samþykki“ á sambandið.

Ungu krakkarnir, kannski 17, 18, 19 ára sjást oft í mjög daðurlegum samræðum. Það er þó yfirleitt aldrei minna en metri á milli þeirra. Að fylgja dömunni heim í strætónum virðist vera klassískt. Svo er stoppað í hæfilegri fjarlægð frá heimilinu, kannski á stoppustöðinni, áður en þau halda hvert í sína áttina. Fólk hittist líka á kaffihúsum, hefur mér sýnst. Í a.m.k. 4-6 manna hópum. Fólk dregur sig saman að talar saman. Hópdeit hálfgerð. Auðvitað eru þetta alltaf efri-miðstéttarkrakkar sem ég hef séð, eða þaðan af hærri í sósíalstiganum. Það er svona að búa í uppahverfinu Zamalek. Maður hefur líka séð þetta á pizzastöðunum. Um leið og komið er út á götu skilja kynin og fara heim í sinn hvorum hópnum. Ef eitthvað er hefur mér sýnst það vera ekki alveg eins ríkir krakkar og ég hef fylgst með á kaffihúsunum (altso þessum með vestræna stílnum, ekki traditional köhwum). Kannski ekki skrítið þegar kaffibollinn á svona stað getur kostað það sama og þú kemst af með sem hæfilega iftarmáltíð á Pizza Hut eða Little Caesar’s.

Og aftur, þá eru þau mörg hver ennþá með skólatöskurnar og jafnvel í skólabúningum þegar ég hef séð þau brjóta föstuna í iftarnum. Kosturinn við það er líka að enginn sómakær fullorðinn myndi borða iftar á Pizza Hut eða álíka stað. Krakkarnir eru því í friði fyrir guði og mönnum, mingla, daðra, hlæja – og tala hátt!

Og hvað sem fyrirhyggjufemínistar í Evrópu halda, þá eru „slæðustelpurnar“ alveg jafn slæmar/góðar og hinar. Einna helst að maður sér þær framhleypnustu, í þrengri fötunum, ekki ganga með hijab.

Hér mætir maður, rétt einsog í Evrópu, stelpum með hijab í rándýrum merkjafötum, með sólgleraugu og gsmsíma. Sumir „réttsýnir“ Evrópubúar hefðu gott af því að koma hingað áður en þeir tapa sér í að gera þetta „kúgunartákn“ ólöglegt. Egypskar konur hafa verið að taka upp hijabinn í auknu mæli aftur. Eftir femínistahreyfingu 20. aldarinnar hérna, sem risti svosem ekki djúpt samfélagslega séð, þá sér maður margar karrierkvinde hérna slæðuklæddar. Fæstar eru í abayju með öllu tilheyrandi en hijabinn er þeirra tákn.

Af hverju fór ég að tala um hijabinn? Kannski vegna þess að andúð Evrópubúa á honum pirrar mig. Þetta er svona álíka einsog að ætla að dæma menn eftir skeggvexti. Skeggjaðir menn hafa í gegnum tíðina haft tilhneigingu til að vera rótækari en þeir sem raka sig reglulega, þannig að það má leiða líkur að því að skeggjaðir menn séu hættilegri en rakaðir. Umbúðir versus innihald. Heimurinn er ekki svart/hvítur.

Með þeim orðum ætla ég að koma mér úr hávaða egypsku krakkanna og kíkja á stað sem Yann vill endilega prufa.
Þriggja daga helgi fram undan. Ég þarf að tala við Magamma-ið á laugardaginn. Öllum er illa við hið seinvirka Magamma hérna. Kafkaískt skrifræði er ekkert grín!
Agust skrifaði kl. 20:50
Flokkun: Íslenska

október 27, 2004

Tvær nýjar-gamlar færslur

Sit hérna á kaffihúsinu Cilantro við 26. júlí stræti, rétt hjá íbúðinni minni. Hér er þráðlaust internet og ágætt kaffi.

Ég var að setja inn færslur síðan í Kaupmannahöfn og eina sem ég skrifaði í háloftunum á leiðinni hingað (og hljómar reyndar einsog hálfgerð söluræða).
Ég trúi ekki að það séu tíu dagar síðan ég var í Køben. Ótrúlegt.

18. okt: Køben
19. okt: Einhvers staðar yfir Póllandi
Agust skrifaði kl. 23:26
Flokkun: Íslenska

október 23, 2004

Islendingafelagid

I dag hitti eg Sigrunu Kairobua og kom pakkanum til Ismaels litla. Til ad komast til teirra turfti eg ad taka metroinn fra Nasser stod til Maadi. Metroinn herna er skemmtileg andstaeda vid allt annad herna. Otrulega hreinlegur og skipulagdur eitthvad. Og enginn sem flautar a mann.
Sem mikill ahugamadur um nedanjardarlestir var tetta skemmtileg ferd fyrir mig. Eitt af tvi sem er svo skemmtilegt vid ad taka nedanjardarlestina, i hvada borg sem tad er, er ad fylgjast med folkinu, hvada hopar koma inn, hvada hopar fara ut a hverjum stad o.s.frv. Og madur tarf ekki ad hafa neinar ahyggjur af odrum hlutum en ad muna ad fara ut a rettum stad, sem gekk furduvel, enda flestall merk med latnesku letri asamt arabisku.

Eftir tvo simtol fann eg bokabudina hennar Sigrunar, sem er skammt fra stodinni i Maadi. Eg faerdi henni lika lakkris (reyndar danskan tvi ad islenska nammid sem eg aetladi ad kaupa i Iceland Express velinni klaradist adur en vagninn nadi til min) og Noa sukkuladi.
Eftir sma spjall kom eg mer aftur nidur i bae og endadi i bokabud/kaffihusi rett hja ibudinni minni sem heitir Diwaن. Tar sat eg, drakk kaffi (pressukaffi...mmmm) og gaeddi mer a sukkuladibitakoku sem var alveg einsog madur gat keypt i Bauninni i HR. Syndsamlega gott. A medan las eg i Kairo handbokinni sem AUC Press gefur ut. Endadi a ad kaupa hana (60 EGP), asamt gamalli, klassiskri egypskri mynd med Omari Shariff a dvd (80 EGP). Borgadi tess vegna i fyrsta skipti med Visa herna.

Nu sit eg a internetkaffinu "minu" i 3. skiptid a fjorum dogum. Fjolskyldan sem rekur stadinn faerdi mer adan nykreist limonadi i bodi hussins. I gaer var eg herna i 4 klukkutima og borgadi 16 EGP fyrir. Fannst tad ekki mikid sjalfum svosem, 200 kronur, enda tengingin herna mjog god. Eg attadi mig ekki a tvi ad tetta eru eins og halfs dags laun fyrir medal-Egypta.
Nu tarf eg ad koma mer aftur heim. Skoli a morgun, tarf ad taka stoduprof og hitti hina krakkana i fyrsta skipti. Verd ad aefa arabiskuna en eg hef ekkert sinnt henni hingad til af radi, sidan eg kom. Tad hefur verid nog annad ad gera einhvern veginn.

Efasemdir gaerdagsins eru lidnar hja. Eg er bara sattur og hef tad gott. AEtli tad hafi ekki haft gott ad segja ad tala loksins vid einhvern i fyrsta skipti sidan a sunnudag. Eg er alltof uthverfur til tess en tad lagast aldeilis, nuna tegar skolinn byrjar. Svo se eg ad eg a visan stad a Diwaن. Ro og fridur, fullt hus af bokum og gott kaffi. Getur madur bedid um fleira? Ja, m.a.s. tonlistin er ad minu skapi - en lagt stillt einsog vera ber.

Nu aetla eg ad koma mer heim, na mer i pizzu ut a franska, ja franska, pizzastadinn rett hja ibudinni og fara yfir arabiskuna fyrir svefninn. Vona ad eg sofi betur i nott en sidustu nott. Hrokk svo rosalega upp vid baenakallid klukkan fjogur i morgun. En tetta er hluti af tvi ad bua i Kairo, alltof hatt stilltir hatalarar fra moskunum. Yfirvold eru m.a.s. farin ad hafa ahyggjur af tessu og vilja koma bondum a tetta, likt og kom fram i frettum fyrir nokkru. En "allahu akhbar" er sannarlega hluti af lifi manns herna, svo mikid er vist. Annars er ein staersta moska hverfisins beint a moti Pizza Hut. Vid hlidina a Pizza Hut og sidan McDonnald's. Kannski tad segi ymislegt um umhverfid herna.
Agust skrifaði kl. 20:51 | Comments (4)
Flokkun: Íslenska

október 22, 2004

Skitugt faer nyja merkingu

Ibudin reyndist mun skitugri en eg bjost vid. Vissi ad tad vaeri mikid ryk og drulla en gat ekki imyndad mer ad tad vaeri svona mikid.
Eg er fyrsti leigjandinn eftir ad skipt var um klosett og vask a badherberginu og flisar yfir vaskinum i eldhusinu. Tar fyrir utan by eg rett vid stora umferdargotu, tannig ad tad er gefid ad ryk og mengun kemur inn i ibudina ef gluggarnir eru opnir a mesta umferdartimanum. Reyndar eru allir gluggar, svo og hurdir, herna svo othettir ad tad kemur alltaf eitthvad inn. Tad er samt ekki umferdin sem eg hef ahyggjur af, tad er bara forn sem verdur ad faera til ad vera svona midsvaedis.
Husgognin eru luin. Eg veit reyndar ekki hvort hugtakid "luin" nai utan um tvo af stolunum. Gaetu tess vegna hafa tilheyrt Itolunum sem byggdu husid a fjorda aratugnum, svo threyttir eru teir ordnir.
Eg hef mestar ahyggjurnar af tvi hvada medleigjanda eg fae. Tad kemur vonandi i ljos a sunnudaginn en i dag er eg alveg buinn ad komast ad tvi ad tad er eiginlega ekki haegt ad bua svona einn, a.m.k. ekki fyrir mig. Barbara skolastyra aftur a moti radlagdi mer ad taka ibudina ef mer litist vel a hana. Eg er kominn med sma bakthanka yfir ad hafa tekid hana en tad er bara yfir tvi ad fa medleigjanda. Skodadi adra ibud sem var ekki osvipud i staerd en langt ut ur (to naer skolanum). Hun kostadi 1000 EGP minna, sem er ca. 12000 ISK. Hun var aftur a moti langt fra ollu, nema skolanum reyndar. Her er eg i gongufaeri vid goda veitingastadi og alla thjonustu.
Hitt, sem eg gerdi mer ekki grein fyrir tegar eg skodadi ibudina, spadi hreinlega ekki i tad, er ad eg er ekki med sjonvarp. Og ad bua einn og vera ekki med sjonvarp getur verid alltof hljott. Minnir mann a setningu ur gomlum Fraiser thaetti fra konu sem bjo ein: "Ja, eg er med sjonvarp en eg horfi aldrei a tad. Eg kveiki bara a tvi til ad vera ekki einmana."
Eg hitti Sigrunu a morgun og kem gjofinni til hennar. A sunnudaginn er svo matsprogramm i skolanum. A eftir verdur svo fundur um "ad bua i Egyptalandi". Eg a alveg eftir ad aefa mig i arabiskunni. Hef verid upptekinn vid ad koma mer fyrir og svoleidis.
Ekki tad ad eg hef tad annars bara agaett. Fann fyrir sma einmanaleika i dag en eg held ad tetta se bara ad siast allt inn hja mer. Breytingin er mikil og eg gerdi rad fyrir ad tetta yrdi adeins erfidara.
Agust skrifaði kl. 20:00 | Comments (2)
Flokkun: Íslenska

október 21, 2004

Nytt gemsanumer og kominn med ibud!

Jaeja, eg er loksins kominn med egypskt simanumerid i gemsann. Siminn var laestur og tokst mer ad opna hann with a little help from a friend :)
Landsnumerid fyrir Egyptaland er 20 og svo er numerid tiu-thrjatiuogthrir-sextiuogfjorir-tveir-fimm-thrir. Eg svara smsum en tad borgar sig eiginlega engan veginn ad hringja i mig.

Eg eignadist lika mitt fyrsta eigin heimili i dag. Tad er vid Sharia Mahmoud Azmy a Zamalek eyju a midri anni Nil. Ekki margir sem geta sagt tetta, eitthvad sem madur a eftir a gorta sig af. Gatan er rett hja efstu brunni haegra megin a tessu korti. Landlordinn minn er liklegast rumlega sjotug kona, doktor og professor i landafraedum. Hun er fyrsti Egyptinn sem veit hvar Island er, tegar hun heyrir hvadan eg er.
I Zamalek er stutt i alla thjonustu og hverfid fullt af sendiradum og fjogurra stjornu hotelum. Ekki tad ad eg hef buid nuna a hoteli sem er i somu gotu og sendirad Mauritaniu og Gabon, sem er tarnaesta hus vid mig.
Sit nuna a internetkaffi sem eg rakst a eftir langa gongu. Nu er allt lokad og folk heima hja ser ad borda ramadanmaltidina eftir ca. halftima, tegar solin sest.
Agust skrifaði kl. 16:02
Flokkun: Íslenska

október 20, 2004

A internetkaffi undir baenakalli

Vegna tess ad eg er med bjagad lyklabord og audvitad enga islenska stafi, verdur tetta orstutt.

Kom i gaer, tekkadi mig inn a hotelid, sem er snyrtilegt en an alls iburdar. Bordadi a hotelinu, drakk te og for svo ut i supermarkad. Sa reyndist syrlenskir eftir tvi sem eg komst naest og minnti a Noatun, nema hvad starfsmennirnir voru svona 5x fleiri.

I morgun svaf eg ut og vaknadi ekki fyrr en vid hadegis-baenakallid. Skodadi mig um hverfid og tok svo leigubil upp i skola. Kynnti mig tar fyrir Barboru, skolastyru, og hun aetlar ad hitta mig i fyrramalid og syna mer ibudir sem standa mer til boda.

Hun sagdi mer ad i skolanum vaeri fjoldinn allur af Skandinovum. AEtlar ad kynna mig fyrir Nordmonnunum a morgun, sem eru - nema hvad - vist mjog aktivir.

Fra skolanum tok eg leigubil nidur a Zamalek og sit tar a internetkaffi. Naer allir eru farnir nema eg tvi ad fyrir 20 minutum sidan var kallad til baena og likur tar med fostu dagsins.

Er buinn ad sitja herna og spjalla vid vini i gegnum msn. AEtla nuna ad leita mer ad einhverjum stad til ad borda a. Er ordinn svangur, enda half, donsk jogurtdolla allt sem eg er buinn ad borda i dag.
Agust skrifaði kl. 17:52
Flokkun: Íslenska

október 19, 2004

Einhvers staðar yfir Póllandi

Nú er tæpur klukkutími liðinn af flugi Maersk Air frá Kaupmannahöfn til Kaíró. Áætlaður flugtími eru tæpir fjórir tímar og er það styttra en lagt var upp með í byrjun. Ég er ekki frá því að – a.m.k. enn sem komið er – er þetta allra þægilegasta flug sem ég hef flogið. Ekki síst er því að þakka að ég hef aldeilis dottið í lukkupottinn með það að söluskrifstofa Maersk hefur ákveðið að færa mig upp um einn flokk frá því sem ég bað um upphaflega. Ég pantaði “medium” stærð en sit hér í “large” sæti. Tvær sætaraðir af “saga class” sætum, sem hjá Maersk heita XL eru ónotuð fyrir framan mig. Ég borgaði 200 DKK fyrir millistærðina en stóru sætin kosta 200 DKK til viðbótar. Enn bætast við 1000 danskar við miðaverðið ef valið er XL sæti (þetta miðast allt við hvern legg, þ.e.a.s. aðra leiðina). Fótrýmið sem ég hef er 90 cm, ætlaði að hafa 80 cm en venjulegt fótarými hjá Maersk er 70 cm. Verðið á almennu sætunum eru sambærileg við önnur lággjaldafélög, 5-10 þús. íslenskar en til Kaíró, sem er lengra en til Íslands kostar svipað og að fljúga með Iceland Express til Køben, 23-24 þús. íslenskar báðar leiðir.

Lesa áfram
Agust skrifaði kl. 14:00
Flokkun: Íslenska

október 18, 2004

Køben

Í morgun flaug ég með Iceland Express til Kaupmannahafnar. Fór í loftið klukkan hálf-átta heima. Þoli ekki svona morgun flug. Vaknaði klukkan fimm í morgun og fyrir vikið hefur maginn ekki verið góður í allan dag.

Lenti hér um hálf-eitt leytið að staðartíma og tók lestina niður á Hovedbanegaard. Aðkoman að þeirri lestarstöð minnti mig óneitanlega að koma með Stansted lestinni inn í Norður-London, nema hvað við hrörleikann og veggjakrotið bættust nokkrir yfirgefnir lestarvagnar og annað drasl í boði DSB. Óneitanlega minntu Dönsku járnbrautirnar á eina af vídjóspólunum sem maður var látinn horfa á í dönskutímum forðum daga.

Ég hef ekki gripið til enskunnar ennþá og danskan hefur reddast, þótt ryðguð sé. Aftur á móti hef ég heyrt íslensku talaða margsinnis í dag og Íslendingar virðast vera helmingur túristanna á Strikinu. Bara á leiðinni af járnbrautarstöðinni að hótelinu, sem er ca. 500 m., mætti ég tvívegis Íslendingum.

Það er skítaveður hérna í dag. Rigning og rok. Skítkuldi. Eftir að hafa arkað um allt nágrennið í rúma fjóra tíma ligg ég núna undir sæng og reyni að ná upp hita. Náði sem betur fer að halda mér þurrum með því að vera í hverri flíkinni yfir aðra. Þegar ég fór að heiman til Keflavíkur var hagl og það er víst búið að vera frost í allan dag á Íslandi.

Líkt og lög gera ráð fyrir fékk ég mér pulsu í einum af pulsuvögnum borgarinnar. Valdi mig vinsælan vagn og taldi mig þar með öruggan um ágætan bita. Fékk einhverja verstu pulsu sem ég hef bragðað. Minnti á SS-pylsu hitaða upp í örbylgjuofni daginn eftir síðasta söludag. Eftir að hafa labbað í rigningunni lengi lengi ákvað ég að gefa pulsusölum Kaupmannahafnar annan séns og fékk mér pulsu í öðrum vagni. Hún var bærileg, enda var ég orðinn allt verulega svangur. Fékk mér aðra og sittist svo inn á kaffihús og skrifaði á póstkort. Þar var kaffikrús á hillu innan við afgreiðsluborðið og mynd af Bill Clinton. Á spjaldi framan á hillunni stóð: Bill Clinton drak af denne kop den 20. marts 2001 her i steden (ef ég man þetta rétt).

Nú þarf ég að fara að finna mér eitthvað að borða. Ætli ég fari ekki á suður-asískan stað hérna rétt hjá. Reyni svo að komast aðeins á internetið, opna póstinn og kíkja kannski aðeins á MSN. Ætla svo snemma að sofa. Flug klukkan eitt á hádegi á morgun. Lendi í Kaíró klukkan að ganga sex að kvöldi þar. Tímamismunurinn er einn klukkutími (altso 3 tímar á undan Íslandi næstu daga, þangað til vetrartíminn minnkar muninn í 2 tíma), svo þetta er rúmlega þriggja og hálfs tíma flug. Klukkutímanum lengra en Keflavík-Køben.

Mikið verður gott að komast úr rigningunni í mannsæmandi hita. Lendi eftir sólsetur, þannig hitinn verður um 20 stig líklegast. Annars fer hann yfir 30 gráður núna í Kaíró yfir daginn, búið að vera í heitara lagi. Næsta mánuðinn fellur meðalhitinn um nokkrar gráður.

Hvað um það, ég þarf að finna mér einhverja næringu.
Agust skrifaði kl. 19:30
Flokkun: Íslenska

október 15, 2004

Býr Íslendingur hér?

Það er einhvern veginn innprentað í okkur Íslendinga að leita hvern annan uppi í útlöndum.
Ég var að fá svar við email sem ég sendi henni Sigrúnu, sem býr með fjölskyldu sinni í Kaíró, þar sem ég bauð henni að koma með íslenskt nammi eða hvað annað sem hana vanhagaði um frá heimahögunum. Þá hittist svona skemmtilega á að sonur hennar er árs gamall nokkrum dögum eftir að ég kom út. Amman og afinn á Íslandi verða sjálfsagt ánægð að koma pakka til drengsins :)
Sigrún raunar aðstoðaði mig svolítið þegar ég sótti um sumarprógram við AUC fyrir einu og hálfu ári síðan - sem síðan varð ekkert úr, því miður. Þá vissi ég af henni vegna þess að ég kynntist vinkonu hennar aðeins á arbískunámskeiði sem sagði mér frá henni. Svona getur heimurinn verið lítill og Ísland enn minna.
Agust skrifaði kl. 19:16
Flokkun: Íslenska